Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1953, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.12.1953, Blaðsíða 8
öld e. Kr. var prinsi einum í Khotan gefin kínversk prinsessa í hjónaband. Þetta land er sunnan til í Aust- ur-Túrkestan, nú Sinkiang, og er ekki langt frá Kash- mír. Þegar prinsessan fór að heiman, faldi hún silki- ormsegg í höfuðdjásni sínu og hafði með sér hina löngu og hættulegu leið. En ef upp hefði komizt, þá varðaði slíkt tiltæki lífláti. En henni tókst þetta og kenndi mönnum að rækta silki. Staðrevnd er það a. m.k. að ekki löngu síðar er silkiræktin komin til Ind- lands. — Þá er því trúað af kunnum fræðimönnum nú, að einhverntíma á sjöttu öld e. Kr. hafi tveim kristni- boðum, sem störfuðu í Mið-Asíu, tekist að smygla silkiormseggjum í holum göngustöfum einmitt frá Khotan alla leið til Konstantínópel, sem þá var höf- uðborg Austur-rómverska ríkisins, en þetta riki stóð að nafninu til þúsund árum lengur en sjálft heims- veldið. Séu nú þessar skýringar réttar, þá er það kínverska prinsessan, sem á heiðurinn að hafa komið silkirækt- inni hálfa leið til Evrópu og hér um bil alveg að landamærum Indlands, auk þess, sem hún gerði fyrir sína eigin þjóð í Mið-Asíu. En munkarnir, sem voru kristniboðar á þessum slóðum, fluttu þá silkið þaðan til Evrópu. Allt fram á vora daga hefur silkið verið með verð- mætustu og mest eftirsóttu verzlunarvörunum. Kín- verjar vefa enn silkidúka á mjög svo frumstæðan hátt, þykka og grófa, eins og vaðmál hér á landi áður fyrr. En þeir hafa lika mikið af nýtízku verksmiðjum og þrátt fyrir harða samkeppni gerfisilkis og nylons, heldur silkið áfram að vera fín og verðmæt vara. — Umboðsmaður kínverskrar silkiverksmiðju tjáði mér árið 1952, að hann hefði ekki svo mikið á boðstólurn eins og stæði. Ráðstjórnarríkin hefðu nýlega pantað níutíu þúsund stranga af silki frá þessari verksmiðju. Þó að þetta silki kosti um 100 kr. íslenzkar hver metri, tollfrjálst, þá selst samt afar mikið af því. Kaupmað- urinn hafði samt ekki ástæðu til að kvarta, því búðin hans var full af dýrmætu silki í öllum hillum, með öllum veggjum frá gólfi upp að lofti. Samt var hann ekki að öllu leyti ánægður, af hverju veit ég ekki. Ef til vill vildi hann heldur senda silkið sjóleiðis en landleiðis, eins og sumir kaupmenn í fornöld. Ekki veit ég hvort silki er nokkurs staðar ræklað á Norðurlöndum, en það er ræktað í smáum stíl á Bretlandseyjum og talsvert ræktað í ýmsum suðrænum Iöndum Evrópu. Síðan kristniboðarnir flutlu silkiegg- in til Evrópu, liefur silkirækt smátt og smátt breiðst út, einnig í vorri heimsálfu. Des. 1953. — Jóhann Uannesson. ÆskianiiiflRifiig'ar Fmmh. aj bls. 101. stundum komu erlend herski]), sem hann annaðist. 1 fyrstu keypti Thomsen póstkortin hjá þeim Ólafi og Carli og seldi þau síðan ferðamönnum. En hann mun hafa komizt á snoðir um, að hér var hægt að græða peninga, þótt í smáum stíl væri. Hann gerði misheppn- aða tilraun til að kaupa kortaútgáfuna, bauð eitthvað nauðalítið fyrir réttindin og fór svo sjálfur að gefa út póstkort og hætti að verzla með kort Ólafs og Carls. Thomsen var kaupmaður, líklega fremur hugmynda- snauður sjálfur, en vildi gína yfir sem mestu, einnig því, sem aðrir höfðu með höndum, ef það gekk vel. Þegar Ó. Johnson & Kaaber var stofnað, keyptu þeir hluta bróður míns í póstkortaútgáfunni, sem minnkaði smátt og smátt, þegar þeir félagar tóku fyr- ir alvöru að snúa sér að stærri viðfangsefnum í verzl- unarmálum, unz útgáfan hætti að lokum með fillu. Svo sem séð verður, hafði Ólafur Johnson lagt gjörva hönd á æðimargt, áður en hann stofnaði hina víðtæku heildverzlun, sem í stríðsbyrjun var orðin hin allra mesta í landinu, einkum vegna óvenjulegs dugn- aðar og ósérhlífni stofnandans. Þetta eitt var ekki lítið þrekvirki, eins og ástatt var á íslandi þá. Til þess þurfti kjark og eldheita trú á sjálfan sig og framtíð íslenzkrar verzlunar. Ólafur var eignalaus, þegar hann byrjaði. Ég veit, að hann þurfti mikið fyrir því að hafa að útvega ábyrgðarmenn á litla víxilinn, sem var grundvöllur hinnar blómlegu heildverzlunar, er síðar varð. Jafnvel bankastjórarnir höfðu svo lilla trú á framtíð innlendrar heildverzl- unar, að þeir kröfðust þess, að Ólafur liefði ekki að- eins einn góðan, heldur marga ágæta ábyrgðarmenn. En þeir voru ekki auðfundnir í Reykjavík í þann tíð. ,,Jú, jú — kann liraðritun, en það tekur bara len^ri tíma“. 104 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.