Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1959, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.11.1959, Blaðsíða 7
Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamálaráðherra: Innflutningshöffin eru arfleifð frá kreppu- og sfríðsárunum Ræða flutt á aðalfundi Verzlunarráðs Islands, át. sept. sl. Ég þakka stjórn Verzlunarráðs íslands fyrir að bjóða mér til þessa fundar og er ánægja að því að gera hér stuttlega grein fyrir helztu viðhorfum í efnahagsmálum þjóðarinnar, þeim lærdómi, sem mér finnst mega draga af reynslu síðustu ára, horf- um þeim sem framundan eru, og þeim ráðstöfun- um, sem frá mínu sjónarmiði eru líklegastar til þess að tryggja vaxandi framleiðslu og hagkvæm- ari viðskipti og þar með batnandi lífskjör. ★ Ég ætla fyrst að gera í stuttu niáli grein fyrir þróun efnahagsmálanna að undanförnu og þá eink- um fyrir stefnu og störfum núverandi ríkisstjórnar á því sviði. Eins og kunnugt er, voru gerðar víð- tækar ráðstafanir vorið 1958 til þess að skapa jafn- vægi í fjárhag Útflutningssjóðs og ríkissjóðs, jafn- framt því, að útflutningsbótakerfið var gert ein- faldara og skynsamlegra, og dregið var nokkuð úr þeim mikla mismun, sem verið hafði á gjöldum á innfluttar vörur. Þessar ráðstafanir báru tilætlaðan árangur að því leyti, að þær réttu við fjárhag bæði útflutningssjóðs og ríkissjóðs. Með þeim var bóta- og gjaldakerfið gert heilbrigðara en verið hafði lengi. Til þess að þessar ráðstafanir gætu komið að fullu gagni, þurfti hins vegar jafnhliða að halda fjárfestingu opinberra aðilja í skefjum, koma í veg fyrir óeðlilega þenslu bankaútlána og hindra víxl- hækkanir verðlags og kaupgjalds. Um slíkar ráð- stafanir varð ekki samkomulag milli þeirra stjórn- málaflokka, sem þáverandi ríkisstjórn studdu, né á milli ríkisstjórnarinnar og stéttasamtakanna í landinu. Ríkisstjórnin hafði upphaflega vonað að slíkt samkomulag gæti tekizt í sambandi við þau þing stéttasamtaka, er háð voru haustið 1958. Sú von brást, eins og kunnugt er, örar víxlhækkanir verðlags og kaupgjalds hófust, og í desembermán- uði, er ríkisstjórnin sagði af sér, blasti við öng- þveiti í efnahagsmálum svo framarlega, sem rót- tækar gagnráðstafanir væru ekki gerðar þegar í stað. Viðræður á milli stjórnmálaflokkanna leiddu fljótlega í Ijós, að enginn grundvöllur var fyrir myndun meirihlutastjórnar, sem beitt gæti sér fyrir alhliða ráðstöfunum í efnahagsmálum, fyrr en að undangenginni breytingu á kjördæmaskipuninni og þeim tvennum kosningum, sem til slíkra breytinga þarf. En ætti að komast hjá öngþveiti, þurfti þegar í stað að stöðva áfranihaldandi víxlhækkanir verð- lags og kaupgjalds, tryggja eðlilegan rekstur at- vinnuveganna og koma í veg fyrir halla, eða a. m. k. verulegan halla hjá Útflutningssjóði og ríkissjóði á árijiu 1959. Við þetta hefur stefna núverandi ríkisstjórnar í efnahagsmálum verið miðuð. Hún hefur ekki beinzt að því að finna lausn, er staðið gæti til frambúðar, heldur að hinu, að forða þjóð- inni frá því öngþveiti í efnahagsmálum, sem fram- undan var um sl. áramót, og lialda sæmilegu jafn- vægi á þessu sviði fram að þeim tíma, er ný ríkis- stjórn, studd af meirihluta Alþingis, gæti tekið við. Það er ástæðulaust að rekja í einstökum atriðum þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið í þessu skyni, en þær lielztu þeirra eru, eins og kunnugt er, auknar niðurgreiðslur neyzluvöru um sl. ára- mót, nýir samningar við útflytjendur um sama leyti, lögin um niðurfærslu verðlags og launa í janúar sl., lækkun á ýmsum litgjöldum ríkisins, einkum til fjárfestingar, en það gerði mögulegt að afgreiða fjárlög án þess að hækka aðra skatta en skatta á bílum, tóbaki og áfengi, og nú síðast setning bráðabirgðalaganna um óbreytt verð land- búnaðarafurða fram til 15. desember. Ég held að óhætt sé að segja, að þessum ráðstöfunum hafi yfir- leitt verið tekið með skilningi af þjóðinni, þótt bæði stjórnmálamenn og blöð hafi haft nokkuð aðra sögu að segja í hita þeirrar baráttu, sem stjórnmál- urn hlýtur að fylgja. Mér finnst þó sérstök ástæða til þess hér, að minna á þann stuðning, sem verzl- unarstéttin, iðnrekendur og aðrir atvinnurekendur veittu niðurfærsluráðstöfununum á sl. vetri. Sá stuðningur gerði framkvæmd þessara ráðstafana miklu auðveldari en ella hefði orðið. Ég held, að óhætt sé að segja, að þessar ráðstafanir hafi borið þann árangur, sem til var ætlazt. Verðlag og kaup- FRJÁLS VERZLUN 7

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.