Frjáls verslun - 01.07.1959, Page 21
máli, því að lokum hét prestur láninu og var þá
liðið á nóttu. Tók hann upp tvo stóra pinkla, í
öðrum voru einnar krónu peningar en í hinum
tveggja krónu peningar og taldi hann sínar þúsund
krónurnar úr hvorum poka og' tók það geysilang-
an tíma, sagði Torfi. „En glaður hélt ég heim að
morgni með þessi auðæfi.“
Námið í Olafsdal tók tvo vetur, að mig minnir,
og var það bæði bóklegt og vcrklegt. Bóknámið
mun hafa verið búvísindi og svo kennsla í móður-
málinu, dönsku og reikningi. Hins vegar var verk-
lega námið ýtarlegt og margslungið, meðal annars
var kennt að smíða nauðsynleg tæki í sjálfs hend-
ur, og mun smiðjan í Olafsdal ávallt hafa verið í
fullum gangi allan daginn. Þar lærðu hinir ungu
bændasynir að gera hina skozku ljái nothæfa, smíða
bakkann og tylla blaðinu við. Þá lærðu þeir
einnig að smíða ristuspaða, plóg, gaddahcrfi og
léttikerrur, allt nýjungar, er gerðu ómetanlegt gagn.
Og ég veit ekki hvort því hefur verið haldið á lofti
að verðleikum, að í Ólafsdal kom Torfi upp iðn-
aði, og eftir þeirra tíma mælikvarða í allstórum
stíl, sem byggðist á því, að smíða þessi fyrrgreindu,
en nauðsynlegu tæki í hendur bændum, og er ekki
ofsögum af því sagt, að þessi viðleitni Torfa mun
hafa komið að ómetanlegu gagni í allsleysi því, cr
hér ríkti á þessum tímum.
Verkfærasmíðin í Ólafsdal var út af fyrir sig
fyrsta átakið, gert af íslenzkum höndum, til iðn-
aðarframleiðslu í landinu á þcssu sviði. En sjónar-
mið Torfa voru enn víðtækari. Hann kom einnig
upp stónnerkilegri ullarvinnslustöð i Olafsdal, þann-
ig útbúinni, að vélar allar gengu fyrir vatnsafli.
Var læk nokkrum veitt að verksmiðjuhúsinu, cr
knúði vélar verksmiðjunnar áfram. IJIl bændanna
var send hvaðanæva að til þessarar merkilegu vcrk-
smiðju, er vann lopa úr ullinni. Þá kenndi hann
, nemendum sínum að vinna vandaða dúka og vað-
mál úr íslenzku ullinni og varð hvort tveggja lands-
frægt. Slíkt hugvit, sem Torfi sýndi þarna, hlýtur
á þeirra tíma mælikvarða að hafa staðið á sporði
því bezta, er þekktist á Norðurlöndum.
Margir komu til Ólafsdals víðs vegar að, og undr-
uðust ekki einungis hagsýni og dugnað húsbónd-
ans, heldur og alla snyrtimennsku og heimilisbrag,
er var sérstæður og óvenjulegur, enda kona hans,
frú Guðlaug, honum samhent og afbragð annarra
kvenna. Ég heyrði almennt sagt, hvað nemendur
í Ólafsdal snerti, að eftir tveggja ára nám væru
þeir í klæðnaði og framkomu fágaðir sem heldri
Ólafsdalur um aldamótin
menn og mun það rétt vera. Torfi sagði eitt sinn
við föður minn, er þetta barst í tal: „Þetta með
piltana mína, það er líka að byggja upp landið".
Og í annað sinn sagði Torfi: „Það gerir svo sem
ekkert til, þótt ég safni skuldum í Ólafsdal, ef féð
aðeins fer til þess að byggja upp landið, því megin-
takmark okkar verður að vera það að lifa af eigiii
framleiðslu, á því einu byggjast lífskjör komandi
kynslóða.“
Mikið var aðhafzt í Ólafsdal á fyrstu búskapar-
árum Torfa. Tvö stórhýsi voru byggð þar og fjöldi
glæsilegra peningshúsa, en efniviðinn þurfti að
sækja til Noregs og flytja síðan frá Stykkishólmi
langar leiðir inn á Gilsfjörð. Er sjálfsagt erfitt að
gera sér ljóst, hvílíkum örðugleikum þetta var
bundið á þeim tímum. Svo sem að líkum lætur,
var mikið um búpening í Ólafsdal, fjöldi kúa, hesta
og kinda, því skepnuhirðing var eitt af undirstöðu-
atriðum við námið í búnaðarskólanum. Framræslu-
skurði mikla lét Torfi gera í mýrunum í Ólafs-
dalnum og tókst honum að rækta, að mig minnir,
um 100 dagsláttur, eggsléttar og grasgefnar.
Vinur minn, Steingrímur bóndi frá Miklagarði, nú
í Tjaldanesi i Saurbæ vestra, kunnur atorkumað-
ur, sagði nýverið við mig: „Ég minnist þess vel,
er fyrsti ristuspaðinn kom til okkar frá Ólafsdal.
Við unglingarnir gátum vart sofið vegna tilhlökk-
unar að geta að morgni byrjað á því að rista of-
an af kargaþýfinu í túninu, kljúfa það síðan með
skóflu og þekja með þökum á eftir, því fyrr en
varði, var þarna kominn sléttur og grasgefinn blett-
ur til gagns, yndis og prýði.“ Eg er ekki í neinum
vafa um það, að Steingrímur var einn þeirra ungu
manna, er naut góðs af þeirri orku og bjartsýni,
er Torfi, með snilldarverkum sínum, veitti í
blóð þeirrar æsku, er þá var á íslandi. Við, sem
FRJÁLS VERZLUN
ál