Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1959, Page 16

Frjáls verslun - 01.07.1959, Page 16
Myndin sýnir hluta af íslenzka sýningarsvæðinu á fiskisýningunni í Kaupmannahöfn árið 1956 Már LDöntsýningar Oft er erfitt, sérstaklega nú á dögum, að gera greinarmun á svonefndum kaupstefnum og vöru- sýningum, enda mjög algengt að gera þar engan mun á. Nafnið vörusýning er samt dálítið vill- andi, þegar það er notað um sýningu muna eða hluta, sem ekki á að selja og þar sem nafnið vara eða varningur á bókstaflega ekki við. Nú tíðkast og mikið sýningar til landkynningar, og eru þær oft hluti af almennum vörusýningum, en þar eru venjulega aðeins sýndar myndir, töfl- ur, línurit o. fl., sem gefur upplýsingar um sögu og menningu viðkomandi þjóðar, en ekki vörur í eiginlegri merkingu þess orðs. Má til gamans Elisson: og úijluiningur nefna, að það, sem Norðmenn gerðu sér einkum far um að kynna á heimssýningunni í Briissel s.I. ár, snerist um atriðin — hvernig lifum við, á hverju lifum við, fyrir hvað lifum við? Sýningar til landkynningar eru einkum ætl- aðar almenningi, en viðskiptalegt gildi þeirra skyldi samt. ekki vanmetið. Hins vegar eru sölusýningar eða kaupstefnur, sem einkum beinast að kaupsýslumönnum, og þar sem ætlazt er til að viðskipti geti farið fram. — Þróunin hefur þó orðið sú, að reynt er að laða almenning að vörusýningum með ýmsu móti, jafnframt því sem þær eru skipulagðar með 16 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.