Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1953, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.12.1953, Blaðsíða 32
Lr 'hinn upprennandi sonur forstjórans var ó leiðinni út úr fyrirtæki föður síns, tók iiann eftir því, að vörubílstjóri fyrirtækisins var að bisa árangurslaust við stóran trékassa á brún vörupalls bifreiðarinnar. „Ég skal lyfta undir með yður“, sagði sonur for- stjórans, er skyndilega- fékk löngun til að sýna getu sína og dugnað. Þeir þrifu í sinn hvorn enda kassans, ýttu og strit- uðu, en árangurslaust. „Ég er hræddur um, að þetta sé vonlaust verk“, stundi ungi sonur forstjórans. „Við komum kassanum aldrei upp á bílpallinn.“ „Upp á!“, æpti bílstjóiinn. „Ég er að reyna að taka hann niður af bílpallinum“. Hún var stúlka, sem þurfli ekki aS íklœSast, skarti og demöntum til aS ganga í augu karlmanna. IJún liefSi laSaS þá aS sér alveg eitis, þótt hún væri í alls engu. • „Það er greinilegt, að gamli þrjóturinn hann Páll ætlar ekki að borga tannviðgerðarreikninginn sinn“, sagði Helgi tannlæknir við konu sína. „Nú fer ég sjálf- ur til lians og krefst greiðslu“. Nokkru síðar kom tannlæknirinn þykkjuþungur til baka. „Ég sé á þér, að hann hefur ekki borgað,“ sagði kona hans. „Ekki nóg með það, að hann neitaði að borga,“ svar- aði Helgi tannlæknir, „heldur beit hann mig með mín- um eigin tönnum“. • Foreldrar Sigga litla, er var sex ára gamall, ætluðu út að skemmta sér. „Viltu leika þér með rafmagnsjárnbrautina, eða á ég aðeins að biðja fallegu barnfóstruna þína að láta vel að þér?“, spurði móðir Sigga. Siggi snéri sér snögglega að föður sínum og sagði: „Pabbi, hvort mundir þú velja?“ „FrgáSs Verz!isn“ Útgefandi: Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. FormaSur: Guðjón Einarsson. Rilstj.: Gunnar Magnússon og Njáll Símon- arson. Ritnejnd: Birgir Kjaran, form., Geir Hallgríms- son, Gunnar Magnússon, Njáll Símonarson og Þorbjörn Guðmundsson. Skrifstofa: Vonarstræti 4, 3. hæð, Revkjavík. Sími 5293. BORGARPRENT "128 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.