Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1953, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.12.1953, Blaðsíða 28
Þetta var meira föstuveðrið, tæplega kominn klaki í jörð, þúfnakollarnir og steinarnir, sem Guðmundur stiklaði, syntu í svaðinu. Svo birti smátt og smátt yfir þessari blautu jörð og suðurfjöllin blánuðu og þungbúnir landssvnningsbakk- arnir roðnuðu að neðan. Faktorinn svaf, þegar Guðmundur kom lil Keflavík- víkur. „Er það nú fótaferð — ekki veit ég af hverju svona fólk lifir“, sagði Guðmundur við sjálfan sig. Svo tillti hann sér á tröppurnar við Duusbúð og horfði í gráðið. — Það er þó alltént þessi nautshúð — og svo á ég sjö króna milliskrift hjá honum nafna mínum á Lönd- um, og Guðríður veit ekkert hvernig reikningarnii standa. Guðmundur á Skjaldarstöðum fékk sér nýja tuggu af skro og gekk niður í fjöru, á meðan faktorinn var að vakna. Hann sat lengi niður í fjöru og horfði á bárugljáfr- ið við steinana. Svona menn, eins og Guðmundur frá Skjaldarstöð- um eiga ekki að hugsa — enda gerði hann það ekki — þetta kom svona hinsegin, flaug gegnum hugann, myndir af æsku og bernsku og svo kom Gudda og krakkarnir, og svo var hann bara hér að bíða eftir að faktorinn vaknaði. — Þetta var allt saman óbrotið og smágert eins og vera ber hjá bóndanum af Skjaldar- stöðum. — Skjaldarstaðir gátu verið mikil jörð, hvað sem skippundum og kálfsskinni leið. Loksins var kveikt Ijós í búðinni, það var merki þess, að einhver væri kominn á stjá. — Guðmundur bóndi stóð upp og hrisli sig, því dimmir morgnar eru stundum hrollkaldir, svo gekk hann beint að búðar- disknum og lagði kálfsskinnið á gólfið eins og einskis verðan hlut. Það var assistentinn, sem var kominn á ról, svo Guðmundur fékk sér nýja skrotuggu, bauð góðan dag og lét orð falla um, að hér væri dagurinn tekinn snemma. Hann væri nú að koma af heiðinni og hefði búizt við að finna hér alla í fasta svefni. Guðmundur oj>naði búðardyrnar og spýtti út. — Eiginlega lang- aði mig til að tala við faktorinn, því ég þarf að vita, hvernig reikningarnir standa — konan var að tala um skonnrok og eitthvað af sirsi á krakkana. — Ég er hérna með nautshúð — hún er nú revndar af ungu, en ekki verri fyrir það. — „— Verð ég að tala við faktorinn eða Duus sjálf- an? Ekki ætla ég að það sé neitt verra, því þegar svona færð er yfir heiðina, þá er það ekki svo lítið, sem maður getur borið“. — Assistentinn var að vísu háttsettur — og það var Guð- mundur á Skjaldarstöðum líka, þegar svo bar undir. — Þarna var þá bölvuð brennivínstunnan, alltaf á sama stað. — Það væri ekki ónýtt að geta fengið eins og pott uppá trosið í vor. ■— Grá morgunskíman lagðist yfir landið og hungraðir máfar leituðu sér ætis. Seint um síðir var Guðmundi bónda á Skjaldarstöð- um vísað inná innri kontórinn til þess að tala við Duus sjálfan. — Árum síðar var ung stúlka í Keflavík, hún kom þangað með öðru fólki, sem var ættað af Suðurnesj- um. — Langafi hennar var Guðmundur Jónsson, sem bjó á Þúfnakoti, einhversstaðar á Miðnesinu. Kotið var löngu komið í eiði og enginn vissi hvar það hafði verið. Svo hagaði til, að hinn glóhærði niðji Guðmundar á Skjaldarstöðum var staddur í Duus-búð — en þar var enginn assistent eða faktor lengur — aðeins tóm- ar hillur og skældar skúffur — brennivínstunnan far- in veg allra vega. — Á planinu fyrir utan var verið að salta síld fyrir Rússa og vélknúnir bátar gáruðu sléttan sjó. — Yfir suðurfjöllunum voru skýin dökk. — Svo þetta er Duusbúð. — Hvað verzluðu þeir eigin- lega með? Hvar voru kjólarnir og hvar var það, sem maður þarf, undirföt og nylonsokkar og svoleiðis? Hinn glóhærði niðji Guðmundar á Skjaldarstöðum Ieit í kringum sig og dæsti við. — Skelfing held ég að það hafi verið lítið spennandi að koma í svona búð. — „Ef það hefur verið nokkur sans í henni lang- ömmu minni þá hefur hún gefið lítið fyrir svona búð!“ — Stundum getur hugur manns fengið of mikið til að skilja og stundum getur hann skilið of lítið. Á milli hennar, sem nú stóð við diskinn í Duusbúð og Guðríðar í Þúfnakoti voru þrjár kynslóðir — en frá púlti faktorsins til dagsins í dag er miklu lengri tími. „-----Ægilega finnst mér sniðugt að sjá svona gamla búð. — Jesús minn! Sjáið þið bara gólfið! Það er alveg að brotna sundur. — Ég sver það, að maður getur alveg dottið í gegnum það!“ ------Gólfið í gömlu Duusbúðinni var slitið eftir fætur þeirra, sem komu og fóru. Þeirra saga er önn- ur saga, sem er löngu liðin og gleymd. — Guðmundur bóndi á Skjaldarstöðum, snéri sér á hina hliðina, en stúlkan unga gat ekki lokað dyrun- um á Duusbúð, því lamirnar voru ryðgaðar. — • Fyrst ver'Sum vifi aS Icomast út úr þokunni, og stð- an alla leiS upp á turnspíruna, sem. Ijómar í sólar- upprásinni. IBSEN. 124 FRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.