Frjáls verslun - 01.07.1959, Síða 17
ofannefnt markmið beinna viðskipta fyrir aug-
um. Þetta tekst einkum vel, þegar um ýmiss
konar varning er að ræða, sem tilheyrir dagleg-
um neyzluvenjum.
Kaupstefnur og vörusýningar eru ein elzta
viðskipta- og auglýsingaaðferð sem þekkist, og
þar sem viðgangur þeirra hefur sízt minnkað
við tilkomu nýrra aðferða og tækni við auglýs-
ingar, verður að gera ráð fyrir, að þær borgi sig
fyrir þá, sem þátt taka í þeim. — Á hinn
bóginn hefur hin hraða þróun, sem átt hefur
sér stað í íramleiðslu, samgöngum og vöru-
dreifingu nokkuð breytt eðli þeirra og einmitt
í það horf, sem getið var um að framan — að
vera jaínframt vörusýningar fyrir almenning, en
það hefur líka breytt viðhorfum framleiðandans
og þeim aðferðum, sem hann beitir. — Langtum
meira er nú vandað til þátttöku en áður og
meira fé varið til hennar. Mestöll viðskipti fara
nú fram eftir sýnishornum, en segja má, að
upprunalega hafi kaupstefnan eða vörusýningin
verið lítið annað en árlegur markaður, þar sem
mikil viðskipti áttu sér stað beint við almenn-
ing, sem gjarnan var þar einnig með eigin afurðir
til sölu.
Önnur breyting, sem átt hefur sér stað í þróun
vörusýninga, er vöxtur sérsýninga. Þetta hefur
að sjálfsögðu komið greinilegast í ljós með vörur,
sem hafa takmarkaða eða fremur takmarkaða
útbreiðslumöguleika, og vekja einungis áhuga
tiltölulega fámenns hóps manna. — Kn þessarar
tilhneigingar hefur einnig orðið vart í allríkum
mæli með vörutegundir, sem hafa mikla út-
breiðslu og mikið gildi í almennum neyzluvenj-
um, t. d. matvæli ýmiss konar, vefnaðarvörur,
húsgögn, búsáhöld, leikföng o. fl. Framleiðendur
þessara og fleiri vörutegunda hafa smám saman
horfið frá hinum stóru almennu vörusýningum
og myndað sérsýningar.
I öllum tilfellum þjónar vörusýningin samt
þeim tilgangi að vera vettvangur, þar sem kaup-
endur og seljendur, hittast. — Jafnvel þegar svo
háttar, sem nefnt var að framan, að um mjög sér-
hæi'ða framleiðslu er að ræða, þykir oft borga
sig að taka þátt í vörusýningum, sem gott orð
hafa á sér.
Mikill fjöldi vörusýninga er haldinn ár hvert
víðs vegar um heim. Sumar þeirra hafa mikið
orð á sér og þýðing þeirra fyrir viðskipti viður-
kennd. — Af skiljanlegum ástæðum er ekki sama,
Sýningardeild Flugfélags íslands
í hvaða sýningu tekið er þátt, eða hvernig það
er gert. — Margir framleiðendur átta sig ekki
á þessu, en snúa vonsviknir heim að sýningunni
lokinni og hafa litlum árangri náð. — Það þarf
bæði reynslu og hæfileika til að notfæra sér
þá möguleika, sem ákveðin vörusýning getur
boðið. í fyrsta lagi verður að skoða þátttöku sem
hluta af auglýsinga- og söluherfcrð, en ekki sem
SKAL DE TiL
FLYV ViA REYKJAViK
mazMxœnm
ípHANÚW fiik
œzzsxscnzm
Sýningardeild Loftleiða
FRJÁLS VERZLUN