Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1953, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.12.1953, Blaðsíða 22
ÆVINTÝRAPRINS - Á FÖLSKU VEGABRÉFI S.B. rabbar viö ANDRÉS OLSEN Faðernið norskt. Móðirin íslenzk. Fæddur í Seyðis- firði. Ólst upp á hrakhólum, og á Fljótsdalshéraði austur. Var ungur hreinskiptinn í orðum og skoðun- um svo talið var til ódyggða. Fór til sjós. Sigldi með ýmsum þjóðum og fór víða um heim, allt til Ástralíu. Er manna kunnugastur fangelsum margra stærri hafn- arborga í fjórum heimsálfum, og hefur þó aldrei gert flugu mein um sína daga. Helzt hefur hann það til saka unnið að vera á vitlausum tíma á röngum stað. Hann vandist því nefnilega aldrei að taka brottfarar- tíma skips síns hátíðlega. Gleymdi sér stundum við gaman í landi, eða langaði alls ekkert til að fara. En löggæzlumenn allra þjóða hafa áhuga fyrir útlending- um, sem ekki vilja fara, og stingur þeim oft í svart- holið meðan mál þeirra eru til athugunar. 1 þessu hefur Andrés Ólsen mikla reynslu, en alltaf rættist þó betur úr hans vanda en útlit var fyrir. Andrés er nú kominn heim úr víking og hvggur ekki á fleiri svaðilfarir að sinni. Hann er til húsa á Hernum og vinnur við höfnina, þegar vinnu er að fá, — en þar á hann marga hollvini á meðal starfs- bræðra og verkstjóra. Vinsælda nýtur hann ef til vill fremur vegna lífsreynslu sinnar og frásagnargáfu en atorku í starfi, og er þó ólatur til snúninga. Sómakær er Andrés í bezta lagi og mætti þar vera öðrum til fyrirmyndar. Einu sinni ofbauð honum svo aumingjaskapur sinn og allsleysi, að hann laug upp á sig norsku þjóðerni „til að gera íslandi ekki skömm“, eins og hann orðar það. Var hann þá sladdur vestur í miðjum Bandaríkjum og hafði strokið þar af norsku skipi, vegabréfslaus, peningalaus og illa til reika. Danskur liáseti bauð honum til drykkju og stóð vin- átta þeirra meðan fé entist. Lagði þá Andrés land undir fót að leita sér atvinnu. Fyrstu nóttina lagðist hann til svefns á grasblelti framan við stórt hús, — en þegar hann hafði skamma stund sofið vaknaði hann við að eldflugur bitu hann í andlitið. Skreið hann þá upp í sendiferðabíl og svaf af til morguns. Á þriðja degi kom hann að gömlum sveitabæ og bað um vatn að drekka. Gömul kona kom til dyra og sagði: —- Þú ert þreyttur, þú ættir að hvíla þig hérna. Svo þvoði hún skyrtuna mína og ég svaf þar af um nóttina. Morguninn eftir gaf hún mér þrjá dollara fyrir fargjaldi til næstu járnbrautarstöðvar. Þar hitti ég mann, sem sagði við mig: „Komdu með mér upp í sveit!“ Og ég fór með honum upp í sveit og fékk vinnu á búgarði einum. Um kaup var ekki samið, en 118 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.