Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1953, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.12.1953, Blaðsíða 16
því ákafir framleiðendur og heildsalar bjóða yfir- leitt niður hver fyrir öðrum til að geta selt vöruhús- unum, sem þykja ágætir viðskiptavinir. Mörg vöruhúsanna selja alls konar vörur undir eig- in merki, þótt þau séu ekki framleiðendur þeirra. Stundum eru reknar heildsölur í sambandi við vöru- húsin og eftir að hafa fullnægt eigin þörfum, hafa þær selt hverjum, sem hafa vildi. Ekki hefur þessi starfsemi gengið sérstaklega vel og veldur einkum tregða venjulegra smásala að skipta mikið við þess- ar heildsölur. Segir þar hörð samkeppni greinilega til sín, Til undantekningar telst það, að vöruhúsið sé ekki raunverulegur eigandi allra deildanna, heldur séu það einhverjir utanaðkomandi aðilar, sem reka ákveðna deild fyrir eigin reikning, en auðvitað í nauðsynlegu sambandi og undir yfirstjórn aðal fyrirtækisins. Nokk- uð snemma gerði Macy of New York samning við heildsala nokkurn um, að hann ræki í vöruhúsinu silfur- og glervörudeildir. Þetta fyrirkomulag virtist gefast vel, en endaði nú reyndar þannig, nokkrum ár- um eftir dauða Rowland Macy, stofnanda fyrirtækis- ins, að eigendur silfur og glervörudeildanna náðu undir sig öllu vöruhúsinu. Yfirleitt er heildarsala vöruhúsanna ekki nema lítill hluti smásöluverzlunarinnar, frá t.d. 3—4% í Dan- mörku upp í 15—16% í Bandaríkjunum. En þess ber að gæta, að þessi samanburður er miðaður við smá- söluverzlunina í löndunum sem heild, en vöruhúsin eru aðeins staðsett í stórborgum og verður hlutur þeirra þar því mun stærri. I Bandaríkjunum hefur vöruhúsunum gengið frekar erfiðlega á síðustu árum að halda hlutfallstölu sinni af heildarsölu smásöluverzlana, þótt ,,absolut“ sala þeirra hafi síður en svo dregizt saman. Þessu veldur hörð samkeppni við keðjuverzlanir og hinar nýju stór- verzlanir (sem oft er lauslegt samband margra smærri), er hafa risið upp í úthverfum borga. Og minna má á erfiðleikana við að huga að hverjum ein- stökum viðskiptavini, sem er annmarki, sem ávallt hefur fylgt stórverzlunum. Fyrir hinn almenna kaupanda, hefur mikil sam- keppni vöruhúsanna við aðrar smásöluverzlanir verið mikilvæg, og einnig hafa þau oft fitjað upp á nýrri tegund af þjónustu, sem aðrir hafa svo revnt að líkja eftir. Til að gefa nokkra hugmynd um, hve sum þessara vöruhúsa geta orðið stór, þá segir í sænskum heimild- um, að þau stærstu þar í landi selji fyrir nokkra tugi milljóna sænskra króna árlega, en í nokkrum stórum löndum geti þetta skipt hundruðum milljóna sænskra króna. Einnig má geta þess, að í Harrod’s í Lundún- um vinna yfir 4 þús. manns. En hér er auðvitað verið að miða við þau lang stærstu, og fjölda vöruhúsa er að finna í meðalstórum borgum, og eru þau hús mun minni í sniðinu. Sum vöruhús hafa í sambandi við starfsemi sína, það sem kalla mætti póst-pantana eða póstkröfu viðskipti (mail-order-business). Eru þá sendar út vöruskrár með myndum og nákvæmum lýsingum á því, sem á boð- stólum er. Gera viðskiptavi'nirnir síðan pantanir sín- ar samkvæmt því. Einkum er þetta notað af fólki í dreifbýlinu. Þelta fyrirkomulag er vel þekkt, t. d. í Bandaríkjunum og Svíþjóð, og jafnvel hér á landi í gamla daga, þegar gjaldeyrisverzlunin þurfti ekki að fara í gegnum nefndir og ráð, keypti margur íslend- ingurinn ýmsa smáhluti frá París með þessu móti. i. ’ ‘ ' I Eftir allt þetta tal um stór og glæsileg vöruhús í nágrannalöndunum er ekki nema eðlilegt, að menn •fari að hugsa um, hvort ætla megi, að slíkt fyrirtæki muni rísa uj)p á Islandi í náinni framtíð. Eins og í svo mörgu öðru skapar fólksfæðin hér á landi okkur al- gjöra sérstöðu. Af eðlilegum orsökum er Reykjavík eini staðurinn, sem kemur til greina með að staðsetja slíkt fyrir- tæki. Talað hefur verið um, að vöruhúsin séu nær eingöngu í stórborgum. Nú er borg ekki talinn stór- borg, fyrr en hún hefur a.m.k. 100 þús. íbúa. Reykja- vík á nokkuð langt í land með að uj)j)fylla það skil- yrði, en hér bætist að vísu við, að höfuðborgin er eins konar verzlunarmiðstöð fyrir bæði Suður- og Suð-Vesturland. Eins og bent hefur verið á geta vöru- húsin verið af ýmsum stærðum og má telja all lík- legt, að hér gæti þrifist eitt af minni gerðinni, enda fer kaupmáttur íbúa einnar borgar ekki eingöngu eft- ir höfðalölunni. Hefur heyrzt, að fleiri en einn aðili hefðu áhuga fyrir málinu, hvað sem úr framkvæmdum verður í bráð. En ef koma á upp litlu vöruhúsi, er sú hætta fyrir hendi, að þar muni skorta ýmislegt af því, sem talað hefur verið um, sem aðdráttarafl að þessum tegundum verzlana, svo sem fjöldi deilda, íburðarmikið húsnæði og ýmis sérstök tegund af þjónuslu. Hvað sem því viðvíkur, þá gæti fvrirtæki, sem í milljónaborgunum slæði á takmörkum þess að vera kallað vöruhús, gert verzlunarhættina fjölbreyttari í landi okkar, og grundvöllur þess yrði æ traustari eftir því, sem fólkinu fjölgar og almenn hagsæld eykst, En við höfum fyllstu ástæðu til að ætla, að svo vel muni fara. 112 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.