Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1955, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.06.1955, Blaðsíða 15
Oscar Clausení Auglýsingaskrumið . í Vesturheimi Því hefur löngum verið lialdið fram, að Vest- urheimsmenn væru slyngastir allra manna að auglýsa vörur sínar og tildra þeim út í glugga til sölu, og er þetta víst sannleikur. En það er líka hverju orði sannara, að þar sem augiýsing- arnar hafa náð hámarki sínu í Vesturheimi, má svo segja, að þær séu orðnar hreinasta plága. — Meðfram öllum vegum, þar sem nokkurt bil er milli húsa, eru hin stærstu og litskrúðugustu augiýsingaspjöld, sem oft hylja allt útsýn ferða- mannsins og skyggja á hina rnestu náttúrufeg- urð. — A nóttunni er kyrrðin rofin af auglýsinga-liug- eldum og flugvélum, sem spúa út ljósaauglýs- ingum. Auk þess eru rafauglýsingar, sem hlaupa, leiftra og glampa upp og niður húshlið'arnar. — Þær þjóta eftir mæninum og þökum húsanna, blossa upp eins og starandi augu og hverfa svo smátt og smátt, en byrja síðan þennan leilc jafn- skjótt aftur, óþreyttar. — Auglýsendurnir taka hvorki tillit til mann- anna né náttúrunnar. — Gjallarhornin æpa aug- lýsingarnar út á götuna. — Flugvélarnar skrifa ljós- og reykstafi í loftið. Það er varla mögu- legt að flýja svo langt til fjalla, að þessi skolli ekki fylgi manni. — Eins og menn vita. átti útvarpið í Vesturheimi að vera engum háð, og var svo í byrjun, en nú er hinn almáttugi dollar búinn að ná valdi yfir því eins og vænta mátti, og leigja nú stærstu firmun útvarpsstöðvarnar til augiýsingasendinga fyrir ákveðið gjald um mínútuna. En til þess að hlustendur ekki loki fyrir, þegar auglýsinga- skrumið byrjar, þá útvega íirmun sér frægustu hljómsveitir, góða ræðuskörunga og fræga söngv- ara, sem þau greiða há laun, en fyrstu og sein- ustu mínútur hvers hálftíma eru helgaðar aug- lýsingaskruminu. Ekki hve minnstur liður auglýsinganna eru gluggasýningamar, — og eru þær oft afar snið- ugar, en orðnar nokkuð öfgafullar, svo að það má segja, að tilgangurinn einn helgi meðalið. — Stór verzlunarhús í meðal smábæjum, t. d. með 100 þúsund íbúum, finna upp á þeim ótrú- legustu meðulum til þess að ginna einíalda kaup- endur inn í búðir sínar. — Fatasali, sem fyrir ófriðinn seldi kvenkjóla á útsölu á 69 cent, setti t. d. mjög snoturt kvensnyrtiherbergi í glugga sinn, en þær konur, sem vildu má'ta kjól í því, svo að allir á götunni gátu séð, fengu kjólinn ókeypis. — Fyrir utan gluggann voru þrengsli og troðningur til þess að sjá þær, sem voru að máta, á nærfötunum, en inni í búðinni voru jafnmikil þrengsli af þeim, sem ekki komust nógu fljótt að til þess að máta. — I öðrum glugga fá dömurnar ókeypis hár- greiðslu, farða, augnabrýr o. s. frv. Glugginn er útbúinn eins og snyrtistofa og hver, sem vill láta farða sig og nudda, fyrir opnum tjöldum, fær það ókeypis, en meðan á þessu stendur eru ótal augu, sem mæna inn og skemmta sér við að sjá vaxtarlag „sýningardýranna“. — En þetta er auglýsing fyrir farða og ilmvötn þau, sem þarna eru seld. — Svo er eitthvað um að vera í verzluninni hin- um megin við götuna, en þar hefur húsgagna- sali auglýst það, að hann gæfi þeim lijónaefnum svefnherbergishúsgögn, sem vildu láta gifta sig í allra augsýn, fyrir innan gluggann. — Mörg hundruð brúðhjón gáfu sig fram, svo að varpa varð hlutkesti, og nú átti hjónavígslan að fara fram og var presturinn kominn. — Til skýring- ar skal þess getið, að brúðhjónin háttuðu þó ekki þarna fyrir innan gluggann. — Önnur húsgagnaverzlun hafði um langan tíma auglýst í öllum blöðum, að í sýningar- glugga sínum yrði einkennilegt á að líta ákveð- inn dag, og höfðu þúsundir manna safnazt sam- an. — I glugganum var kostulegt rúm og í því svokölluð „Sinnnons“ undirdýna (madressa). Ljómandi falleg stúlka kom nú inn á nærföt- um og lagðist í rúmið. — Varð nú mikill spenn- ingur og bjuggust menn við, að karlmaður myndi korna og liátta hjá henni, — það varð FRJÁLS VERZLUN 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.