Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1959, Qupperneq 30

Frjáls verslun - 01.07.1959, Qupperneq 30
betra vit á .skipum en kvenfólki, að nú er enginn millivegur til. Þú verður, sko, annaðhvort að láta slag standa og treysta því, að ekki grunnbrjóti á framtíðarflösinni — cða hreinlega ganga frá eins og halaklipptur hundur. Svo stóð ég þá upp og sagði: „Búið og gert. Sæl í bili. Nú fer ég að þjóna henni nöfnu þinni!“ Eg á kontórinn til faktorsins og sagðist afmunstra á Felix og fara á Ilelgu. Hann ætlaði að verða að sjálfum óvininum, sagðist forbjóða hreppstjóranum að afmunstra mig. En ég var ekkert billegur, spurði hann, hvort hann ætlaði þá að reynast mér svona, þegar mér lægi litið á . . . „ITvað ertu búinn að græða á honuin Felix, síðan ég tók við honump ITver hefur sótt fyrir l>ig menn suður um allan Breiðafjörð á hverju voriP ITver sighli fvrir þig náskasiglingu í vitlausu haustveðri suður í Rcykjavík, þegar J)ú gleymdir bréfinu, sem átti að fara til útlandsins? ITver lagaði svo fyrir þig siglinguna og lestunina á henni Martu, að hún er síðan óþekkjanlegt skip? Og svo ætlarðu nú í til- bót að leggjast á nauðstadda ekkju!“ „Ég?“ gall hann við. „Ætli það sé ekki heldur þú?“ „O, farðu helvízkur!“ sagði ég. Þá brá fyrir bliki á bak við gleraugun, og þar með var allt búið. Eftir sólarhring sigldi ég út fjörðinn á Tré-IIelgu, en sannast að segja hafði mér ekki gcfizt mikið tóm lil að sinna hinni.“ Ilann þagnar, drúpir höfði, strýkur snyrtilega klij>pt yfirskeggið, virðist hugsi og svolítið tvíráð- ur. Eg segi með hægðinni: „Og þetta gekk allt saman prýðilega? Þér hefur líkað við báðar Helgurnar?“ ITann ekur sér, hristir höfuðið, skellir síðan í góm, kímir: „Ójú; ég læt það bara fara — eins og það var . . . Þetta var unaðsfleyta, í hvað sem þú vildir leggja hana. Og það var nærri eins og fiskurinn elti mig, en ég ekki hann. Þeir sögðu einu sinni, karlarnir minir, eitt haustið, að þeir færu ekkert frá skipi. Við gætum bara dorgað á Ilelgu, þar sem hún stæði á kambinum, og dregið hann rígroskinn allan vet- urinn . . . En aðkoman, maður. Það var nú annað mál. Stór skuld í verzluninni, segl og tóverk jaskað og slitið og skij)ið undir pallinum ein forarvilpa.“ „En hin Helgan?“ spyr ég. Presturinn munstraði mig á hana vorið eftir að ég tók við hinni. En þar varð nú dálítið annað uppi á teningnum. Það varð lítið úr þeim yl, sem ég hafði fundið frá henni þarna í fyrsta skipti — og alltaf varð svalinn meiri með hverju árinu sem leið. En ég hallaði mér að hinni, þar gat ég dundað, fönsað og föndrað dag út og dag inn allan veturinn, þegar ég var ekki við seglasaum hjá verzluninni." „En börnin?“ sj>yr ég hikandi og' svölítið undr- andi. „Þá voru engin börniu, hún átti engin með ltagnari, og engin voru komin hjá okkur . . . En bíddu nú við, — nú kemur undrið. ITann gerði mér það alltaf lil bölvunar, faktorinn, að láta mig ekki fá setningstækin fyrr en búið var að setja öll skip verzlunarinnar. Þetta var einhver stríðni, cn ég lét mig einu gilda. Ég var ekki lengi að reikna það út, eftir að ég fór að gera út sjálfur, að fyrsti túrinn skipanna hérna fyrir vestan var útgerðinni sjaldan til fjár. Svo var það fimmta Vorið, sem ég átti hana Tré- ITelgu, að hún stóð að vanda ein eftir á kambinum. Kvöldið áður en átli að setja hana ofan, var búið að ganga frá öllu, svo að það var til reiðu að morgni. Skipshöfnin var ekki um borð, hún var öll hérna af Eyrinni eða allra næstu bæjunum, ungir menn, valinn maður i hverju rúmi. Þegar ég kom heim, var konan hvergi sjáanleg, en ég háttaði og sofnaði vært. Með fyrstu Inrtu um morguninn l'ór ég á fætur og konan Iíka; ég borðaði eitthvað og hélt síðan út á kamb. Þá var þar ekkcrt að sjá nema járnarusl, eldnagaðan kjöl, stefnisstubba og búta af böndum. Þarna safnaðist að á skammri stundu múgur og margmenni, og ég stóð um hríð í hópnum eins og stirðnaður. En allt í einu fann ég eitthvað vott koma fram í augun á mér. Þá stapp- aði ég niður fótum, vatt mér við, braut skarð í hópinn og æddi hingað heim. Þar stóð Helga og starði fölleit á mig. „Hin Ilelgan brunnin — búið með það!“ sagði ég. Þá hló hún, konan mín. Ég reiddi upp hnefann og sagði: „Illærðu — ha?“ „Já, nú hlæ ég . . . Og veiztu hvað? Það var ég, sem kveikti í henni, þessu skurðgoði. . . . Það rann loksins upp fyrir mér, þcgar við vorum gift, til hvorrar okkar J)ú biðlaðir.“ Ég hörfaði. Ég var hræddur. Ég vildi ekki trúa henni, en reyndar gerði ég það. Ég hafði læst bæði lúkar og káetu skipsins, áður en ég fór heim um kvöldið, en aukalyklar hér heima. Ég steinþagði, en stamaði því næst: 30 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.