Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1953, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.12.1953, Blaðsíða 31
árið skyldi að þessu sinni teljast frá 1. nóv. 1953 til 31. des. 1954, dróg stjórnin til baka, en það var tekið upp af öðrum og samþykkt með 128 atkv. gegn 12. Að þessu loknu bar Böðvar Pétursson fram breyt- ingartillögu við 1. gr. laganna svohljóðandi: „Orðin „starfrækt fyrir launþega í verzlunarstéll sem heild“ falli burt og í staðinn komi .,og er stéltav félag launþega í verzlunarstétt.“ Kom ekki til atkvæða eða umræðu um þessa tillögu, þar sem hún hafði ekki verið lögð fram með tilskyld- um fyrirvara. Síðan voru lögin í heild samþykkL samhljóða. 10. Næsti liður á dagskránni var önnur mál. Björgúlfur Sigurðsson dró til baka áðurnefnda til- lögu, þar sem henni var ætlað að koma til atkvæða á undan lagabreytingum. Svohljóðandi tillaga kom fram í'rá Björgúlfi Sig- urðssyni, Guðm. Öskarssyni, Böðvari Péturssyni, Guðm. Jónssyni og Haraldi Jóhannssyni: „Vegna umræðna, sem fram hafa komið að undan- förnu og standa yfir um opnunar- og lokunartíma sölubúða, skorar aðalfundur V.R., haldinn 24. nóv. 1953 í Sjálfstæðishúsinu, á stjórn félagsins að beita sér ötullega fyrir því, að sölubúðum sé lokað eigi síðar en kl. 12 á hádegi á laugardögum allt árið. Ennfrem- ur álítur fundurinn að stefna beri að 40 stunda vinnu- viku afgreiðslufólks.“ Gunnar Ásgeirsson bar frain svohljóðandi dagskrár- tillögu: „Með því að tillaga Björgúlfs Sigurðssonar o.fl. heyrir undir væntanlega samninganefnd félagsins í launamálum, vísast hún frá og er tekið fyrir næsta mál á dagskrá.“ Frávísunartillagan var samþvkkt með 64 atkv. gegn 49. Svohljóðandi tillaga kom frá Hirti Hjartarsyni, Sig- urði Z. Guðmundss., Baldvin Einarssyni, Ólafi Jóns- syni, Agli Vilhjálmssyni, Gísla Sigurbjörnssyni, Þor- valdi Jónssyni og Gísla Gíslasyni: „ASalfundur V.R., haldinn 24. nóv. 1953. felur stjórninni að afturkalla umsókn sína úr Alþýðusam- bandi íslands nú þegar.“ Tillaga þessi var samþykkt með 96 atkv. gegn 46. Ekki lá fleira fyrir fundinum og var honum slitið kl. að verða þrjú eftir miðnætti. Verkaskipting stjórnar V.R. Verkaskipting hinnar nýkjörnu stjórnar V.R. var ákveðin á stjórnarfundi höldnum 17. des., og er hún sem hér segir: Form. Guðjón Einarsson, varaform. A fmælisdagbók í‘ Theodór Siemsen kaup- maður varð sextugur 7. nóvember s.l. Hann er fæddur í Hafnarfirði 1893, sonur Franz Siemsens sýslu- manns. Strax eftir ferm- ingu hóf Theodór verzlun- arstiirf hjá Duus-verzlun hér í Reykjavík og vann þar í 31/2 ár. Árið 1912 sigldi hann til frekari lær- ! dóms í starfinu og fór til ! Þýzkalands. Þar í landi dvaldi hann um 17 ára skeið og fékkst við marejiáttuð kaupsýslustörf, m.a. verzlunarstjóri, skrifstofustjóri og sölumaður fyrir þekkla postulínsverksmiðju, og sá Theodór um söluna lil allra Norðurlandanna. Heims- styrjaldarárin fvrri starfaði hann öllum frístundum í þágu Rauða krossins í Þýzkalandi. Hingað heim til íslands kom Theodór aftur 1928. Tók hann þá við verzlunarstjórn í Verzluninni Liver- pool, er þá var til húsa í kjallaranum á Vesturgötu 3, og flutti með, þegar verzlunin komst í eign Mjólkur- félags Reykjavikur og flulti í hin veglegu húsakvnni við Hafnarstræti. Var hann þar í tíu ár. Árið 1939 setti hann svo á stofn eigin matvöruverzlun í Eimski]ia- félagshúsinu, á liorni Pósthússtrætis og Tryggvagötu. Var verzlunin þar til húsa, unz hún fluttist í núver- andi húsakynni í húsi Sameinaða, við Tryggvagötu 23, fyrir tveimur árum. Starfrækir Theodór nú um- fangsmikla verzlun við útlend skip, er hingað koma, og sér um alla fyrirgreiðslu þeim til handa. Theodór átti um skeið sæti í stjórn verzlunarmanna- félagsins Merkúrs cg hefur auk þess tekið virkan þáll í mörgum félagasamtökum hér í bæ. Hann er maður vinsæll í starfi og vinmargur. FRJÁLS VERZLUN árnar honum allra heilla í til- efni sextugsafmælisins. Njáll Símonarson, ritari Gunnlaugur J. Briem, gjald- keri, Pétur Sæmundsen, spjaldskrárritari, Einar Elías- son og meðstjórnendur Daníel Gíslason og Ingvar N. Pálsson. í varastjórn eru: Einar lngimundarson. Októ Þorgrímsson og Ólafur Stefánsson. ERJÁLS- VERZLUN 127

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.