Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1953, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.12.1953, Blaðsíða 14
1) að hafa mikil viðskipti (ekki hefur mér þó tek- izt að komast nákvæmlega að raun um, við hve mikia árlega veltu er miðað); 2) að vinna sameiginlega að bókhaldi, afhendingu vara og innkaupum, jafnhliða nokkuð sjálfstæðum deildum; 3) að selja margvíslegar vörutegundir, þar á meðal tilbúinn fatnað, vefnaðarvöru og alla nauðsynlegustu hluti til heimilisnota; 4) að vera staðsett í verzlunarhverfum borga: 5) að veita ýmis konar þjónustu; Auk þessa koma vöruhúsin oft í stað heildsala, þar eð þau gera yfirleitt mikil innkaup í einu hjá fram- leiðendum, og framleiða jafnvel sjálf nokkrar einfald- ar vörutegundir. Þá er að athuga helztu ástæður, sem leitt hafa til stofnunar hinna miklu vöruhúsa og þeirrar þróunar, sem valdið hefur því, að ýmsar verzlanir hafa stækk- að svo mikið, að þær eru taldar til þeirra. Við aðal verzlunargötur í stórborgum (en á öðrum stöðum finnast vöruhúsin yfirleitt ekki) eru lóðir geysi dýrar. Hefur því verið tilhneiging í þá átt að byggja há hús á slíkum stöðum, sums staðar mjög há. En reyr.slan hefur sýnt, að venjulegar verzlanir þrífast ekki nema á 1. hæðinni. Nokkrar sérverzlanir eru stundum á annarri hæð, en með misjöfnum árangri. Sé um vöruhús að ræða gegnir allt öðru máli. Fólk fer frá einni deild til annarrar og milli hæða og er þó ávallt í sama húsinu, sömu verzluninni. Víðast hvar eru lyftur og sjálfvirkir rafmagnsstigar. Á göngu sinni í leit að ákveðinni deild fer viðskipta- vinurinn oftast í gegnum fjölmargar aðrar deildir og leiðir þetta eigi ósjaldan til kaupa á ýmsum vörum auk þeirra, sem viðskiptavinurinn var sérstaklega að leita að í það skiptið. Niðurröðun deildanna í þessum stóru húsum er vandlega hugsuð, og reynt er að hafa þær deildir saman, sem ætla má að styðji söluna hjá hver annarri. Ein helzta ástæðan fyrir myndun vöruhúsanna er möguleikinn á kerfisbundinni notkun á bylgjuhreyf- ingum í sölu, eftir árstíðum. Gefur þetta jafnari tekj- ur, sem er ákaflega mikilvægt í allri verzlun, og einn- ig er hægt að nýta betur húsnæði og starfsfólk. Oft eru látnar liggja saman deildir, sem hafa mismunandi sölu eftir árstíðum, og má þá minnka þær nokkuð og stækka eftir því, sem á stendur. All stórt húsnæði er oft haft, t.d. í kjallaranum, þar sem stöðugt eru út- sölur eða gefinn afsláttur á sölu, og er það nýtt fyrir hinar ýmsu vörutegundir, eftir því sem henta þvkir. Vefnaðarvörurnar mynda grundvöllinn í nær öllum vöruhúsum, en auk þess leggja þau áherzlu á að selja sem flest af því, sem þarf til heimilisnota. Mjög mis- jafnt er þó, hve langt þetta gengur. Má sem dæmi nefna, að ekkert af vöruhúsum Kaupmannahafnar sel- ur matvæli. Hin stærstu, sem telja milljónir íbúa, selja allt milli himins og jarðar, t.d. bíla, antik-muni, lifandi dýr og blóm, auk allra nayðsynjavara, ætra og óætra. Og þjónustan getur verið á ótrúlegustu sviðum, svo sem umsjón með greftrunum, bílaleiga og farmiða- sala, svo eitthvað sé nefnt. Því sagði sagan um Warenhaus W'ertheim í Berlín, að menn gætu farið þangað inn nýfæddir og alls- naktir, en farið út nokkru síðar fullorðnir, alklæddir, kvongaðir og í fastri stöðu, já og jafnvel margra barna feður. Eins og bent hefur verið á, er einn aðal kostur vöru- húsanna, frá sjónarmiði kaupandans, að í sama húsinu má fullnægja ólíkustu þörfum. En sú staðreynd, að hverju mannsbarni í borginni, og jafnvel landshlutan- um, er kunnugt um þessi stóru fyrirtæki, á sinn mikla þátt í sölunni. Þegar vissum hundraðshluta af árlegri veltu er varið til auglýsinga, þá er um að ræða gífur- lega fjárhæð á mælikvarða smærri fyrirtækja. Að vísu er stundum talað um, að auglýsingar geti verið svo miklar, að þær fari að hafa öfug áhrif, en þetta mun ekki eiga við um vöruhúsin, því það eru alltaf nýjar og nýjar vörur, sem þau auglýsa. 1 hverri auglýsingu minna þau þó jafnframt á tilveru sína, og þannig helzt stöðugt í huga viðskiptavinanna skýr mynd af hinu mikla vöruúrvali. Það er fleira en vöruúrvalið og hin almenna vitneskja um það, sem dregur fólk hvaðanæva að til vöruhús- anna. Byggingarnar sjálfar eru stórar, stundum mjög stórar og glæsilegar, einkum þegar inn er komið. And- dyrin ná stundum gegnum margar hæðir og eru skreytt á ýmsa vegu. Og stóru afgreiðslusalirnir (því oft eru engin skilrúm milli deilda) hafa mikið aðdrátt- arafl. Þar er ys og þys og fólk gengur um og skoðar. Jafnvel þótt hugmynd sumra sé aðallega sú að sýna sig og sjá aðra, þá eykur mannfjöldinn á fjölbreytn- ina, og því skyldi þá fólk ekki gera innkaupin, þar sem skemmtilegt er að vera, ef auk þess má komast að hag- kvæmum kjörum. Þreytandi er að vera á sífelldu rölti og húsmóðirin vill gjarnan skoða margt, þegar hún á annað borð er búin að týgja sig til innkaupa í miðborginni; þá taka við veitingasalir vöruhúsanna, setustofur og jafnvel lestrarherbergi. Veitingasalirnir eru eðlilega fyrst og fremst kaffisölur. Sum vöruhús hafa sérstök barnaher- bergi með gæzlukonum og fjölda leikfanga, og geta mæður skilið þar eftir bötn sín, gegn vægu gjaldi, meðan þær gera innkaup. 110 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.