Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1955, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.06.1955, Blaðsíða 12
fremur norræn í útliti. Við spígsporuðum í kringum listakonuna til að forvitnast um, hvern- ig henni gengi með listaverkið. Kona af dönsk- um ættum, sem var með okkur í hópnum, spyr hana um þjóðerni og kveðst hún þá vera frá Danmörku. Þær fara nú að spjalla saman á dönsku, og spyr þá listakonan, hvort við séum öH Danir. Þegar henni er sagt, að hér sé á ferð- inni hópur íslendinga, ljómar á henni andlitið, og hún gellur við: „Eg er líka Islendingur“. Svo segir hún til nafns síns, sem er Ingeborg Wenner- wald Magnússon, og kveðst hún vera ættuð úr Vestmannaeyjum. Afi hennar var Magnús Frið'- riksson, verzlunarmaður við Brydesverzlun í Vestmannaeyjum. Hann va.r kvæntur danskri konu og átti með henni tvo syni, Magnús og Kristján. Þeir voru báðir á unga áldri, þegar faðir þeirra dó, og fluttist þá móðirin með þá til Danmerkur. Fátæktin var þá svo mikil, að þeir urðu að fara á munaðarleysingjahæli. Báðir bræðumir komust þó vel áfram í Danmörku, þegar fram liðu stundir, því Kristján varð for- stjóri fyrir Nordisk Brandforsikring og Magnús skrifstofustjóri hjá Burmeister & Wain. — Og hérna sat þá Ingeborg, dót'tir Magnúsar, sólbrún og sælleg með stóra. stráhattinn sinn og var önn- um kafin við að mála dáseindir Granada. Hún ætlaði að helga málaralistinni krafta. sina nokkra Ljósm.: N. S. Sígaunamir höfðu gaman af því að sýna Islendingunum dansa sína í Oranada. mánuði á þessum slóðum, því hér fannst henni unaðslegt að vera. Kvaðst hún síðan myndi halda heim til Danmerkur, þar sem hún er bú- sett. Að lokum bað Ingeborg fyrir beztu kveðjur til vina og vandamanna á íslandi. Við smelltum nokkrum Ijósmyndum af henni, kvöddum hana síðan og óskuðum henni velfarnaðar á lista- mannsbrautinni. Heimsókn í Sígaunahverfi Við dvöldum tvo daga í Granada, en hefðum kosið að vera lengur, því þar er loftslag gott á þessum tíma árs, og svo er fegurð staðarins slík, að rnaður verður seint þreyttur af að dázt að henni. I Granada. og nágrenni er mikið um Sí- gauna, og er sérstakt hverfi í borginni, þar sem þeir búa, og nefnist það Albaicin. Við' landarnir heimsóttum þetta. hverfi, en það er æði frábrugð- ið þeim íbúðahverfum, sem við eigum að venjast og höfum séð áður. Híbýli eru þarna flest grafin í holt og hæðir, og því í rauninni nokkurskonar hellar. Okkur gafst tækifæri til að heimsækja eitt Sígaunaheimili, og varð ég ekki lítið undr- andi er inn kom. I stað sóðaskapar og hrörlegra húsakynna eins og ég hafði búist við að sjá þar, þá blasti við manni ihvítkölkuð og mjög þrifaleg íbúð — tvær stofur og lítið eldhús. Þarna er að' vísu þröngt á þingi, því fjölskyldumar eru oft á tíðum stórar. Og víst var þarna mikil þröng, þegar rösldega 30 Islendingar höfðu komið sér fyrir í dagstofunni til áð horfa á Sígaunadansa, sem sýna átti okkur í þessum húsakynnum. — Allt í einu birtust dansmeyjar með hrafntinnu- svart hár, klæddar skrautlegum búningi. Gítar- músíkin hljómaði nú hátt í þessum litlu salar- kynnum og sígaunastúlkurnar stigu dansinn af miklu fjöri og með snöggum lireyfingum eftir ör- uggu hljómfalli og undir var sungið háum og skerandi rómi, og var skipt um tónhæð í sífellu. Söngurinn lét all-undarlega í eyrum til að' byrja með, en brátt kom að því, að Islendingamir voru farnir að raula með og klappa sanmn lófunum. Þetta var ánægjulegasta skemmtun, og voru menn á einu máli um, að þeir hefðu ógjarnan viljað missa af þessari danssýningu Sígaunanna.. Adios Granada — við kveðjum þig með sökn- uð'i og tökum undir með þeim, er sagði: „Sá, sem ekki hefur séð Granada, hefur ekkert séð“ — að minnsta kosti ekki á Spáni mætti bæta við. 100 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.