Frjáls verslun - 01.07.1959, Blaðsíða 8
Tuttugu ára reynsla af
löggjöfinni er mikils verð,
og hefur hún í senn leitt í
1 jós kosti hennar og galla.
— T>að er svo annað atriði,
að stundum telja atvinnu-
rekendur það til gallu á
þessari löggjöf, sem verka-
menn og samtök þeirra
telja henni til kosta — eða
gagnstætt.
Ég tel, að endurskoða
þurfi vandlega öll ákvæðin
um trúnaðarmenn á vinnustað. Með öryggisákvæð-
um í löggjöfinni þarf að auðvelda verkalýðsfélög-
unum, að geta fengið hina allra hæfustu menn til
að taka að sér trúnaðarmannsstarfið. Oft er marg-
falt auðveldara að koma í veg fyrir deilu, cf um
ágreiningsefni er fjallað á byrjunarstigi af hæfum
mönnum, — áður en stífni er komin í málið.
Kvaðir þarf að leggja á aðila til að tryggja, að
samningsréttur verði betur hagnýttur, koma í veg
fyrir, að málum sé kastað í sáttasemjara á algeru
byrjunarstigi, og jafnvel ekkert samningastarf haf-
ið, fyrr cn verkfall vofir yfir.
Þung viðurlög ]>arf að leggja við ]>ví, að atvinnu-
rekendur hafi nolckur afskipti, bein eða óbein, af
Jcosningum forystumanna eða trúnaðarmanna í
verkalýðsfélögunum. — Slík afskipti eru jafnfrá-
leit og fjarstæð, eins og verkamenn fari að skipta
sér af, hverjir veljist til forystu í samtökum at-
vinnurekenda.
Nauðsynlegt er að heimila vinnustöðvun, ef at-
vinnurekendur gera sig seka um augljós samnings-
rof, svo sem t. d. vangreiðslur á kaupi. — Mála-
rekstur er of þunglamalegur í slíkum tilfellum.
Eins og nú er háttað skipulagi verkalýðssam-
takanna, er erfitt að koma í veg fyrir þann „teóret-
íska“ möguleika með ákvæðuin í vinnulöggjöfinni —
að komið geti til verkfalls oft á sama árinu á sama
vinnustað, t. d. á skipi, þar sem menn eru í mörg-
um stéttarfélögum.
A þessu hygg ég, að helzt verði ráðin bót með
þeirri skipulagsbreytingu verkalýðssamtakanna, sem
drög voru lögð að á seinasta Alþýðusambands-
þingi, þar sem samþykkt var, að undirstaðan í
uppbyggingu verkalýðssamtakanna skuli vera
vinnustaðurinn, þannig, að allir á sama vinnustað
(verksmiðju, skipi, iðjuveri o. s. frv.) skuli vera í
sama starfsgreinafélagi.
Ákvæði þessa nýja skipulags þyrfti svo að styðja
skynsamlegum ákvæðum vinnulöggjafar, mcð það
fyrir augurn að tryggja vinnufriðinn sem bezt, án
þess þó að skertnr verði réttur og frelsi hins vinn-
andi manns.
llarry Frederiksen,
form. Vinnumálasambands samvinnufélaganna:
„Frjáls verzlun“ hefur óskað eftir, að ég ritaði
stutta svargrein við spurningunni: „Hvaða endur-
bætur eru æskilegar á íslenzkri vinnulöggjöf og á
almennri samningagerð milli launþega og vinnu-
veitenda?“ Mun ég verða við þeirri ósk og með
fáuni orðum skýra afstöðu
mína til þessa veigamikla
máls.
Lög um stéttarfélög og
vinnudeilur voru sett fyrir
rúmlega 20 árum, og þá
við allt aðrar aðstæður um
alla vinnutilhögun í land-
inu en nú eru. Það er því
fullkomlega tímabært að
ganga frá nýrri löggjöf, sem
miðuð er við þá staðhætti,
sem landsmenn nú búa við,
og óforsvaranlcgt að draga það lengur. Mætti þá jafn-
framt notfæra sér fyrirmyndir úr vinnulöggjöf hinna
Norðurlandanna, sem komin er góð reynsla á og hef-
ur gefizt vel í ágreiningsmálum launþega og vinnu-
veitenda, enda byggð upp á margra ára reynslu,
raunsæi og skilningi bcggja aðila á þeirri þjóðar-
nauðsyn, að sjónarmið beggja séu virt og ágrein-
ingsmálin leyst á þjóðhagslega heilbrigðum grund-
velli.
Aðalefni vinnulöggjafar er um:
1. Rétt til samtaka launþega annars vegar og
vinnuveitenda hins vegar.
2. Samningagjörð þessara aðila um kaup og kjör.
3. Rétt til vinnustöðvana, ef leyfðar eru.
Það er aðallega þrennt, sem mér finnst þurfa að
bæta inn í hina íslenzku vinnulöggjöf:
1. Hún þarf að skilgreina nákvæmlega hvað
telst vinnuveitandi og hvað launþegi. — Hér á
Hannibal Valdimarsson
8
FRJALS VERZLUN