Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1955, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.06.1955, Blaðsíða 18
Tíu ár liðin slðan fyrsfa íslenzka millilandaflugið með farþega var farið Spjallað við fyrsta farþegann, Jón Jðhannesson, stórlaupmann Fyrstu farþegarnir, sem flugu í íslenzkri flug- vél milli Islands og annarra landa, voru þrír ís- lenzkir kaupsýslumenn, þeir Jón Jóhannesson, Hans Þórðarson og Jón Einarsson, svo og Ro- bert Jack, sem síð'ar varð prestur í Grímsey. Við komum nýlega að máli við Jón Jóhannes- son, stórkaupmann í Reykjavík, en hann var fyrstur þeirra fjórmenninganna til að kaupa far- miða hjá Flugfélagi íslands með fyrstu íslenzku millilandaflugferðinni frá Reykjavík til Skot- lands í júlímánuði 1945. Jón skipar því heiðurs- sess meðaf hinna mörgu þúsunda, sem síðan hafa ferðast með íslenzkum flugvélum milli Islands og annarra landa. Báðum við Jón um að skýra lesendum blaðsins eitthvað frá þessari merlci- legu flugferð fyrir 10 árum, sem markaði tíma- mót í þróunarsögu íslenzkra flugsamgangna. Hvað vildum. bér segja okkur um hessa jyrstu ferð? Sannast að segja finnst mér næstum ótrúlegt, að liðin skuli vera 10 ár síðan við flugum með Katalína-flugbáti Flugfélags íslands til Skot- lands. Það þýðir samt ekki að deila við' þann, sem tímatalinu stjórnar, og verður maður að sætta sig \dð það, hversu ört tíminn líður. Ann- ars er ánægjulegt að líta til baka og rifja upp endurminningarnar frá þessari sögidegu flugferð'. Oc, þér teljist fyrsti farþeginn í íslenzku milli- landajlugi? Já, svo mun víst vera.. Þegar ég frétti af þvf, að Flugfélag fslands ráðgerði að senda flugvél til Skotlands, hafði ég strax samband við skrif- stofu félagsins og pantaði sæti með fyrstu ferð. I hvaða erindum fáruð þér utan? Eg fór í viðskiptaerindum. Strax og stríðinu lauk í Evrópu fóru menn hér heima að hugsa til hreyfings og leita nýrra viðskiptasambanda er- lendis. Hafði ég lengi haft í huga að fara til út- landa þessarra erinda, en ýmissa orsaka vegna ekki orðið af því. En svo bauðst tækifærið að komast út á jafn niörgum tímum og það tók daga að ferðast áður, og fannst mér sjálfsagt að notfæra mér þessa sérstæðu ferð. Hvemig gekk svo sjálf flugferðin til Slcot- lands? Hún gekk í alla staði vel. Við lögðum upp frá Skerjafirði snemma morguns þann 11. júlí og komum til Largs í Skotlandi laust eftir hádegi, og höfðum við þá verið um 6 tíma á leiðinni. Það fór ágætlega um mann í flugbátnum og var ekki laust við', að nokkurs spennings gætti hjá mér, þar sem þetta var fyrsta flugferðin mín. Þrír farþegar voru með í ferðinni auk mín, þeir Hans Þórðarson og Jón Einarsson, kaupsýslu- menn í Reykjavík, og svo Robert Jack, sem seinna varð prestur í Grímsey, en mun nú vera þjónandi hjá íslenzkum söfnuðum vestur í ICanada. Hvað gáituð þið svo gert til dægrastyttingar á leiðinni? Okkur þótti einna verst að geta. ekki kveikt 106 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.