Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1959, Síða 22

Frjáls verslun - 01.07.1959, Síða 22
íTumum Torfa, vitum að hann átti sér mörg önn- ur áhugamál en kennslu við búnaðarskólann í Olafsdal. Hann var lífið og sálin í stórkostlegum félagssamtökum þar vestra. Torfi var einn af stofn- endum og hvatamönnum Pöntunarfélags Saurbœ- inga, og ungmennafélag stofiluðu þeir feðgar, Mark- ús sonur hans og hann, og einnig glímufélag, bind- indisfélag og málfundafélag, þar sem prúðmennsk- an sat í fyrirrúmi. Þessi tímamót, nokkru fýrir og eftir síðustu alda- m<)t, eru eftirtektarverð og sérstæð í sögu okkar. Eftir hin mestu hörmungarár, jafnvel hungurár, rís skyndilega upp fjöldi afreksmanna á mörgum svið- um, líkt og blóm spretta upp undan snjóþyngslum á vorin. Á þessu tímabili eignuðumst við afburða stjórnmálaskörunga, er fyrst og fremst höfðu það að markmiði, að losa okkur undan oki Dana og gæta ýtrustu varfærni á fjármálasviðinu. Þá koma fram á sjónarsviðið mikil skáld, vissulega á heims- mælikvarða, miklir listamenn á ýmsum sviðum og ekki sízt mjög dugmiklir framkvæmdamenn. Þessi undur Iíktust því einna helzt, að einhver reginorka, er falizt hafði í þjóðarkjarnanum, brytist fram und- an þunganum, kiaftar hefðu vaknað og vaxið, líkt og gull undan ormi, „og sé ökinu þökk“, hefur eitt- hvert af skáldum okkar sagt eitt sinn. Torfi var brautryðjandi alls jæss bezta, er þá festi rætur á ís- landi, því svo djúpt var vitsmunaafl hans og skiln- ingsgáfa, að honum tókst að snúa snaran þátt úr gamalli og nýrri reynslu, er allir fögnuðu. Lífsleið- inn, óánægjan, ræktun lítilmagnatilfinninga, er var „kjölfesta'* margra á þessum erfiðu tímum, eins kon- ar lífseymd, hvarf smám Saman við birtu hins nýja tíma. Og í því Ijósi ber að meta störf Torfa Bjarna- sonar, því þau ber hátt yfir veginn. Torfi ruddi nýjar brautir og missti aldrei marks, þrátt fyrir það, að hann var um skeið umdeildur maður, er mátti reyna og sanna, að villugjarnt er þar sem vegamörk eru engin, í ónumdum löndum, sem utan hversdagsreynslunnar liggja. Én hjá honurn fór ávallt sarnan tilgangur og takmark, er aldrei bar af Ieið. •Vinir . . ." Lof fékk Torfi mikið á langri ævi, sem von var og verðugt, en stundum einnig last og vanþakkir, sem nútímamönnum hlýtur að finnast undarlegt, þegar að er gáð, að allt líf hans og störf gengu út á það að byggja upp landið og vekja áhuga unga fólksins á þeirri nauðsyn. Sannaðist þar sem oft áður. að sá fær sjaldan lof, er á ljósi heldur. Skuggar falla oft á ljósið og hylja það. Skuggi lítil- mennis er jafnstór skugga afreksmanns, og eru þeir í því cinu jafnir. Sú er gæfan mikil hverri þjóð, er á örugga forystumenn, hvenær sem vanda ber að höndum. Menn, sem eru útverðir allra vona, Ieið- sögumenn vegfarenda, hvatamenn framfara og svaramenn sanninda, menn er ber jafnhátt, þótt hillingar af hafi tímans villi sýn. Má ég bæta því við, að svo virðist sem slíkar hillingar rísi nú hátt í íslenzku þjóðlífi, vofur frá framandi löndum, óraunsæjar, og vissulega okkur óviðkomandi. Ég minntist á félagslyndi Torfa, og þátt hans í því að örva það hjá unglingunum, bæði í skólanum og eins í sveitinni, og alveg sérstaklega að sýna prúðmennsku gegn sanngjarnri andstöðu, bæði á fundum og í daglegu lífi. Og mættu sannarlega orð- hákar nútímans af því læra. I þessu sambandi minnist ég þess, að eitt sinn lagði faðir minn í ræðu út af samtali við Torfa, og viðhafði hans orð. Þau voru eitthvað á þessa leið: Að óhyggilegt væri að láta smááhyggjur og dægurþras stofna þjóðar- verðmætum í voða. Athuga bæri, að við ferðuðumst aðeins eitt sinn um þessa jörð, og þegar þeim áfanga væri náð, væri ferðalaginu lokið að fullu og yrði eigi aftur farið. Og fyrst svo er, er það þá ómaks- ins vert að láta hvert lítilræði koma upp á milli sín og samferðamannanna, svo vér eigi fáum notið sam- vistarinnar á því stutta ferðalagi? „Daginn sem lið- inn er, lifuin vér ekki upp aftur,“ sagði Torfi. Ég man það, að móður minni þótti þetta góð hug- vekja, og vissulega lærdómsrík. Iíver mun rita ævisögu Torfa í Olafsdal? Breytni hans og starf ætti að vera fyrirmynd hvcrts einasta ungmennis i landi þessu. Væri Torfi heit- inn uppistandandi og í blóma lífsins myndi liann sjálfsagt gleðjast yfir dugnaði okkar og aflasæld, en ofbjóða annað, er nefna má heimskulegt bruðl fjármuna og eyðslu yfir efni fram. Torfi byrjaði starfsævi sína með því að líta um öxl, og véita því athygli, hvað nema mætti okkur til gagns af nágrönnunum, og var það bæði rétt og skynsamlegt. 22 FII J Á I. S V101( /1. U N

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.