Frjáls verslun - 01.12.1952, Síða 33
gagnfræðanámi, en fór síðan í Verzlunarskóla íslands
og lauk þar einnig námi.
Að loknu skólanámi starfaði Stefán um skeið hjá
ýmsum verzlunarfyrirtækjum, bæði hjá þeim sem voru
honum óviðkomandi og eins öðrum, sem hann átti
hlutdeild í.
Hann stofnsetti fyrirtækið Kauphöllina hór í Reykja-
vík árið 1934 og starfrækti það jafnan síðan, ásamt
félaga sínum og meðeiganda, Aron Guðbrandssvni.
Stefán átti oft við heilsuleysi að stríða, en hann
átti óbilandi þrek og kjark. Háttvísi hans og prúð-
mennska var rómuð. Hann var ljúfmenni hið mesta
og drengur góður.
Kvæntur var hann Þóreyju Þórðardóttur, Bjarna-
sonar frá Reykhólum, er lifir mann sinn. Eignuðust
þau þrjá syni, og eru tveir þeirra á lífi.
Leifur Theódór Þorleifs-
son bóklialdnri andaðist 14.
nóv. s. 1. Ilann var fæddur
2. júlí 1878 að Vörðufelli
á Skógarströnd.
Foreldrar hans voru Mar-
grét Marísdóttir og Þor-
leifur Jónsson, harnakenn-
ari hér í bæ. Hingað til
Reykjavíkur fluttist hann
með foreldrum sínum
tveggja ára að aldri og átti
hér heima alla tíð síðan.
ifur verzlunarstörf. Starfaði
liann lengi við hina þekktu verzlun Sturlubræðra hér
í Reykjavík. Aðalhókari og gjaldkeri Slij)])félagsins í
Reykjavík var liann í mörg ár. Síðustu 17 ár starfaði
Leifur við skóverksmiðju, er hann og sonur lians
starfræktu sameiginlega hér í bæ.
1 Etjórn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur átti
hann sæti um eitt skeið og starfaði ötullega að mál-
efnum þess.
Leifur var mikið prúðmenni í framkomu. Ilann var
afskiptalaus um annarra hagi, en vinur vina sinna.
Léttlyndur var hann og kíminn án græsku.
Leifur var kvæntur Jónínu Magnúsdóttur frá Mið-
seli, er andaðist árið 1940. Eignuðust þau tvö hörn.
Ungur að aldri hóf L
Isleifur Briem verzlunar-
stjóri andaðist 21. nóv s. 1.
Hann var fæddur 24. des.
1904 liér í Reykjavík, son-
ur Sigurðar Briem, fyrrum
]>óstmálactjóra, og Guðrún-
ar ísleifsdóttur konu hans.
Ungur að aldri fór hann
í Verzlunarskóla íslands
og útskrifaðist þaðan 1922.
Að loknu námi fór hann
utan til framhaldsnáms í
verzlunarfræðum og dvald-
ist um skeið í skóla og við verzlunarstörf, ýmist í
London, París og Kaupmannahöfn.
Eftir nokkra ára dvöl erlendis kom ísleifur heim.
Hóf hann starf í Skartgripaverzlun Árna B. Björns-
sonar árið 1935 og starfaði þar jafnan síðan.
Isleifur var dulur að eðlisfari, en tryggur vinum
sínum, glaðvær í vinahóp og hafði kýmnigáfu í rík-
um mæli. Málamaður var hann mikill og hafði ágæta
þekkingu á ýmsum sviðum.
ísleifur var ókvæntur.
FRJÁLS VERZLUN
145