Frjáls verslun - 01.06.1955, Blaðsíða 11
sólarínnar, um leið og haldið var aftur i humátt
að bílnum olckar, sem beið þess að fiytja okkur
síðasta áfangann til Valencia.
Lagzt til sunds í Miðjaröarhafi
Við kornum til borgarinnar undir kvöld og
héldum síðan áfram ferðinni suður á bóginu laust
fyrir hádegi næsta dag, eftir að liafa farið í
skyndiferð' um borgina og skoðað það markverð-
asta. Því sunnar sem dregur, þeim mun fegurra
verður landslagið, og nú ökum við mjög naerri
Miðjarðarhafsströndinni og höfum dásamlega
fallegt útsýni yfir hið fagurbláa haf. Gróðurinn
verður fjölskrúðugri, við ökum meðfram pálina-
lundum og feikiháum kaktusum og nú finnst
manni að maður sé raunverulega kominn til Suð-
urlanda. Freistingin að baða sig í Miðjarðarhaf-
inu er mikil, og þar sem þetta er sólbjartur og
hlýr apríldagur, var sjálfsagt að nota tækifærið,
eftir að við höfðum snætt hádegisverð á
skemmtilega staðsettum greiðasölustað undir
Ifach-klettinum, en hann gengur út í Miðjarð-
arhafið á smá nesi, og minnir nokkuð á Gibralt-
ar, enda oft kallaður Gibraltar Spánar. Nokkrir
lögðust til sunds í notalega hlýju Miðjarðarhaf-
inu, en aðrir létu sér nægja að vaða eða þá fá
sér sólbað á meðan. Leiðsögumaðurinn olckar,
frú Mörner, hafði ákveðið að veita verðlaun
þeim, sem fyrstur yrði að stinga sér í sjóinn og
ennfremur skussaverðlaun handa. þeim, er síðast-
ur legði til sunds. Voru verðlaunin afhent síðar,
en þau voru skrautlegir leirmunir frá Valencia.
Við höfðum næturgistingu í borginni Alicante,
en ókum þaðan næsta dag um Murcia allt til
hinnar fornfrægu borgar Granada. Gamalt
spænskt máltæki segir: „Sá, sem ekki heíur séð
Granada, hefur ekkert séð“. Og sannast að segja
er milcið til í þessum orðum. Borgin er sann-
lcölluð Mekka ferðamannsins, enda streymir fólk
þangað hvaðanæfa að úr heiminum, og fiest
gistihús eru yíirfull ailan ársins hring. Granada
er fornfræg og fögur borg, svo orðin ein fá varla
lýst. Hún var síðasta virki hinna serknesku
Múhameðstrúarmanna á Spáni, sem voru hrakt-
ir þaðan af Kastilingum og Aragóníubúum árið
1492. Eru ýmsar merlcilegar minjar að finna í
borginni frá dögum Serkjanna, svo sem hina
víðfrægu Alhambrahöll, en byggingarstiil henn-
ar og slcreyting að utan og innan er slík, að orðin
ein verða ailsendis ófullnægjandi. Hallargarð-
arnir í Aihambra og Generalife, sem var sumar-
Ljósm.: N. S.
„Viccadorinrí' særir nautið vicð oddmjóu spjóti í nautaats-
hringnum í Barcelona.
höil Serkjakonunga, eru með þeim fegurstu og
litskrúðugustu, sem ég hef augum litið. Um-
hverfið er þarna ailt sem í draumalandi og ekki
spillir útsýnið til Sierra Nevada fjallanna. fyrir,
þar sem þau rísa tignarleg í fjarska með snævi
þalcta tinda. Hið óviðjafnanlega fagra útsýn frá
Alhambra yfir borgina, þar sem hún teygir sig
niður á hina sígrænu og gróðursælu sléttu, sem
umlykur hana, er ómótstæðilegt yrkisefni fyrir
'hvern þann, sem kallast getur skáld eða lista-
maður. I Granada, og þá sérstaklega í Alhambra
og GeneraJife, hafa orðið tii sumar fegurstu tón-
smíðar Spánverja. Ilér hafa búið tónskáldin
Albeniz og Manuel de Falla og samið mikið af
lögum. Tónverk eins og „Noches en los Jardines
de Espana“ (Nætur í Spánargörðum), „En el
Generaiife“, „Don Quixote“ o. fl. hefur de Falla
samið í Granada. Borgin hefur verið og er Mekka
listamannsins ekki síður en ferðamannsins.
Listakona af íslenzkum
ættum í Granada
Þegar við Islendingamir vorum að ganga út úr
Alhambragarðinum, tókum við eftir því hvar
kona sat á stól og var að mála. Hún hafði stóran
stráhatt á höfði til að skýla andlitinu fyrir hin-
um sterku sólargeislum. Var hún útitekin og gaf
hörundsliturinn þess glögglega. merlci, að þessi
listamaður hefði verið nokkuð lengi undir hinni
suðrænu sói. Einhver hafði orð á því, að ekki
myndi hún vera Spánverji, því hún virtist mikiu
FUJÁLS VERZLUN
99