Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1953, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.12.1953, Blaðsíða 6
Séra Jóhann Hannesson: Silkirækt og silkiverzlun í fornöld Silkiræktin er sennilega eldri en sjálft Kínaveldi, ef til vill upp fundin af einhverjum frumstæðum þjóð- flokki þar í landi, áður en fyrstu smáríkin tóku að myndast í Kína. Vitað er með vissu, að um 14 öldum fyrir fæðingu Krists gátu menn í hinu litla Shang- ríki ofið sijki. Hitt er aftur á móti eintómur upj)- sjruni, til þess að varpa ljóma yfir keisaradóminn, að drottningin Yuen-fú, kona Hwang-Tí keisara, hafi kennt mönnum silkirækt, því þau hjón bæði liafa sennilega aldrei verið til nema í heimi goðanna. Kn þar hafði drottningin aftur á rnóti veglegt sæti, þar sem hún var verndargyðja silkiræktarinnar. Fórnir voru færðar henni árlega í aprílmánuði Veitti ekki af gyðjunni, með því að til voru einnig fimm jnikar eða illir andar, sem lögðust á hina ungu silkiorma til þess að tortíma þeim. Hin tíu boðorð um silkirækt eru á þessa leið: „Meðan eggin eru á pappírnum, verður að halda þeim köldum. Þegar ormarnir eru komnir úr þeim þarf að halda þeim hlýjum. Meðan hamskijiti fara fram, verður að láta ormana svelta. Milli þess að ormarnir sofa, verða þeir að hafa nóga fæðu. Þeir me'ga ekki vera of þétt saman né heldur of langt á milli þeirra. Þegar þeir sofa, þurfa þeir myrkur og hlýju. Eftir hamskiptin þurfa þeir svalan og bjartan stað. Skamma stund eftir hamskij)tin verða þeir að fá litla fæðu. Aldrei mega þeir verða matarlausir eftir að þeir eru orðnir fullvaxnir. Eggin eiga að vera þétt saman, en ekki hvert ofan á öðru.“ Til dæmis um matarlyst ormanna skal þess getið, að um 50 grömm af litlum ormum þurfa um 1200 kg. ai mórviðarblöðum. Blöðin mega ekki vera vot. visin né rykug. Þess má geta, að til er eikartegund, sem hefur blöð, er silkiormar geta lifað á og þessháttar silki er fram- leitt í Manchúríu. Verður það svart af því að orm- arnir éta blaðastöngulinn og yfirleitt allt, sem í eik- arblaðinu er. En úr móviðarblöðunum framleiða orm- arnir annaðhvort hvítt silki eða gult. Silkiormurinn er fiSrildislirja og þa'fi eru fiðrildin, sem verpa eggjunum. Þau eru örsmá og þegar ormarn- ir skríða úr eggjunum, eru þeir álíka mjóir og hár. Nálægt höfði þeirra eru fjórir litlir fætur, en undir búknum sex og aðrir sex undir afturendanum. Þeir þurfa þá mat 5—6 sinnum á dag. Þeir skipta lit mörgum sinnum, eru fyrst svartir, en á öðrum til þriðja degi brúnir, en hvítgulir eflir fimm daga. Á fimmta degi skijita þeir ham í fvrsta sinn, en síðan nokkrum sinnum á fimm daga fresti. í fjórða sinn hvílast þeir í lengra lagi, svo sem tvo til þrjá daga. en taka þá aftur til óspilltra málanna og eru þá sí- étandi og éta luttugu sinnum vikt sína á sólarhring. Eullvaxnar lirfur eru um 5 cm. á lengd. Þegar þeir hætta að éta og vilja fara að sjiinna. þarf að láta þá fá strá eða greinar til að spinna við. Oft eru til þess gerð knijijii úr hálmstráum. Svo spinna þeir og spinna í fimm daga og mynda á þeim tíma fallegt, hvítt hylki, á stærð við hænuegg eða nokkru minna, liggja svo kyrrir í hylkinu aðra fimm daga, en bora síðan gat á það á 10. degi og koma út (fið- rildi), ef þeir hafa ekki áður verið drepnir og silkið undið af púpunni. Kúmum degi eftir að kvenfiðrildið kemur úr púpunni, verpir það eggjum sínum og deyr svo sjálft á fimmta degi. í Suður-Kína má láta silkieggin klekjast út allt að sjö sinnum á ári, en sums staðar er það aðeins hægt einu sinni eða tvisvar og fer þetta að miklu leyti eftir því, hvort nægilegt fóður — mórviðarblöð — er fyrir hendi. Silkiræktin verður, eins og gefur að skilja, að fara fram í húsum inni. Þó eru villiormarnir svo harð- gerðir (þeir, sem á eikinni lifa), að þeir lifa og verpa uti og spinna púpur sínar á trén. Menn aðstoða })ó við 102 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.