Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1955, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.06.1955, Blaðsíða 20
Félagsmál: Nýir kjarasamningar Miðvikudaginn 1. júní s.l. var haldinn fundur í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur í fundarsal félagsins að Voharstræti 4. Til umræðu var nýundirritaður kjarasamn- ingur félagsins við Verzlunarráð Islands, Sam- band smásöluverzlana og Kaupfélag Reykja.vík- ur og nágrennis. Ingvar N. Pálsson formaður samninganefndar V. R. hafði framsögu um málið og fer hér á eftir útdráttur úr ræðu hans: „Samningum um launakjör verzlunarfólks var sagt upp hinn 1. marz s.l. og á fundi, sem hald- inn var í félaginu hinn 24. febrúar, voru lagðar fram og sam'þykktar tillögur um breytingar á núgildandi samningi. Segja má að tillögur þessar hafí verið tvíþættar. Annars vegar var gerð hin sama krafa og verkaiýðsfélögin hér í bæ gerðu uin þetta leyti og skemmst er að minnast, og hins vegar sérkröfur, er snertu Verzlunarmanna- félagið eingöngu. Þeir liðir, sem snertu hina almennu kröfu, sem gerð var, voru bessir: í fyrsta lagi, að allt kaup bættist upp með vísitölu framfærslukostnaðar, sem sé full vísitala: í öðru la.gi 30% grunnkaups- hækkun og loks að sumarleyfi verði 18 virkir dagar, sem svari 6% af árskaupi. Sérkröfurnar hins vegar voru þessar: Farið var fram á, að grunnlaun í R-Iið í öllum flokkum og sömuieiðis í A-Iið 4. fl. c vrðu hækkuð upp í ákveðinn grundvöll og síð’an skyldi hin almenna kaupkrafa reiknuð á hann. I>á var farið fram á nokkrar tiifærslur og breytingar á yfirskriftum vfir launaflokkunum í A- og R-liðum. Farið fram á lífeyrissjóð á grundvelli þeirra tillagna, 'sem fyrir liggja, ennfremur var gerð krafa um að eftir 10 ára starf hjá sama fyrirtæki skuli starfs- maður hafa 21 virkan dag í sumarfrí og eftir 15 ára starf 24 virka daga frí. Þá var og gerð krafa urn, að ef vinna væri ynnt af hendi utan samningssvæðis félagsins skvldi vinnuveitandi sjá vinnuþega fyrir fríu fæði og húsnæði og frí- um ferðum, og ennfremur fyrir hvern unninn mánuð utan fyrrnefnds samningssvæðis skuli vinnuþegi fá frí í einn dag á fullum launum. Loks voru gerðar kröfur um, að kaupmenn skuldbindi sig til að hafa aðeins í þjónustu sinni fólk félagsbundið í Y. R. og að þeir innheimti árgjöld félagsins og að launagreiðslur í veikinda- forföllum yrðu eftir eitt ár þrír mánuðir í stað sex vikna, eins og er í samningnum. Það kom þegar í Ijós í viðræðunum við full- trúa kaupmanna, að þeir voru ófáanlegir til þess að ræða launakröfumar, hvorki 30% kröfuna né sérkröfumar, sem gerðar voru á launaflokkun- um. Töldu þeir sig ófáanlega til þess að ræða þær nema í einu lagi og þá ekki fyrr en þeirri vinnudeilu, sem þá stóð yfir, væri lokið. Hins vegar var rætt allítarlega um aðrar sérkröfur félasrsins og eftir nokkur fundahöld má segja, að ekki hafi þótt ástæða til að halda þeim viðræð- nm áfram. en þá s+óðu málin þannig: Kaupmenn kváðust vib’a mæla með að stofnaður yrði líf- evrissjóður. féllust á að innheimta árgiöld fé- lagsins. en höfnuðu tillögunni um að skvlda alla í félagið. Þá samþykktu þeir 3 daga viðbótar- í-umarfrí eftir 10 ár og aðra þrjá daga eftir 20 ár í stað 15. Þá töldu þeir sig geta fallizt á þriggia mánaða. greiðslu í veikindaforföllum eftir 10 ára starf, en sex vikna til þesis t.íma að und- a.nskyldu fvrsta. ári. Loks féllust þeir á að greiða fæði og húsnæði svo os fría ferð. þegar unnið væri utan samningssvæðis, en höfnuðu tillögunni um einn frídag á mánuði í þeim tilfellum. Milli funda störfuðu undirnefndir í lokunar- 108 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.