Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1953, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.12.1953, Blaðsíða 25
áttu heima vestan Hvítár, landveg niður í Borgarnes og niður á klappirnar að austanverðu., og voru svo sóttir af skipinu. Áttu skipverjar að hafa nákvæmar gætur á því, að sveitamenn væru strax sóttir, því væri það ekki, mátti alltaf búast við, að þeir, sem höfðu svonefnd lausakaup, en það var einhleypt fólk með dálítinn ullarlagð meðferðis, færi til keppinautsins. Fyrsta árið, sem ég var á spekulantstúr, leið mér veru- lega illa, og var það hæð minni að kenna. Búðin var í afturlestinni, en af því skipið var lítil jagt, var afar lágt til loftsins, en ég var orðinn æði langur þá, og gat ég því ekki staðið uppréttur nema miBi bita, en nú hittist svo óheppilega á, að búðarborðið var rétt fyrir framan bita. Varð ég því að lúta þarna hálfbog- inn allan daginn, frá kl. 6 á morgnana til kl. 9—10 á kvöldin, með aðeins örstuttu hléi meðan maturinn var gleyptur. Verzlunarstjóranum gerði þetta ekkert til, því hann var allra manna minnstur; það var Helgi Jónsson, kenndur við Borgarnes. Næstu sumrin þurfti ég ekki að berjast við þetta, því ,,Johanne“ var miklu stærra skip; þau árin var Ólafur Ámundason verzlun- arstjóri. Það var mjög þreytandi starf að afgreiða fólkið; þá daga sem aðalösin var, máttum við fara á fætur kl. 6 og halda áfram lil kl. 9 eða jafnvel lengur, eftir því sem á stóð. Þótt við vildum reyna til að lúra lítið eitt lengur á morgnana, var það óhugsandi, því að oft voru viðskiptamennirnir komnir um borð kl. 4—5 á morgnana og byrjuðu þá að draga til hlekki um þil- farið, þegar þeim þótti nóg sofið, svo að við urðum nauðugir viljugir að fara á fætur, jafnvel fyrir kl. 6, úr því ekki var um svefn að hugsa, hvort sem var. Við búðarmennirnir fengumst aðeins við afgreiðslu niður í húðinni, en eftir gamalli venju tók skipstjóri við ullinni og vóg hana, en stýrimaður afhenti kornvöru. Það var sagt þá, að sumir bændur hyltust til að koma alltaf með ullina í rigningu, og þurftu að fá skjóta afgreiðslu, (þetta var almennt sagt t.a.m. um Þingvallasveitar- menn í þá daga, enda var þeim oftast innan handar að „sjá út“ rigningardag), en kaupmaðurinn sá við þessu bragði og tók drjúgum undirvigt á ullinni. Það var oft fróðlegt að sjá gamla Nielsen vigta ullina og heyra hann ávíta bændur, þegar honum þótti ullin of blaut eða sendin. „Kubmanden sviger ikke Dig“, sagði Nielsen jafnan, og hélt það vera góða íslenzku, „men Du vil svige Kubmanden“. Eftir því sem ég leit til stundum, virtist mér það fyrra, vegna hans milligöngu, vera miklu sannara, því hann sveik þá áreiðanlega a vigtinni. Það var decimalvigt, sem þeir ekki þekktu, og það svo, að ég hafði orð á því við Helga, svo það lagaðist eitthvað. Nielsen gamli hafði komið í mörg ár þangað upp eftir og þekkli því drjúgum marga menn, og einkum konur, og færði þeim smágjafir, en þær honum aftur flösku af rjóma og fleira smávegis. Bauð hann þeim þá upp á kaffi og snafs aftur í lyft- ingu þegar á daginn leið. Skipstjóri Andersen á „Jo- hanne“ er einhver ógeðslegasti maður, sem ég hef þekkt. Fyrra sumarið, 1881, var matsveinninn ungur og ljómandi laglegur drengur frá Svendborg. Ilann var nokkuð fjörugur og gat ekkert gert skipstjóra til hæfis, enda ofsótti hann drenginn hreint og beint; aldrei kom víst sá dagur, að hann ekki berði hann og lemdi, en hann lét það ekki nægja. Einu sinni sýndi matsveinninn mér fótlegg sinn, og var hann allur skað- brenndur; skipstjórinn hafði tekið sjóðandi heitan vatnsketil af eldavélinni og steypt ofan yfir hann. I annað sinn kom hann með stórt barefli og ætlaði að lemja drenginn, en hann varð þá svo hræddur, að hann steypti sér út og synti til lands. Ég var mjög hræddur um hann, því að straumurinn var svo harður þar í sundinu, en stráksi var syndur sem selur, og komst á svipstundu í land. Svona fór hann með mat- sveininn, og litlu hetri var hann við stýrimanninn, því að hann hjó hann einu sini með öxi svo í höfuðið, að hann lá í roti nokkra Iiríð, og var lengi svimagjarnt á eftir. Ég sá Andersen skipstjóra nokkrum sinnum síðar meir á götu í Höfn, en yrti aldrei á hann, ég hafði enga samúð með honum, og lesandinn væntanlega heldur ekki, og er hann úr sögunni. Fyrrnefndur matsveinn og ég vorum mestu mátar og lærði ég mikið í dönsku af viðtali við hann. Einn dag kom hann með öndina í hálsinum niður í búðina og sagði: „Vores Konge staar inde paa Klipperne“. „Hvað for noget Sludder“, sagði ég. „Jovist“, svaraði hann, „det er Kong Christ- ian den Niende, jeg kender ham“. Ég fór upp. Það var Guðmundur Pálsson, sýslumaður Borgfirðinga, hann var í uniformi, og hafði skegg rakað eins og konungur og í rauninni ekki ósvipaður honum. Hann var nú sóttur í skyndi, og höfðu skipsmenn orð á því, hve prúður hann væri í allri framgöngu. Niður á skipin komu gamlir bændur og ungir, yngismenn og heimasætur, krakkar, altjent frá efnahemilum, það hefur verið sannkallaður hátíðisdagur fyrir þá. Þar komu betlikindur og flakkarar; í stuttu máli allir, sem vettlingi gátu valdið. Prestar gengu þá enn alltaf á mannafundum í frökkum, og verð ég að játa það, að ég kann miklu betur við það, en að sjá þá, eins og nú tíðkazt, marga og jafnvel flesta á jökkum; en frakk- inn var þá eins konar uniform fyrir lærða menn og siglda menn. Það þótti ósvinna að borgari, þó góður væri, ef hann var ósigldur, gengi á frakka. Þar sá ég FRJÁLS VERZLUN 121

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.