Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1952, Qupperneq 37

Frjáls verslun - 01.12.1952, Qupperneq 37
samþykkt með 133 atkvæðum gegn 28. Margir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Formaður félagsins las upp tillögur þær til laga- breytinga, er stjórnin hafði komið sér saman um. Á eftir formanni tók til máls Björn Jónsson, félagsmála- fulltrúi KRON. Taldi liann ýmsa annmarka á fram- komnum lagabreytingum og bar jafnframt fram margar og róttækar breytingatillögur við félagslögin. Er hér var komið málum, kom fram tillaga um að fresta umræðum um lagabreytingar, þar sem margir voru á mælendaskrá og áliðið kviilds, og ganga til stjórnarkosninga. Var tillaga þessi samþykkt sam- hljóða. 9) Þá var gengið til stjórnarkosningar og skyldi fyrst kjósa formann til eins árs. Stungið var upp á Guðjóni Einarssyni, og var hann kosinn formaður i einu hljóði. Næst var kosning þriggja meðstjórnenda til tveggja ára. Kosnir voru Njáll Símonarson með 155 atkvæð- um, Daníel Gíslason með 153 atkvæðum og Pétur Sæ- mundsen með 146 atkvæðum. Onnur atkvæði féllu þannig, að Björgúlfur Sigurðsson hlaut 100 atkv., Jónas Gunnarsson 93 atkv. og Guðmundur Jónsson 88 atkv., en aðrir fengu færri. Fyrir voru í stjórninni þeir Einar Elíasson. Ólafur Stefánsson og Þórir Hall. 1 varastjórn til eins árs voru kosnir: Einar Ingi- mundarson með 148 alkvæðum, Ágúst Hafberg með 145 atkv. og Sigurlaugur Þorkelsson með 143 atkv. Önnur atkvæði féllu þannig, að Kjartan Helgason hlaut 73 atkvæði, Böðvar Pétursson 61 atkv., Einar Andrésson 56 atkv. og aðrir færri. í húsnefnd voru endurkosnir: Egill Guttormsson, Friðþjófur Ó. Johnson, Oddur Helgason, Sigurður Árnason og Sveinbjörn Árnason. Endurskoðendur voru endurkosnir samhljóða, þeir Þorsteinn Bjarnason og Einar Björnsson, og til vara Gunnar Ásgeirsson. Heiðursfélaganefnd var endurkosin með lófataki, en hana skipa: Guðmundur Breiðfjörð, Guðmundur Kr. Guðiónsson, Hjörtur Hansson, Jón Guðmundsson og Sigurión Jónsson. Meðan talning atkvæða við stjórnarkjör fór fram, héldu umræður um lagabreytingar áfram, en fram hafði komið tillaga þess efnis að fresta umræðum og afgreiðslu lagabreytinga til framhaldsaðalfundar, þegar úrslit stjórnarkosninga hafði verið kunngerð, þar sem mjög væri orðið áliðið kvölds. Var tillaga þessi samþykkt í einu hlióði, og var fundi síðan frestað til framhaldsaðalfundar. Var þá kl. 1,15 eftir miðnætti. FRJÁLS VER-ZLUN Stjórn launþegadeildar V. R. boðaði til almenns launþegafundar að Tjarnarcafé hinn 3. nóvember. Á fundinum var til umræðu uppsögn á launakjarasamn- ingi félagsins við atvinnurekendur. Eftirfarandi til- laga var samþykkt með samhljóða atkvæðum fundar- manna: „Almennur launþegafundur V.R. haldinn í Tjarnarcafé, mánudaginn 3. nóvember 1952, sam- þykkir að stjórn launþegadeildarinnar segi nú þegar upp gildandi kjarasamningum við atvinnurekendur, dags. 3. marz 1948 og viðbótarsamningi, dags. 10. ágúst 1950.“ Nokkrar umræður urðu á lundinum, bæði um upp- sögn samninga svo og skipulagsmál deildarinnar. Til- laga var borin upp í lok fundarins þess efnis, að kos- in yrði fjögurra manna nefnd til að’stoðar stjórn deildarinnar við undirbúning samningsuppkasts, sem leggia skyldi fyrir atvinnurekendur. Var tillaga þessi samþykkt og eftirtaldir félagar kosnir í nefndina: Björgúlfur Sigurðsson, Guðmundur Jónsson, Gyða Halldórsdóttir og Jónas Gunnarsson. Verkaski])ting stjórnar V.R. er nú sem hér segir: Formaður, Guðjón Einarsson, varaform., Njáll Sí- monarson, ritari, Ólafur Stefánsson og gialdkeri, Pétur Sæmundsen. Meðstjórnendur: Daníel Gíslason, Einar Elíasson og Þórir Hall. Varamenn í stjórn: Ágúst Hafberg, Einar Ingimundarson og Sigurlaugur Þorkelsson. • Hinn 30. nóvember var efnt til launþegafundar að Félagsheimilinu, en á dagskrá var samningsuppkast það, sem stjórn launþegadeildar V.R. hafði unnið að ásamt fjögurra manna aðstoðarnefnd, og sem leggja skyldi fyrir atvinnurekendur. Njáll Símonarson hafði framsögu um málið fyrir hönd stjórnarinnar og nefnd- arinnar. Skýrði hann frá undirbúningi samningsupp- kastsins og greindi síðan frá einstökum liðum þess. Breytingar þær á gildandi launakiarasamningum V. R., sem farið er fram á, eru í aðalatriðum þessar: Grunnkaup A-Iiðs (skrifstofufólk) hækki um 15% og greidd skuli full framfærsluvísitala á það. Grunn- kaup í B-lið (afgreiðslufólk) hækki um 30% og við það skuli bætast full framfærsluvísitala. Lokunar- tími verzlana og skrifstofa skuli vera kl. 12 á hádegi á laugardögum allt árið. Ennfremur er farið fram á nokkrar aðrar breytingar í sambandi við vinnutíma afgreiðslufólks í verzlunum. Þá er óskað eftir því, að orlof verði lengt í þrjár vikur. I samningsuppkastinu er isömuleiðis gert ráð fyrir allmiklum samræmingum 1.49

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.