Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1959, Page 24

Frjáls verslun - 01.07.1959, Page 24
/ / Herradeild P & O, karlmannafataverzlun Pétur Sigurðsson og Ólaiur Maríusson í nýju verzluninni við Pósthússtræti Nýlcga var opnuð ný karl- mannafataverzlun í Pósthússtræti (í húsinu Austurstræti 14) og eru þar á boðstólum hvers konar herra- vörur aðrar en skófatnaður. Eig- endur hins nýja fyrirtækis, þeir Pétur Sigurðsson og Ólafur Mar- íusson, hafa mikla reynslu af þess- ari tegund verzlunar, og munu þeir leitast við að lciðbeina viðskipta- vinnm verzlunarinnar um vöru- val. Húsnæði verzlunarinnar er mjög smekklega innréttað, en hvað mesta athygli vekur þó „kjallar- inn“ þar sem viðskiptavinirnir geta skoðað tilbúinn fatnað og mátað í nýstárlegu og skemmtilegu um- hverfi. Pétur Sigurðsscni er fæddur 23. júní 1918 í Reykjavík. Foreldrar hans eru hjónin Sigurður Árnason vélstjóri og Þuríður Pétursdóttir. Pétur vann frá 12 ára aldri í verzl- un Haraldar Árnasonar, lengst af í herradeildinni, eða þar til hann opnaði sína eigin verzlun. Olajur Maríusson er fæddur 25. október 1921 í Reykjavík. For- eldrar hans eru hjónin Maríus Ólafsson skáld og Karolína Andr- ésdóttir. Ólafur vann einnig mjög lengi hjá Haraldi Árnasyni, eða frá 11 ára aldri, og var, eins og Pétur, lengst af í herradeildinni. Það síðastnefnda var fyrst sett á b/v Júpiter á stríðsárunum. Hlutafélögin Júpiter og Marz reistu fiskverkunarstöð á Kirkju- sandi i Reykjavík árið 1949. Ári síðar var bætt við stóru fiskþurrk- unarhúsi. Næstu árin fór skreiðar- útflutningur vaxandi, og 1953 létu fyrirtækin reisa fiskþurrkunar- trönur í Garðahrauni og Selási. Á árunum 1954—’59 var byggt frystihús á Kirkjusandi, og hafa fiskiðnfyrirtækin þar síðan stöð- ugt farið stækkandi, þannig að heildargólfflötur þeirra er nú uni 8.000 m2. Mun þetta eitt bezt skipulagða fiskiðjuver landsins. Þegar mest er, vinna hjá Júpi- ter og Marz á fjórða hundrað manns, þar af allt að hundrað á togurunum þremur. Eru þetta því með stærstu fyrirtækjum á fslandi. Tryggva hefur oftast tek- izt að velja sér trausta og ötula samverkamenn og á samstarfinu við þá hefur byggzt sú farsæld, sem fylgt hefur fyrirtækjum hans til þessa dags. Sumir starfsmenn útgerðarinnar hafa ekki haft vista- skipti í 2—3 áratugi. Tryggvi Ófeigsson kvæntist ár- ið 1920 Herdísi dóttur Ásgeirs Þorsteinssonar skipstjóra og konu hans, Rannveigar Sigurðardóttur. Börn þeirra eru: Páll Ásgeir hrl. (kvæntur Björgu Ásgeirsdóttur Ásgeirssonar forscta), Jóhanna (gift Jónasi Bjarnasyni lækni í Hafnarfirði), Rannveig (gift Hall- varði Valgeirssyni viðskiptafr.), IJerdís (gift Þorgeiri Þorsteinssyni lögfr.) og Anna, sem er ógift og býr hjá foreldrum sínum. 24 FRJÁLS VEKZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.