Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1952, Qupperneq 36

Frjáls verslun - 01.12.1952, Qupperneq 36
Félagsm Aðalfundur V.R. Aðalfundur V. R. var haldinn í Sjálfstæðishúsinu 12. nóv. s.l., og var hann fjölmennur. Formaður fé- Iagsins, Guðjón Einarsson, setti fundinn og bauð með- limi velkomna. Áður en gengið var til dagskrár, minnt- ist formaður þeirra félaga, er látizt höfðu frá því að síðasti aðalfundur var haldinn. Risu fundarmenn úr sætum til virðingar hinum látnu. Fundarstjóri var kjörinn Lúðvíg Hjálmtýsson, og tilnefndi hann sem fundarritara þá Njál Símonarson og Sigurlaug Þorkelsson. Var síðan gengið til dagskrár: 1) Lesin var upp fundargerð síðasta aðalfundar og var hún samþykkt athugasemdarlaust. 2) Lesin voru up]> nöfn allra þeirra, sem teknir höfðu verið inn í félagið á árinu. Var það fjölmennur hópur. Urðu nokkrar umræður um þennan dagskrár- lið, en að lokum leitaði fundarstjóri samþykktar á þessum nýju félögum, og voru þeir samþykktir sam- hljóða. 3) Að því ioknu flulti formaður V.R. skýrslu fé- lagsstjórnar. Rakti hann starfsemi félagsins í stórurr- dráttum og verkaskiptingu stjórnarinnar. 1 félagið gengu á árinu 127 karlar og 178 konur. Fullgildir félagar eru 1576, en þar af 1320 launþegar. Á árinu var stofnuð sameiginleg launþegadeild í stað þeirra þriggja, sem starfað höfðu áður. Þá greindi formaður í skýrslu sinni frá starfsemi hinna ýmsu nefnda. sem starfandi eru innan félagsins. Umræður urðu engar um skýrslu formanns. 4) Gjaldkeri húsbyggingarsjóðs, Sigurður Árna- son, gaf skýrslu um fjárhag sjóðsins. Aukning hans á árinu nam kr. 10.136,64, og er sjóðurinn nú að upphæð kr. 253.825,12. 5) í forföllum formanns húsnefndar, Egils Gutt- ormssonar, las Sigurður einnig upp reikninga hús- eignarinnar Vonarstræti 4. Skuldlaus eign nemur kr. 54.613,07. 6) Gunnar Magnússon las upp heildarreikninga V. R. Varð heildarreksturshagnaður á allri starfsemi fé- lagsins á árinu, og nam hann kr. 58.600,20. Bókfærð eign nemur samtals kr. 391.894,00. Að lokum las Gunnar svo upp reikninga blaðs félagsins, „Frjálsrar verzlunar.“ 7) Fundarstjóri gaf orðið laust, ef einhverjir vildu ræða framkomna reikninga. Tveir menn gerðu at- hugasemdir við þá og báru fram fyrirspurnir, sem Gunnar svaraði. Reikningarnir voru að því loknu bornir undir atkvæði og samþykktir samhljóða. 8) Lagabreytingar voru næst á dagskrá. Fundar- stjóri har upp eftirfarandi tillögu frá stjórn V. R.: „Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, haldinn í Sjálfstæðishúsinu 12. nóv. 1952, samþykk- ir að fela stjórn félagsins að leita inngöngu í Alþýðu- samhand Islands. Jafnframt samþykkir fundurinn að gera þær breyt- ingar á lögum félagsins, sem nauðsynlegar eru vegna inngöngu þess í A.S.Í.“. Umræður urðu miklar um tillögu þessa og tóku margir til máls. Frá Kjartani Helgasyni kom fram tillaga þess efnis, að tillaga sljórnarinnar yrði bor- in upp í tvennu lagi. Síðari málsgreinin yrði borin upp, áður en lagabreytingar væru ræddar, en fyrri málsgreinin eftir að lagabreytingar hefðu verið rædd- ar. Tillaga Kjartans var felld með 132 atkvæðum gegn 91. Einar Guðmundsson har þá fram svohljóðandi til- lögu lil rökstuddrar dagskrár: „Þar sem hér er um stórmál að ræða og sem ekki er hægt að afgreiða svo illa undirbúið, að félagsmenn almennt hafa ekki haft tækifæri til að kynna sér mál- ið, samþykkir fundurinn að slá máli þessu á frest og taka fyrir næsta mál á dagskrá.“ Atkvæðagreiðsla um þessa tillögu fór þannig, að hún var felld með 127 atkvæðum gegn 114. Þá var gengið til atkvæða um tillögu stjórnar V. R, er getið var um hér fyrst að framan, og var hún 148 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.