Frjáls verslun - 01.07.1959, Blaðsíða 9
landi er t. d. biðfreiðarstjóri, sem ekur eigin
bifreið, talinn vinnuþiggjandi, en í Danmörku
er hann talinn atvinnurekandi.
2. Akvæði um samningstíma, og að sami samnings-
tími sé gildandi fyrir öll launþegasamtök. Sami
samningstími fyrirbyggir, að fámennir starfs-
mannahópar geti með verkfalli skapað öngþveiti,
gert fjölmennar stéttir óstarfhæfar og með því
valdið þjóðinni stórtjóni.
Stuttur samningstími skapar öryggisleysi, hann
ætti að vera minnst 2—,‘5 ár.
3. Skýr ákvæði um, hvaða málsmeðferð skuli á
höfð, ef annar hvor samningsaðila óskar endur-
skoðunar á gildandi samningi.
Nefnd eða ráð, skipað hlutlausum aðilum, ætti
að fá allar samningsbreytingar til athugunar
með nokkurra mánaða fyrirvara, áður en til
uppsagnar kemur. Sérfróðum mönnum væri þá
falið að reikna út, hvort kröfurnar eru réttlætan-
legar með tilliti til rekstrar atvinnuveganna og
þjóðarbúsins í heild.
Aður en stéttarfélag segir upp samningi, ætti
að fara fram atkvæðagreiðsla í félaginu. Með-
limum væri þá áður gefin nákværn greinargerð
urn breytingar samningsins, svo að þeir viti um
hvað atkvæðagreiðslan raunverulega fjallar. Sem
allra flestir félagsmenn skulu eiga þess kost að
greiða atkvæði í svo þýðingarmiklu máli, sem
kjaradeila er. Samþykki ætti að vera háð því,
að 50—75% skráðra meðlima séu jákvæðir.
Til greina kæmi, að stéttarfélag, sem ætlar að
fara fram á kjarabætur, ræddi við önnur stéttar-
félög eða heildarsamtök launþega, og kynnti sér
sjónarmið þeirra, áður en kröfur eru fram bornar.
Ég vil að lokuni undirstrika það, sem ég sagði
í byrjun þessa greinarkorns, að ég tel það eitt
Jjýðingarmesta framfaramál allri Jjjóðinni til handa,
að vinnulöggjöfinni verði strax breytt, svo að með
skynsamlegum ráðum verði komið á réttlátum
kaup- og kjarasamningum, sem Jjjóðarbúið og at-
vinnuvegirnir geta risið undir, og þá stuðzt við
óhlutdræga og hagfræðilega útreikninga, sem máls-
aðilar ættu að geta sætt sig við, ef þeir eru heil-
brigt hugsandi og vilja landi sínu vel. Það má ekki
koma fyrir, að stofnað sé til verkfalla í skjóli þess,
að hér er ekkert vald, sem getur komið í veg fyrir
og hindrað vafasöm og óréttlætanleg verkföll, enda
engan veginn æskilegt að hafa slíkt vald. Hér á að
leysa ágreiningsmálin friðsamlega og styðjast við
staðreyndir, svo koinið verði í veg fyrir, að verk-
fallsrétturinn verði eins herfilega misnotaður og
átt hefur sér stað oft undangengin ár. Til verk-
falla, sem eru biturt vopn, má ekki stofna af stjórn-
málalegum ástæðum. Þjóðin öll bíður tjón við slíkar
ráðstafanir, enda ætti að vera í vinnulöggjöfinni
ákvæði um, að samningsaðilum sé óheimilt að falla
frá rétti sínum til að koma fram ábyrgð á hendur
þeim, sem á sannast, að hafi ólöglega stofnað til
verkfalls eða á annan hátt gerzt broklegur við
vinnulöggjöfina.
Kjarian Thors,
formaður Vinnuveitendasambands íslands:
Lögin um stéttarfélög og vinnudeilur eru frá
árinu 1938. Voru J>au frá öndverðu ófullnægjandi
og á ýmsan hátt stórgölluð sem og eðlilegt var,
eins og þau voru tilkomin. Þegar aldur þeirra er
hafður í liuga og samtímis
hinar stórkostlegu breyt-
ingar á atvinnuháttum og
félagsmálum, er átt hafa
sér stað með þjóð vorri á
Jæssu tímabili, er ekki að
undra J>ótt brýn nauðsyn
sé nú á orðin, að lögum
þessurn verði breytt til
samræmis við þarfir at-
vinnulífsins. Vinnuveit-
endasambandinu hefur
einnig verið þörf ]>essi full-
ljós og sent frá sér fjölda samþykkla og áskorana
um ákveðnar breytingar og endurskoðun laganna
í heild. Allar þessar tilraunir hafa þó hingað til
strandað á því, að Al]>ýðusambandið hefur reynzt
ófáanlegt til samstarfs. En það hefur verið álitin
heppilegasta leiðin til varanlegs árangurs, ef unnt
væri, að fá álit þessara heildarsamtaka um málið,
áður en lögunum yrði breytt.
Auðvitað er ómögulegt, í svo stuttu máli sem til
er ætlazt, að setja fram allar þær tillögur til breyt-
inga, sem vinnuveitendur tclja æskilegar, á þessum
úreltu lögum, og verð ég því að láta nægja að stikla
á því stærsta.
Óheimilt ætti að vera að segja upp samningum,
Kjartan Thors
FRJÁLS VERZLUN
9