Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1959, Síða 5

Frjáls verslun - 01.07.1959, Síða 5
Rannsókncistofa í húsi Atvinnudeildar Háskólans ar rannsóknadeildir settar á st.ofn, þ. e. Bún- aðardeild og Fiskideild. Meginþáttur í starfsemi Tðnaðardeildarinnar var strax í upphafi áframhald á starfsemi Efna- rannsóknastofu ríkisins, þ. e. almennar efna- rannsóknir í þágu atvinnulífsins ennfremur mat- vælaeftirlit og gerlarannsóknir. Skipting þessi liefir haldizt óbreytt síðan að undanteknu mat- vælaeftirliti, sem nú er sameinað almennum efnarannsóknum. Nýjar starfsgreinar hafa bætzt við, en það eru byggingarefnarannsóknir og jarðfræðirannsóknir. Starfsemi Atvinnudeildar Háskólans hefir á þeim rúmum tuttugu árum, sem hún hefir starfað, aukizt mjög mikið. Hús- næði stofnunarinnar varð fljótt ófullnægjandi og var Fiskideildin þá flutt úr liúsinu. Síðar hef- ir enn þurft að rýma til vegna aukinnar starf- semi. Iðnaðardeildin er þannig til húsa á J)rem- ur stöðum, efnarannsóknastofan í húsi Atvinnu- deildarinnar, gerlarannsóknastofan í húsi fyrir- hugaðrar Ilannsóknastofnunar sjávarútvegsins við Skúlagötu og byggingaréfna- og jarðfræði- rannsóknir í húsi við Lækjarteig 2. Dreifing skyldrar starfsemi, svo sem er um Jæssar starfsgreinar allar, er vissulega óheppileg lausn. A þennan hátt hei 'ir þó tekizt í bili að skapa öllum starfsgreinum sæmiieg vinnuskil- yrði að því er við kemur húsrými og var j)að þyngra á metunum, en að halda starfseminni í kreppu, meðan beðið væri eftir varanlegri lausn, sem felst í uppbyggingu framtíðaraðseturs J)ess- ara og annarra rannsókna. Starfsemin í reglugerð um Atvinnudeild Háskólans frá 22. febrúar 1950 segir svo um starfssvið Iðnaðar- deildar: „Iðnaðardeild annast rannsóknir í þágu iðn- aðar og verzlunar. Rannsóknarefni séu einkum þessi. 1. Hvers konar iðnaðarhráefni. 2. Orkulindir landsins, aðrar en fallvötn. 3. Efnavarningur, innlendur og erlendur. 4. Matvæli, þ. e. mjólkurafurðir, kjötafurðir, neyzlu- og nauðsynjavörur, ]). á m. niður- suðuvörur. 5. Fjörefni og önnur bætiefni matvæla. 6. Útfjútningsafurðir landbúnaðar og sjávar- útvegs, nema öðruvísi sé ákveðið í lögum eða samningum. 7. Gerlarannsóknir. 8. Jarðefni, hvers konar. 9. Byggingarefni.“ Af þessari upptalningu er ljóst, að verkefnin eru mjög umfangsmikil og fjölbreytileg. Reynsl- an hefir sýnt, að þrátt fyrir J)á aukningu, sem orðið hefir á starfseminni að því er varðar starfs- krafta og bættan aðbúnað í tækjum og húsrými, hefir eigi verið unnt að gera svo umfangsmikilli starfsemi þau skil, sem æskilegt hefði verið. Nokkuð af Jæssari starfsemi hefir og verið tek- in upp af öðrum stofnunum svo sem Rannsókna- stoi'u Fiskifélagsins, iðnaður í þágu sjávarút- Byggingarefnarannsóknir fara fram í húsi á horni Lækjarteigs og Borgartúns

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.