Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1955, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.06.1955, Blaðsíða 10
Ljósm.: N. S. lslenzku jerðalangamir stanza í jjallaskarði til að virða jyrir sér hið spænska landslag. Zesar tíílstjori sézt lengst til hœgri. gróðursæl liéruð meðfram Miðjarð'arhafsströnd- inni. Langferðabíllinn oldcar var eklci af lakara taginu, enda hafði hann fyrst verið tekinn í notk- un fyrir liðlega mánuði síðan. Átti þessi skraut- búni vagn eftir að vekja verðskuldaða athygli og aðdáun hvarvetna þar sem farið var, sama hvort var í litlu og fornfálegu þorpunum með þröngu götunum, þar sem illmögulegt reyndist oft á tíðum að aka. um fyrir jafn s'tóran bíl — eða þá í stórborgunum, þegar ekið var eftir hin- um fagurskreyttu breiðstrætum. Bílstjórinn okk- ar hét Zesar — ágætis náungi, sem reyndist vera réttur maður á réttum stað, Honurn var sér- staklega annt um þennan fallega farkost, enda þótt hann væri ekki hans eign. Það skipti ekki máli í þessu sambandi, heldur hitt að forðast í lengstu lög að rispa hann eða. skemma, því það gat kostað hann vinnuna samstundis. Við veittum því athygli, hve lítið var af bif- reiðum á þjóðvegunum með spænskum skrá- setningarmerkjum. Ba.r tiltölulega mest á bílum frá öðrum löndum, og þá sérstaklega frá Þýzka- landi og Bretlandi. Er ferðamannastraumurinn til Spánar í stöðugum vexti, og orsakast það ekki sízt af því hvað tiltölulega ódýrt er að ferðast um landið samanborið við önnur lönd í Evrópu. Annað var það líka, sem athygli okkar beindist að, og það var hve öll jarðrækt var stunduð á frumstæðan hátt. Á öllu okkar ferða- lagi um Spán sáum við aðeins eina vélknúna dráttarvél. Á öðrum stöðum var notazt við plóg- inn og múlasnann eða þá handafhð. Virðast Spánverjar eiga nokkuð langt í land enn sem komið er hvað snertir ræktun landsins með full- komnum tækjum, enda væri vaíalítið liægt að margfalda afraksturinn með því að notfæra sér ýmsar nýjungar í vinnuaðferðum, sem nú eru viðhafðar t. d. víða í Vestur-Evrópu. Spánverjar eru tvímælalaust nægjusöm þjóð, en hræddur er ég um, að okkur Norðurlandabúum myndi íinn- ast nóg um í mörgum tilíellum. Miklar and- stæður má þar finna sem annars staðar, og verð- ur manni þá ósjálfrátt hugsað til liins óhóflega tilkostnaðar við skreytingu hinna óteljandi kirkna hvar sem komið er í landinu. Getur mað- ur í því sambandi ekki stillt sig um að gera sam- anburð á hinum lítilfjörlegu híbýlum fjölmargra manna víðsvegar um landið, sem grafin eru í holt og hæðir. Víða má 'þó sjá þess merki að vel hafi verið mmið hin síðari ár hvað snertir uppbygg- ingu iðnaðar landsins svo og ýmsar aðrar fram- kvæmdir svo sem bættar samgöngur o. fl. Þó að Spánn sé nú frægur í augum margra sem land nautabanans, þá er hann þó ekki síður nafntogaður í augum Islendinga sem land appel- sína og annarra ljúffengra ávaxta. Ekki þarf að fjölyrða um það, hve almenningur hefur fagnað því hér heima að eiga þess kost að geta aftur keypt þessa vinsælu, suðrænu ávexti, sem því miður voru forboðnir í allt of langan tíma. Við landarnir höfðum því ekki fitla ánægju af því að eiga þess kost að aka meðfram mestu appel- sínuekrum Spánar í Valencia héraðinu, þar sem framleitt er um 70% af allri uppskeru landsins, og sjá með eigin augum þessar dásemdir í fullum skrúða. Víðfeðmi appelsínuekranna er þarna mikið og jarðvegur frjór, enda mikið um áveitur frá nærliggjandi fljótum. Allir tóku því fegins hendi, þegar ákveðið var að stoppa við einn appelsínubúgarðinn og fá þar leyfi til að líta á framleiðsluna og um leið tækifæri til áð teygja okkur upp í trén eftir nokkrum ávöxtum til að hafa með okkur í bílinn. Var gaman að sjá, hvernig menn nutu þess að lesa. appelsínurnar af trjánum þarna úti í guðsgx-ænni náttúrunni, og gátu sumir ekki staðizt freistinguna um að bragða á þessaiá nýju uppskei’u frá fyi’stu hendi og aJgjörlega milliliðalaust. Ánægjan skein út úr andlitum ]>eii*ra, sem renndu þessum fersku og safamiklu ávöxtum niður þarna í skini síðdegis- 98 FUJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.