Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1953, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.12.1953, Blaðsíða 2
Villijiílniur Píiinhi: Æskniiiiiiiiiiigfar Svona liðu æskuárin í Reykjavík. Ég sá mér ævin- lega fyrir einhverri vinnu á sumrin og fór aldrei í sveit. Ég var í búð hjá Bryde eilt sumarið, annað sum- ar sendisveinn hjá Zimsen. Þar gengu allir á klossum á danska vísu, kaupmaðurinn sjálfur og allir innan- búðarmennirnir og Þórarinn í pakkhúsinu. Jes Zimsen hafði verið „í læri“ í Kolding á Jótlandi, þegar hann var unglingur og lært að ganga á klossum þar. Þar mun hann og hafa komizt upp á að drekka Kolding- pilsner, því að hann var ævinlega til sölu í Zimsens- búð, eftir að Jes kom úr siglingunni, enda talið fvrir- taksöl. Þau sumur, sem ég var ekki „fastur“ í búð eða á Alþingi, bar ég úl „ísafold“ í Vesturbæinn fyrir 25 aura. Ólafur vinur minn Björnsson fékk það sama fyrir að bera blaðið til áskrifenda í Miðbænum, þó að það væri miklu léttara verk, en hann var líka sonur ritstiórans. Þá annaðist ég innheimlu fyrir bókaverzlun Sigfús- ar Eymundssonar. Þar var húsbóndi minn hinn elsku- legi maður Ólafur Runólfsson. Það voru aðallega smá- reikningar fyrir áskriftir að „Allers Familie Journal“ og „Hjemmet“, sem ég fór með, en stundum voru það líka háir reikningar til manna og stofnana fyrir bækur og ritföng. Ég þótti röskur innheimtumaður, eflir því sem Ólafur sagði. Og þá lét frændi minn. Jónas Jónas- sen landlæknir, mig og innheimta válryggingargjöld. Hann var umboðsmaður „Statsanstalten for Livsfor- sikring“, en hjá því félagi voru flestir embættismenn landsins líftryggðir og vitanlega margir aðrir. Voru það oft stórar fúlgur, sem ég kom með til frænda úr þessum rukkunarferðum um bæinn. og borgaði hann mér ævinlega vel. Það getur verið nógu lærdómsríkt að vera inn- heimtumaður. Ég komst fljótt að raun um, hverjir voru reglumenn í peningasökum og hverjir ekki, hvaða bæk- ur fólk keypti og las og hverjir voru fyrirhyggjumenn um líftryggingar. Allt þetta gaf mér töluverða reynslu í almennum viðskiplum manna á milli, sem hefur kom- ið mér að gagni síðar í lífinu. Kjötlistar. Það var mjög eftirsótt starf i Reykjavík um þessar mundir að fá að bera út kjötlista. Ég komst nokkrum sinnum í þetla, af náð þó, þar sem forstjóri Brydes- verzlunar, Ólafur Ámundason, var kvæntur Maríu hálfsystur minni. Þá var ekkert sláturhús í Reykjavik og engar kjöt- verzlanir. Thomsensverzlun, Brydesverzlun, Zimsens- verzlun o.l'l. keyj)tu nautin, kýrnar eða kálfana af bændum og létu slátra í j)ortinu bak við verzlunar- húsin. Var svo gerður listi, t.d. með þessum lexla: „Mið- vikudag í næstu viku ver-ður nauti slátrað í Brydes- 98 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.