Frjáls verslun - 01.06.1955, Blaðsíða 7
Ljósm.: Pétur Thomsen.
llluti af sýningu TékkóslóvaUlu í neðra 7lorti Miðbœjar-
bamaslcólans, en J>ar eru sýndar margsJconar vélar, áhöld o.fl.
ur á gæði og útlit varanna, en margar vöruteg-
undir frá Tékkóslóvakíu þekkjum við af fyrri
viðkynningu.
Heildarsvipur sýninganna er góður og allt rúm
vel nýtt.
Fyrirtækið Kaupstefnan hér í bæ, er tekur að
sér og skipuleggur vörusýningar innanlands og
utan, hefur séð um framkvæmd sýninganna, en
þátttakendur eru Verzlunarráð Tékkóslóvakíu í
Prag, með þátttöku 11 téklcneskra útflutnings-
fyrirtækja, og Verzlunarráð Sovétríkjanna með
þátttöku 15 útflutningsfyrirtækja.
Vörusýningin stendur yfir dagana 2.—17. júlí.
Þetta er mesta og stærsta vörusýning, sem
komið hefur verið upp hér á landi til þessa., og
er gott til þess að vita, að þjóðir þær, sem að
sýningunni standa, skuli telja íslenzka markað-
inn það mikilvægan, að þau leggi í stórfelldan
kostnað og fyrirhöfn til að' kynna landsmönnum
Ljósm.: Pétur Thomseii.
SJcinna'vara í sýningardeild SovétríJcjanna i TÁstamannaslcál-
anum.
vörur sínar. íslendingum er einnig nauðsyn að
afla sér góðra og traustra markaða fyrir fram-
leiðsluvörur sínar og vilja því sem víðtækust
viðskiptatengsl á grundvelli gagnkvæms hagn-
aðar.
Vörusýningar eru táldar ómissandi hjálpar-
gögn í viðskiptalífinu, bæði til að kynna almenn-
ingi markaðsvörur og til þess að auðvelda kaup-
sýslumönnum viðskipti sín í milli. Er því von-
andi, að fleiri þjóðir heims leggi lykkju á leið
sína og lieimsæki okkur hér á norðurhvel jarðar
í náinni framtíð með vörusýningar.
Það mætti einnig vera okkur hvatning til þess,
að hefjast handa um byggingu veglegs sýningar-
skála, bæði fvrir innlendar og erlendar vörusýn-
ingar.
-----■»<»•»•»-------
Sjálfsöluverzlanir í Svíþjóð
Um 10% af sölu nauðsynjavara í Svíþjóð fer
nú fram í gegnum sjálfsöluverzlnnir. í Bretlandi
nemur þessi tala 6% og í Bandaríkjunum 80%.
t kringum 400 nýjar sjálfsöluverzlanir rísa upp
ár hvert í Svíþjóð, og innan 15 ára er talið, að
um 5 þús. þess háttar verzlanir verði í landinu.
Meðalkostnaður við að koma upp vel skipu-
lagðri sjálfsöluverzlun er talinn vera um 100
þúsund sænskar krónur.
FKJÁLS VKUZLUN
95