Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1959, Síða 2

Frjáls verslun - 01.07.1959, Síða 2
Guðjón Hansen, tryggingajræðingur: Tvíþætt kjarabarátta Að undanförnu hefur athygli ínanna beinzt æ meir að einum þætti efnahagsmála, sem jafn- an hefur mikil áhrif á þróun þeirra í heild, en það er kaupgjalds- og kjarabarátta stéttarfélaga. Með stéttarfélögum er í þessari grein bæði átt við samtök launþega og framleiðenda, þótt sumt af því, sem drepið verður á, geti í eðli sínu að- eins átt við um önnur þessara samtaka. Þótt hér á landi hafi um langt skeið verið starfandi sterk verkalýðsfélög, er það ekki fyrr en nú síðustu árin, að verulegur skriður hefur komizt á myndun og skipulagningu hvers kon- ar hagsmunasamtaka, sumra mjög fámennra, sem hver um sig standa albrynjuð og viðbúin að fara af stað, ef hreyfingar verður vart hjá öðrum. Það mun raunar svo komið, að hér á iandi er varla til sá maður, að ellilífeyrisþegum undanskildum (öryrkjar hafa hins vegar mynd- að með sér landssamtök), sem ekki er félagi í neinum slíkum samtökum. Augljóst er, að þessi víðtækari stéttabarátta, baráttuaðferðir og áhrif hennar á efnahagslífið hafa skapað ný viðhorf. Jafnframt hafa öllum almenningi orðið ljósari þau lögmál, sem hér hljóta að ráða, og er það ekki sízt þróunin þrjú undanfarin ár, sem hefur valdið. Væri æskilegt, að sú reynsla yrði til þess að gera vandamálin auðveldari viðfangs í framtíðinni. Hærri peningatekjur Stéttabaráttan hefur löngum fyrst og fremst verið háð um hærri peningatekjur. Meðan hver og einn annaðist sjálfur samninga um kaup og kjör, gat hann vænzt þess að njóta að fullu þeirrar kauphækkunar, sem hann fékk. Ef engir aðrir fengu tilsvarandi hækkun, varð að sjálf- sögðu engra áhrifa vart á verðlag, og vinnuveit- andinn gat ekki velt hinum auknu útgjöldum yfir á aðra, þar eð engin tilsvarandi hækkun hafði orðið á útgjöldum keppinauta hans. Allt annað verður uppi á teningnum, þegar sainið er um hærri tekjur fyrir mikinn hluta þjóðarinnar. Atvinnurekendur velta útgjaldaaukningunni yfir á neytendur, og hluti af hinum auknu tekjum verður étinn upp af verðhækkunum. Hver ávinn- ingur verður af hinum auknu tekjum, fer þá eftir því, hve almenn hækkunin er og hve fljót.t hún breiðist út. Þannig er hægt að hugsa sér, að 10% kauphækkun geti valdið allt að 10% kjara- bót í nokkra mánuði og e. t. v. 2% kjarabót eftir það, ef fimmti hluti þjóðarinnar verður út- undan. Þegar svo er komið, að nær sérhver liækkun kaups eða verðlags veldur jafnharðan hækkun tekna hjá meginhluta þjóðarinnar, er sýnt, að kaupgjaldsbaráttan nær ekki tilgangi sínum. Ör- ar kauphækkanir hafa þá í för með sér verð- bólgu, þróun, sem raunar er óþarft að lýsa fyrir Islendingum. Því hefur að vísu verið haldið fram, að orsök þessa væri sú, að ríkisvaldið væri fjandsamlegt launþegum og rændi þá jafnóðum hverri þeirri kjarabót, sem unnizt hefði. Þessi staðhæfing fær þó tæplega sama hljómgrunn og áður, meðan stjórnartíð ríkisstjórnar „vinnu- stéttanna“ er enn í fersku minni. Sannleikurinn er auðvitað sá, að ekki er unnt að bæta að ráði kjör mikils hluta þjóðarinnar með því að skerða kjör tiltölulega fámennra stétta, og allra sízt, ef slíkt er gert með ráðstöfunum, sem hafa í för með sér óhagstæð áhrif á þjóðarframleiðsluna. Hins vegar er hægt að bæta kjör einstakra stétta verulega með því að rýra kjör alls þorra þjóðar- innar. Sem dæmi má nefna, að með lögboðinni lækkun kaupgjaldsvísitölu hafa kjör útgerðar- manna og sjómanna verið bætt, en því má þó bæta við, að eins og hag útgerðarinnar er nú 2 FHJÁLS VEUZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.