Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1955, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.06.1955, Blaðsíða 13
Madrid er borg mikilla andstæðna Aætlunin okkar segir, að næsti ákvörðunar- staður sé sjálf höfuðborgin Madrid. Þangað eru um 450 km frá Granada, eftir því sem komizt verður næst, eða svipuð' vægalengd og á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Nokkrir af ferðafé- lögunum höfðu stungið upp á því að breyta svo- lítið út af hinni fyrirframákveðnu ferðaáætlun og heimsækja Sevilla, áður en 'haldið yrði til Madrid, en það hefði þýtt það að við 'hefðum orðið degi skemur í höfuðborginni. Voru flestall- ir komnir á þá skoðun, að gaman væri að geta bætt Sevilla í áætlunina, en þá kom það upp úr dúrnum, að ógjörningur myndi reynast að fá húsaskjól yfir okkur í borginni. Mikil hátíða- höld fóru fram í Sevilla um þessar mundir, og var borgin yfirfull af ferðamönnum. Franco var þar einnig staddur um þetta leyti, svo við misst- um þar tækifæri til að sjá einvaldinn í eigin persónu. Urðum við að láta okkur nægja dag- legar myndir af honum í blöðhnum, sem fluttu nákvæmar fréttir af því, sem hann aðhafðist þá stundina. Við héldum okkur því við gerða áætlun og lögðum af stað frá Granada til Madrid snemma morguns. Þjóðvegurinn til höfuðborgarinnar er beinn og breiður rnest alla leiðina og gengur því ferðin vel. Hann Zesar, bílstjórinn okkar, er í ágætis skapi, enda kannske ástæða til, þar sem ekkert óhapp hefur hent okkur á leiðinni, og hann er því nokkurn veginn öruggur um að halda vinnunni áfram. Honum er það mikið metnað- armál að fá að stjórna áfram þessum glæsilega farkosti, sem alls staðar vekur athygli, enda er ekki laust við, að aðrir „kollegar“ hans öfundi hann af þessu starfi í nýja einkennisbúningnum. Þarna blasir þá Madrid við okkur í kvöld- skímunni, og hinn trausti leiðsögumaður okkar, Inga greifafrú, heldur smá fyrirlestur um borg- ina og það, sem helzt muni koma útlendingum á óvart, sem heimsækja hana í fyrsta skipti. Madrid er borg andstæðna. Enda þótt hún sé nú iðandi nútíma stórborg, hefur Madrid tekizt að varðveita mörg af einkennum lítils og kyrr- láts sveitarþorps, svo sem þröngar, steinlagðar götur, forna brunna, gömul hús og listaverk, sem segja sögu löngu liðinna tíma. Borgin er í örum vexti og ber mikið á nýjum stórhýsum í smíðum víðsvegar um hana. Madrid er fyrir margra liluta sakir skemmtileg borg, iðandi af fjöri eftir venju- legan háttatíma okkar Norðurlandabúa. Skýr- inguna á þessu næturrölti Spánverjanna má ef til vill finna í því, að þeir taka sér daglega hvíld milli kl. 1 og 4 um eftirmiðdaginn, og er þá verzlunum, skrifstofum og ílestum iðnaðarfyrir- tækjum lokað. Þetta er þeirra hvfldartími eða „siesta“, sem orðin er erfðavenja í spænsku þjóðlífi. Þeir bæta þetta síðdegisfrí þó upp með því að vinna lengur á kvöldin en almennt gerist hjá okkur eða fram til kl. 7 og 8. Við dvöldum fimm daga í Madrid, skoðuðum söfn og ýmsar rnerkar byggingar og léttum á pyngjunni með því að heimsækja verzlanir, en þar er margt hægt að kaupa fyrir tiltölulega lágt verð. M. a.. komum við í Museo del Prado, sem er talið eitt af fremstu listasöínum í heimi. Þar gefur að líta um 3000 málverk eftir marga af hinum gömlu meisturum, svo sem Leonardo de Vinci, E1 Greco, Goya, Velázques og Rubens. Væri hægt að eyða rnörgum dögum í þessu merkilega listasafni, en því miður urðum við að fara fljótt yfir, því ekki var viðlit að skoða nema það' merkasta, sem talið var að vera myndi inn- an veggja. Þann 1. maí vorum við stödd í Madrid, en lítið varð maður var við kröfugöngur á þessum slóðum í tilefni dagsins. Einu rauðu flöggin, sem ég gat séð í borginni voru við vegatálmun, þar sem grafið hafði verið út í eitt af strætunum vegna viðgerðar á skolpræsi, Annars voru há- tíðahöld í Madrid 2. maí, daginn áður en við héldum heim, en þau voru haldin í tilefni af 1‘relsisbaráttu Spánverja við Frakka. Ljósm.: N. S. Myndastytta aj Don Quixote prýðir eitt af hinum föyru torgum í miðhluta Madrid-borgar. FRJÁLS VER7LUN 101

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.