Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1959, Síða 11

Frjáls verslun - 01.07.1959, Síða 11
gjört einsdæmi, þegar samið er um kaup og kjör. Þrátt fyrir ítrekaða samninga hefur ennþá ekki tekizt að fá þessi ákvæði felld burt úr launasamn- ingunum. I>að liggur í augum uppi, að verzlanirnar eru fyrst og fremst til vegna þeirra, sem vörurnar kaupa, viðskiptamannanna. Jafnljóst ætti hverjum að vera, að við þeirra hæfi þarf að miða hvað eina í verzlununum, og þá ekki sízt að haga lokunar- tíma verzlana á þá lund, að sem bezt henti hinuni almenna kaupanda. Þessa hefur ekki verið gætt sem skvldi, og ber nauðsyn til að breyta því í betra horf. Ilinn almenni kaupandi á rétt á því, að þessari þjónustu sem annarri sé hagað í samræmi við þarfir hans, og kaupmenn óska einskis fremur en að geta orðið við óskum viðskiptamanna sinna. Yfirburðir hinnar frjálsu verzlunar byggjast meðal annars á því, að þcssara sjónarmiða sé jafnan gætt. Launþegar þurfa enga fórn að færa, þótt ákvæði þessi séu numin burt úr launasamningúm verzlunar- fólks. Vinnuvikan þarf ekki að lengjast, frí að minnka né kaup að skerðast. Aðeins ber að viður- kenna þann sjálfsagða gang þessara mála, að kaup- rnenn ákveði sjálfir vinnudag í verzlunum sínum, í samræmi við þarfir fólksins, sem vörurnar kaupir, en starfsfólkið semji síðan við kauj)menn um kaup og kjör, miðað við þann vinnudag, sem ákveðinn hefur verið. Skilningur á þessari eðlilegu breytingu, sem gera þarf á kjarasamningum verzlunarfólks, er óðum að aukast, bæði af hálfu launþega, og þá ekki síður frá hendi hins almenna kaupanda. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að kaup- menn geti boðið viðskiptamönnum sínum betri þjónustu, livað þetta snertir, heldur en nú er. Páll Þorgeirsson, fyrrv. form. Félags stórkaupmanna: Hvaða endurbætur eru æskilegar . . . i ■ i . i : I. ó íslenzkra vinnulöggjöf 1) Akvæði þyrfti að setja um það í lögum, hvern- ig nota megi verkfallsréttinn í einstökum atrið- um og hvenær, svo að m. a. yrði komið í veg fyrir endurtekin verkföll í sömu atvinnugrein- um oft á ári. 2) Lagaákvæði þurfa að vera nákvæm um þátt- töku launþega í at- kvæðagreiðslum um uppsögn samninga og um sáttatilboð í launa- deilum og um verkföll, svo að lítill minnihluti geti ekki sagt upp samningum eða sett á verkföll, hvorki samn- inganefndir né trún- aðarráð stéttarfélaga. 3) Setja þarf lagaákvæði um livaða skilyrði laun- ]>egi þarf að uppfylla til þess að öðlast réttindi í stéttarfélagi, og við hvaða aðstæður þau falla úr gildi. Opinber aðili ætti að hafa strangt eftir- lit með því, í þágu ]>jóðfélagsins og meðlima stéttarfélaganna sjálfra, að skilyrðum í lið 1—3 sé framfylgt. II. á almennri samningagerð milli launþega og vinnuveitenda 1) Launþegar og atvinnurekendur eiga að vinna að því að koma á sameiginlegum allsherjar- grundvelli fyrir launagreiðslur, eftir því sem við verður komið. 2) Lengd samningstímabils þarf að vera meiri en nú er yfirleitt venja og sömuleiðis uppsagnar- frestur samninga. 3) Nákvæm ákvæði þyrftu að vera í lögum um hvernig haga skuli samningaumleitunum, ef verkfall er yfirvofandi, svo að allt sé gert, sem hægt er, til að afstýra því í tæka tíð. Ekki ætti að vera hægt að segja upp gildandi samn- ingi, nema fyrir liggi um leið ákveðnar kröfur til breytinga á honurn. 4) 1 kaup- og kjarasamningum á ekki að binda hendur atvinnurekenda, þegar það skaðar ekki launþega (og gagnstætt), eins og gert er í sumu tilliti, t. d. með opnunar- og lokunartíma verzl- ana. Eg hefi hér bent á breylingar, sem ég álít, að öllum yrðu fyrir beztu, en á engan hátt sett þær fram í þeim tilgangi að skerða hlut launþcga eða atvinnurekenda. Páll Þorgeirsson F KJALS V lí H Z L U N 11

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.