Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1959, Síða 12

Frjáls verslun - 01.07.1959, Síða 12
Barði Friðriksson, hdl.: Samstarfsnefndir vinnuveifenda og launþega í Noregi og Danmörku í desember s.l. barst Vmnuveitendasambandi ís- lands bréf frá Iðnaðarmálastofnun íslands, þar sem Vinnuveitendasambandinu var boðið að senda full- trúa til þess að taka þátt í hópferð til Noregs og Danmerkur í þeim tilgangi að kynnast starfshátt- um samstarfsnefnda vinnuveitenda og launþega í þessum löndum. Slíkar nefndir hafa nú starfað þar um árabil, og telja margir, að þær hafi gert gagn í sambandi við þróun atvinnulífs þessara landa og bætt til muna samstarf launþega og vinnuveit- enda. Vinnuveitendasambandið ákvað að taka þessu ágæta boði og gaf mér, sem þetta ritar, kost á að fara ferðina sem fulltrúi þess. Fulltrúar frá öðrum samtökum voru: Óskar Hallgrímsson, frá Alþýðusambandi íslands, sem var fararstjóri, Þorvaldur Ólafsson, frá Iðju, félagi verksmiðjufólks, Helgi Ólafsson, frá Félagi íslenzkra iðnrekenda, Harry Frederiksen frá Vinnu- málasambandi samvinnufélaganna og Björgvin Frederiksen frá Landssambandi Iðnaðarmanna. Fórum við félagar með flugvél héðan 7. apríl og komum til Kaupmannahafnar sama dag. Rétt er að geta þess, að International coopera- tion administration, I.C.A., greiddi okkur dagpen- inga meðan við dvöldumst í Noregi og Danmörku, en að öðru leyti greiddu samtök þátttökuaðila ferða- kostnaðinn. Samstarfsnefndiinar stofnaðar Samningar um samstarfsnefndir komust á í Nor- egi 7. desember 1945 og heita „Avtalen om produkt- ionsudvaIg“. Tæpum tveimur árum síðar var hlið- stæður samningur undirritaður milli samtaka vinnu- veitenda og verkafólks í Danmörku, sem gilti frá 1. ágúst 1947 og heitir „Avtalen om samarbejds- udvalg“. í samningum þessum er kveðið svo á, að settar skuli á fót samvinnunefndir, skipaðar full- trúum vinnuveitenda og launþega, í hverju fyrir- tæki af vissri stærð, sem starfar á sviði iðnaðar og verksmiðjurekstrar. Ég mun nú leitast við að gera grein fyrir helztu reglum um samstarfsnefndirnar og styðst þá fyrst og fremst við dönsku reglurnar, en þær norsku eru mjög svipaðar og engin ástæða að rekja þann litla mun, sem á þeiin er. Samkvæmt samningum um samstarfsnefndirnar frá 1947, á að skipa samstarfsnefnd í iðnfyrir- tækjum, þar sem starfa a. m. k. 25 fullorðnir verka- menn, eldri en 18 ára, ef annaðhvort vinnuveitand- inn eða meiri hluti verkamanna krefst þess. í minni fyrirtækjum má og skipa samstarfsnefnd, ef aðilar koma sér saman um það. Ef sérstakar samstarfsnefndir eru ekki settar á laggirnar og því ekki hægt að láta ákvæðin um samvinnunefndirnar koma til framkvæmda, er gert ráð fyrir, að fulltrúi fyrirtækisins og trúnaðarmenn vcrkamanna ræði þau efni, sem samstarfsnefndirnar annars fjalla um. Samvinnunefndirnar eru venjulega skipaðar jafn- mörgum aðilum frá vinnuveitendum eða fulltrúum þeirra og almennum starfsmönnum. í fyrirtækjum, þar sem 25 til 100 fullorðnir starfsmenn vinna, eru skipaðir 3 úr hópi vinnuveitenda og 3 úr liópi starfs- manna. Þar sem 200 starfa, eru 4 úr hvorum hópi; þar sem eru 200—500 starfsmenn eru 5 úr hvorum hópi, en þar sem starfa fleiri en 500 eru 5 úr hópi vinnuveitenda og 6 úr hópi starfsfólks. Kosnir eru varamenn reglulegra nefndarmanna, og taka þeir sæti í samstarfsnefndinni í forföllum aðalmanna. Svo framarlega, sem kjörnir hafa verið trúnaðar- menn innan fyrirtækis samkvæmt vinnusamningi, eru þeir sjálfkjörnir fulltrúar í samvinnunefnd. Séu fleiri trúnaðarmenn á vinnustað en starfsmenn eiga 12 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.