Frjáls verslun - 01.12.1952, Síða 31
Bókadálkur
ENSK-ÍSLENZK ORÐABÓK
eftir Sigur'S Örn Bogason.
Cltgefandi Ísafoldarprentsmi'öja h.f. 1952.
Ísafoldarprenlsmiðja hefur nýlega sent á inarkað-
inn kærkonma bók í nýjum búningi. Er liér um að
ræð'a ensk-íslenzka orð'abók, sern Sigurður Orn Boga-
son, magister, hefur tekið saman með aðstoð föður
síns, Boga Ólafssonar, fyrrv. yfirkennara. Við samn-
ingu bókarinnar hefur verið höfð hliðsjón af orðabók
Geirs T. Zoega og auk þess hefur verið stuðzt við:
The Concise Oxford Dictionary of Current Eglish
eftir bræðurna Fowler, The Universal English Diction-
ary eftir H. C. Wyld, auk ýmissa annarra ensk-enskra,
ensk-þýzkra, ensk-norskra og ensk-danskra orðabóka.
Með útgáfu hinnar nýju orðabókar hefur verið
bætt úr brýnni þörf á hentugri handbók fyrir alla þá,
sem enskt mál þurfa að lesa eða skrifa. Hin gamal-
kunna orðabók Geirs heitins Zoega er fyrir löngu orð-
in úrelt hvað orðaval og þýðingar flestar snertir. Er
þetta vissulega vel skiljanlegt, þegar þess er gætt, að
síðasta útgáfa þeirrar orðabókar var búin undir prent-
un fyrir 24 árum síðan. Eru þau ekki svo fá nýyrðin,
sem tekin hafa verið upp í enska tungu á þessu ára-
bili, og var því fyllilega tími til kominn að endur-
skoða og auka orðaval ensk-íslenzkrar orðabókar.
Höfundur hinnar nýju orðabókar er ungur og vel
menntaður maður. Virðist honum hafa farizt erfitt og
vandasamt verk vel úr hendi, því það er ekki heglum
hent að semja orðabók sem slíka svo óaðfinnanlegt sé.
Hefur orðaforði verið aukinn að miklum mun frá
því, sem menn áttu að venjast í gömlu Geirsbókinni,
og nýyrði mörg upptekin að fráskvldum ýmsum
tækniheitum.
Frágangur og prentun nyju .orðabókarinnar er með
ágætum, og á ísafoldarprentsmiðja þakkir skyldar
fyrir að ráðast í útgáfu þessa þarfa verks, sem svo
margir voru orðnir langeygir eftir.
Er ekki úr vegi að skjóta því hér fram að lokum,
hvort ekki sé orðið tímabært að endurbæta og auka
íslenzk-enska orðabók. Virðist hér vera um mikið
nauðsynjamál að ræða og tilvalið verkefni fyrir þá að-
ila, sem lagt hafa hönd á plóginn í sambandi við hina
myndarlegu útgáfu nýju ensk-íslenzku orðabókar-
innar.
NS.
Uppniiii
lílikoiisins
"■/— Framh. af hls. 127.
i, \ ~'
U
Voru verðlaunin oft og tíðum ríkuleg, enda ávinn-
ingur þeirra útgefenda mikill, ef þeir kunnu að
greina kornið frá hisminu.
Eftirmyndir af verkum frægra listamanna voru á
mörgum kortum, og þeir urðu æ fleiri til bess að
gefa sig að þessari iðju. Fólkið gerði jafnframt rneiri
kröfur til útlits og gerð jólakortanna, og útgetendur
þeirra gátu ekki skellt skolleyrum við þeim óskum.
Vegur jólakortanna hefur aldrei verið meiri ei. nú.
Þekktustu listamenn teikna jólakortin. og þau eru
gefin út í stórum upplögum.
1 Bandaríkjunum er notkun jólakorta gevsimikil,
og forsvarsmenn bessa iðnaðar þar í landi fullyrða,
að árlega séu gefin út 100 þús. mismunandi gerðir
af jólakortum og nemur salan yfir 30 millj. dollara.
Óneitanlega eru möguleikar þessa markaðar miklir,
en samkeppni harðnar stöðugt.
Nú á dögum gerir almenningur miklar kröfui um
listrænnt gildi iólakortanna, en bað er réttmætt að
viðurkenna. að mörg af aömlu jólakortunum eru, lirátt
fyrir frumbýBsbrag á öBum sviðum tækninnar í þá
daga. fvllilega rambærileg við jólakort þau, sem eru
á boðs'ólum í dag. Yfir hinum einföldu jólakortum
fvrri daga, sniókarlar með pípuhatta, glaðlvndir
jólasveinar. sruBvíravirki og stjörnur, hvíldi ei.ihver
sérstakur Bómi. .Tólakortin voru stór þáttur í undir-
búnirgi iólahaldsins. og ungir sem gamlir dáðust að
þeim. Þau verða ávaBt minnisstæð þeim. sem nú eru
kompir af æskuskeiði, þótt Bstrænnt gildi jóltikorta
nú sé meira. (Lauslega þýtt).
FRJÁLS ..VE RZLUK.
L4S.'