Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1953, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.12.1953, Blaðsíða 29
Félagsmál Aðalfundur V.R. Aðalfundur V.R. var lialdinn í Sjálfstæðishúsinu 24. nóv. s.l. Formaður félagsins, Guðjón Einarsson, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Áður en gengið var til dagskrár minntist formaður þeirra fé- laga, er látizt höfðu á síðasta starfsári og risu fiindar- menn úr sætum til virðingar hinum látnu. Var síðan gengið til dagskrár: 1. Fundarsljóri var kjörinn Þorsteinn Bernharðs- son, og tilnefndi hann sem fundarritara þá Sigurlaug Þorkelsson og Þorvald Jónsson. 2. Fundargerðir síðasla aðalfundar og framhaldsað- alfundar höfðu legið frammi í skrifstofu félagsins, og þar sem engar athugasemdir komu fram við þær, voru þær undirritaðar. 3. Lesin voru upp nöfn þeirra, er teknir höfðu ver- ið inn í félagið á árinu, eg voru þessir nýju féiagar samþykktir samhljóða. 4. Því næst flutti formaður V.R. skýrslu félagsstjórn- arinnar. Rakti hann í stórum dráttum starfsemi fé- iagsins á árinu. Þá greindi formaður og frá starfsemi hinna ýmsu nefnda, er starfandi eru innan félagsins. Verður minnst lítillega á nokkur atriði úr skýrslu formanns. Hann skýrði frá því, að félagsheimili V.R. hefði verið starfrækt fram í maí, en þar sem það hefði ekki borið tilætlaðan árangur, þá hefði stjórn félagsins ákveðið að leggja það niður. Átaldi hann félagsmenn fyrir að hafa ekki sýnt sóma sinn í því að starfrækja félagsheimilið sem skyldi, þar sem það hefði verið vel rekið á allan hátt. Þá greindi formaður einnig frá störfum nefndar þeirrar, er hefur með höndum það hlutverk, að hafa forystu í því að reisa Skúla Magnússyni landfógeta minnisvarða. Eins og þegar hefur verið skýrt frá, þá var Guðmundur Einarsson frá Miðdal fenginn til þess að gera minnismerki þetta, og er það standmynd af Skúla. Styttan er nú fullgerð, og verður hún reist, ef alll gengur að óskum, á aldarafmæli verzlunarfrelsisins þann 15. apríl n.k. Fjársöfnun vegna framkvæmda þessara hefur gengið ver en búizt var við. Þó hafa nú þegar safnast hjá ýmsum fyrirta>kjum og einstakl- ingum í verzlunar- og iðnaðarstétt um kr. 70 þús., en betur má ef duga skal, annað eins vantar. Fyrsti gef- andinn var Félag ísl. iðnrekenda, er gaf 10 þúsund krónur. Er í ráði að hefja allsherjarsöfnun nú á næst- unni hjá félögum og ýmsum fyrirtækjum, og lét for- maður í ljósi þá ósk, að allir leggi eitthvað af mörkum til þess að fullkomna þetta verk, svo haígt sé með sóma að afhenda það Reykjavíkurbæ. Þá gat formaður þess, að stjórn félagsins hefði sam- kvæmt samþykkt aðalfundar 12. nóv. 1952 sótt fyrir félagsins hönd um inngöngu í Alþýðusamband ís- lands. Á fundi miðstjórnar A.S.I 21. okt. var V.R. veitt viðtaka í sambandið, en það var þó sett að skil- yrði, að nánar væri kveðið á um það í lögum V.ll. hver réttarstaða atvinnurekenda innan félagsins væri. Hefði stjórnin því lagt fram nokkrar tillögur til breyt- inga á lögum félagsins í samræmi við vilja fyrrgreinds aðalfundar og óskir miðstjórnar A.S.I. Einnig minntist formaður á j)að, að stjórn V.R. hefði beitt sér fyrir stofun Verzlunarmannafélags á Suðurncsjum, og að hún hefði í athugun möguleika á að stofna samband verzlunar- og skrifstofufólks í landinu. 5. Gjaldkeri húsbyggingarsjóðs, Sigurður Árnason. las upp reikninga sjóðsins, og er eign hans nú kr. 263.- 216,08. Aukning á árinu nam kr. 9.390,96. 6. Hjörtur Hansson las upp reikninga námssjóðs Thor Jensen. Er eign sjóðsins nú kr. 111.869,62. 7. Pétur Sæmundsen gjaldkeri V.R. las upp reikn- inga félagsins. Ilrein eign félagsins er samkv. þeim kr. 401.203,45. Voru allir þessir reikningar samþykktir samhljóða. 8. Næsti liður á dagskránni var kosning stjórnar og nefnda. Áður en gengið var til kosninga lagði Kjart- an Helgason fram tillögu um að stjórnarkosningu yrði frestað, þar til lagabreytingar hefðu verið afgreiddar. Var tillaga þessi felld með 171 atkv. gegn 67. Þá lá fyrir að kjósa formann til eins árs. Guðjón Einarsson FRJÁLS. VER2LUN '125

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.