Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1952, Qupperneq 34

Frjáls verslun - 01.12.1952, Qupperneq 34
DULARMÖGN EGYPTALANDS — AélquÍAinA Höfundur greinar þessarar er brezki blaSa- maSurinn og rithöfundurinn Stuart Martin. llann hefur skrifaS nokkrar skáldsögur, svo og bæk- ur um dulrœn efni, og getiS sér góSs orS- stírs. Frásögnin hér á eftir er tekin úr bókinni „Gliost Garade“. Fyrir nokkrum árum var talsvert ritað í tímarit og blöð í London um múmíu eina, sem nú er geymd í einu egypzku herbergjanna í British Museum. Mun múmía þessi vera gyðja frá hofi Sólguðsins Ra. Hún var uppi í Þebu hérumbil 1600 árum fyrir tilkomu Krists á jörðu hér. Líkami hofgyðjunnar lá óraskaður í grafhvelfing- unni í gegnum aldirnar, eða þar til einhvern líma í kringum 1860, að 5 Bretar, er voru á skemmtiferða- lagi í Egyptalandi, fóru í stutta ferð upp eftir ánni Níl. Komu þeir til borgarinnar Luxor, þar sem talið er, að hin fornhelga borg Þeba hafi staðið. Heimsóttu þeir m.a. rústir af hofi Sólguðsins Ra. Á meðan staldr- að var við, barst þeim til eyrna, að hœgt væri að fá keypta forkunarfagra múmíu hjá Araba nokkrum. Ferðalangarnir köstuðu hlutum um, hver þeirra skyldi kaupa múmíuna. En allt frá því, að hún komst í eigu þeirra, elti hver ógæfan eftir aðra þá félaga. Á heimleiðinni hljój) skot úr byssu eins þjónsins í handlegg eins af fimmmenningunum, án þess að nokk- ur sýnilegur snerti við byssunni. Varð að taka af handlegginn. Er hój)urinn kom til Kaíró, frétti einn þeirra félaga, að hann hefði glalað mestum hluta eigna sinna. Hann dó skömmu síðar. Þriðji þátttak- andinn í ferðalaginu var skotinn til bana. Ólán elti þann fjórða, og dó hann í örbyrgð innan árs. Þegar kassinn með múmíunni í kom til London, var honum komið til geymslu í húsi nokkru, sem vel- þekktur guðspekingur, frú Blavtsky að nafni, heim- sótti tíðum. Strax og frú Blavatsky kom inn í herberg- ið, lýsti hún því yfir, að kassinn væri umsetinn ill- kynjuðum áhrifum. Ráðlagði hún eigandanum að losa sig við múmíuna sem fyrst. Eigandinn hló að þessari fullyrðingu, en sendi múmíuna skömmu síðar til ljósmyndasmiðs og bað hann um mynd af henni. Áður en vika var liðin kom hann aftur til baka í mikilli geðshræringu. Sagði hann eigandanum, að þrátt fyrir að hann gæti ábvrgzt, að enginn nema hann sjálfur hefði handleikið ljós- myndatækin, þá hefði merkilegt fyrirbrigði skeð. — Ljósmyndin af múmíunni sýndi greinilega andlit egypzkrar konu með starandi illgirnissvip. Mynda- smiðurinn dó snögglega litlu síðar án nokkurra líkam- legra orsaka. Maður nokkur, er átt hafði samfylgd með þeim fé- lögum á ferð þeirra upp eftir ánni Níl, hitti eiganda múmíunnar og bað hann umfram allt að losa sig við hana og senda til British Museum. Var það gert, en ökumaðurinn, sem flutti múmíuna þangað, lézt innan viku. Atburðirnir hér að framan eru ekki lilgreindir eftir sögusögn annarra, heldur eftir skýrslu manns að nafni Fletcher Robinson, er eyddi talsverðum tíma í að rann- saka umrædd atvik og lýsti því jafnframt yfir, að þau væru í öllum atriðum sönn. Eftir að múmían kom?t í Brilish Museum hafa ekki skeð fleiri óhöpj). Fletcher Robinson taldi sennilega skýringu á því fyrirbrigði þá, að hin forngamla hof- gyðja hefði loks orðið ánægð, er hún komst í nálægð annarra egypzkra göfugmenna. Ég játa hreinskilnis- lega, að slík heilabrot eru ekki sannfærandi. Jafnvel þótt ilskan hafi liorfið, þá var tækifæri til að rann- saka návist andans með hjálp dulrænna áhrifa, eins og þekktur miðill, W. T. Stead að nafni, benti á. Sir E. A. Wallis Budge, er þá var gæzlumaður egypzkra og assyriskra fornleifa í British Museum, sagði við fréttamann nokkurn, að Stead hefði séð anda í kringum múmíuna, og beðið leyfis til að fá að halda miðilsfund kvöld eitt í herberginu, þar sem múmíur safnsins voru geymdar, en honum var synjað 146 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.