Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1955, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.06.1955, Blaðsíða 23
bili. Aðfangadag jóla og gamlársdag skal loka eigi síðar en kl. 12. Eftirvinna greiðist með 50% álagi. Vinnulaun pr. klukku- stund finnast með því að deila mánaðarlegum vinnustunda- fjölda í mánaðarlaun viðkomandi aðila. Sömuleiðis greiðist nætur- og helgidagavinna með 100% álagi, og ska! liiin reiknast frá því þrem tímum eflir löglega lokun og fram lil kl. 0 að morgni, sbr. þó síðustu málsgrein. I’eir, sem byrja vinnu fyrr en kl. 9 að morgni, skulu þeim mun fyrr fá greitt eftir- og næturvinnukaup. Stnrfsfólki skal skylt að vinna að venjulegri stnndsetningu eftir lokun og ljúka afgreiðslu pantana. 9. grein. Slarfsfólk skal mætn stundvíslega lil vinnu sinnar, hvort heldur þá vinna hefst að morgni eða eftir matar- og kaffihlé. Starfsfólk það, er fellur undir B-lið, skal hafa 1% klst. sam- tals sem matar- og kaffihlé, en starfsfólk, sem fellur undir A-lið, skal hafa 1 klst. mularhlé. 10. grein. Launagreiðslum lil starfsmanna í veikindaforföllum ])eirra skal haga þannig: A fyrsta ári einn dag fyrir unninn mánuð, eftir það sex vikna laun og eftir 10 ár þriggja mánaða Iaun. Skal starfsmaður leggja fram læknisvoltorð. Við vinnuráðningu skulu starfsmenn leggja fram læknisvott- orð um heilsufar sitt, en síðan fari árlega fram læknisskoðun á þeim, og skulu þá atvinnurekendur greiða kostnað við hana. 11. grein. Starfsuppsögn af beggja hálfu skal vera þrír mánuðir að reynslutíma loknum, en Imnn skal vera 1—3 mánuðir eftir samkomulagi. Uppsögnin skal vera skrifleg og bundin við mán- aðamót. I3essi uppsagnarákvæði gilda þó ekki, ef starfsmaður sýnir vítaverða vanrækslu í slarfi sínu, eða atvinnurekandi gerist brotlegur gagnvart starfsmanni. 12. grein. Verzlunarfólk, sem er í V. R. og samningur þessi nær yfir, hefur forgangsrétt að starfi hjá atvinnurekendum ]>eim, sem eru aðilar að samningi þessum. Atvinnurekendur taki að sér að innheimta árgjöld félaga V. R. gegn stimplaðri kvittun undirrilaðri af gjaldkera félagsins eða starfsmanni ])ess, enda mótmæli viðkomnndi ekki að greiða. 13. grein. Rísi ágreiningur milli samningsaðila. skal leggja allan slíkan ágreining, eða meint brot á samningum fyrir sáttanefnd, sem þannig er skipuð, nð hvor aðili tilnefnir einn aðalmann og cinn til vara. Skidu þeir rannsaka ágreiningsatriðin og ráða þeim til lykta. ef unnt er. Hafi mennirnir ekki lokið starfi sínu innan ])riggja daga frá þvi að þeir hafa verið kvaddir til starfs, ber nefndarmönnum að snúa sér til borgardómarans í Revkja- vík. sem þá útnefnir þriðja manninn í nefndina, sem reyni ásamt hinum að jafna deihmtriðin. Skal nefndin hafa Iokið störfum sinum innan þriggja daga frá þvi er þriðji mnður var skipnður. 14. grein. Samkomulag er um, að stofnaðir verði Iifeyrissjóðir verzlun- armanna, sem starfi samkvæmt fnimvarpi að reglugerð, er samin hefur verið af lifeyrissjóðsnefndum V. R. og kaupsýslu- manna og fylgir hér með ásamt tilgreindum breytingum. Samningsaðilar skipi tvo menn liver til þess að ganga endan- lega frá reglugerð sjóðsins á framangreindum grundvelli. 15. grein. Samningur þessi gildir Irá 1. apríl 1955 til 1. júní 195G og framlengist sjálfkrafa um sex mánuði í senn, verði honum ekki sagt upp með eins mánaðar fyrirvara. I3ó skal starfsmaður, er nýtur betri kjara en ákveðin eru í samningi þessum, halda þeim réttindum óskertum meðan liann gegnir sama starfi. Nú verður breyting á lögfestu gengi ísl. krónunnar og skal þá heimilt að segja samningnum upp með eins mánaðar fyrir- 'nin‘ Revkjavík, 27. maí 1955. F. h. Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis: Jón Grimsson, H. Sigtryggsson. F. h. Sambands smásöluverzlana: Lárus Pétursson, Axel Sigurgeirsson, Þorvaldur Guðmundsson. F. h. Verzlunarráðs Islands: Guðmundur Arnason, ísleifur Jónsson, Hjörtur Jónsson. F. h. Samninganefndar Verzlunai-mannafélags Reykjavíkur: Ingimr N. Pálsson. F. h. Stjórnar Verzlunarmannafélags Reykjavíkur: Guðjón Einarsson. -----«^•»,■■1---------- MALT & SALT Engir tveir menn eru eins, og báðir eru á- nægðir að svo er. ★ Stefán Bjömsson, hreppstjóri í Borgamesi, sat inni í skrifstofu Kaupfélags Borgfirð'inga og tal- aði við skrifstofumennina. Þegar þeir höfðu spjallað saman um stund, segir einn af skrifstofumönnunum: „Þú ert nú búinn að tala hér lengi, Stefán, án þess að segja eitt orð af viti“. „Eg veit, hvar ég er staddur“, svaraði Stefán. ÍSLENZK FYNDNI. ★ Sá góði siður að lcyssa börnin „góða nótt“, er óðUm að kverfa, Foreldramir nú á tímum geta ekJci Jmldið sér valcandi eftir þeim. LION-MAGAZINE. ★ Sá, sem gortar af því, að liann sé sólarmegin í lífinu, ætti að hafa það hugfast, að jdrðin snýst um sjálfa sig á hverjum sólarhríng. VARIETY. FIiJÁLS VERZLUN m

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.