Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1959, Síða 20

Frjáls verslun - 01.07.1959, Síða 20
Jónas Sveinsson, læknir: Torfi í Ólafsdal Minnisstæður er mér Torfi Bjarnason, skólastjóri í Ólafsdal. Hann var sóknarbarn föður míns, og kom ég oft til hans. En þá var degi tekið að halla fyrir þessum merka manni, og að kveldi komið. Hann var allra manna skemmtilegastur, og kunni þá miklu lífslist að töfra umhverfi sitt. Skipti engu máli hvort það voru nemendur hans, vinnuhjú eða gestir, sem að garði bar. Hann var að einhverju lcyti alinn upp á Skarði á Skarðsströnd hjá sýslu- manni og kammerráði, Kristjáni Magnússen, á því stórbrotna lieimili, og hefur mér dottið í hug, að þaðan hafi hann hlotið nokkurn styrk til utan- farar, án þess þó að ég viti það með vissu. Ungur Torfi Bjarnason að árum hélt hann til útlanda til náms, bæði til Noregs, og svo til Skotlands, og í þeim löndum báð- um kvnntist hann nýjungum á sviði landbúnaðar, og ýmsum nýtízku tækjum, er bændur þar notuðu til bústarfa, t. d. hinurn svonefndu skozku ljáum, er hér voru alger nýjung. Þar sá hann líka ristu- spaðann, gaddaherfið, léttikerruna og plógtegund við liæfi íslenzku hestanna. Margt dreif á dagana fyrir Torfa um jressar mundir. Er heim kom, að námi loknu, mun honum hafa dottið í lmg að flytja til Ameríku, gerðist farar- stjóri útflvtjendahóps héðan og vann |)á ])að af- rek að nema ágætisland fyrir fólk þetta, mjög frá- brugðið þeim harðbýlissvæðum, er íslendingar höfðu áður numið þar vestra. Sem betur fór undi hann ekki hag sínum þar, heldur hélt heim til æskubyggðanna og keypti litla jörð, Ölafsdal, sem raunverulega var kot, og liggur austanvert við Gils- fjörðinn. Þar kom hann á laggirnar búnaðarskóla, er mikið orð fór af frá byrjun. Mörgum þótti þetta hið mesta óráð, og mun ég ekkert fullyrða um J)að, hvað fyrir Torfa muni liafa vakað með þessu tiltæki. Má gizka á, að aðallega hafi tvennt mestu um valdið. Þarna langt frá mannabyggðum, var fátt, er glapið gat nemendur hans frá námi, og ekki er það heldur ósennilegt, að Torfi liafi viljað sýna þeim svart á hvítu, hvernig breyta mætti koti í höfuðból, með alúð og dugnaði. Bændasynirnir streymdu til hins nýja búnaðar- skóla í Ólafsdal, hvaðanæva að, J)ví að frá upphafi vakti hinn ungi skólastjóri og kennsluaðferðir hans óskipta athygli og aðdáun um land allt. Fremstur gekk hann í fylkingu, og fyrstur fór liann á fæt- ur á morgnana hóf vinnu fyrir allar aldir og skipti verkum meðal nemenda. En mikil hafa um- skiptin verið og erfiðleikarnir á byrjunarárunum í Ólafsdal, J>ví þar urðu brátt stórbrotnar fram- kvæmdir, sem að sjálfsögðu kostuðu mikið fé og höfðu í för með sér fjárhagsörðugleika, þrátt fyrir nokkurn stuðning frá hinu opinbera. Torfi sagði föður mínum eitt sinn þá sögu, að þegar hann á miðju aldursskeiði var í fjárhagsvand- ræðum, ])á hafi hann leitað til auðugs prests á Vesturlandi, er geymdi peninga sína heima hjá sér. Mun Torfi, eins og vant var, hafa talað vel sínu 20 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.