Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1959, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.11.1959, Blaðsíða 36
Amöbur: Amöbur eru einfaldastar að byggingu af öllum dýrum. Þœr eru aðeins ein fruma gerð úr seigfljót- andi, slímkenndu efni og lcjarna, sem er eins konar „heili" dýrsins. Amöburnar geta skotið út öngum i hvaða átt sem er og með því mjakazt úr stað. Líkaminn umlykur lifrœn efni og aflar þannig fœðu. Þessi fvrðudýr er oft að finna á yfirborði vatns, sem hefur staðið lengi. Iiœgt er að greina þau með berum augum. ★ Adain og Eva voru að gefa ýmsum dýrum nafn, þegar þau sáu nashyrning. Adam: „Hvað eigum við að kalla þetta dýr?“ Eva: „Við skulum kalla það nashyrning.“ Adam: „Hvers vegna.“ Eva: „Af því að það er líkara nashyrningi en nokkurt annað dýr, sem við höfum áður séð. ★ „Þú segir, að hann hafi ekki skilið eftir sig neina peninga.“ „Nei. Þú skilur, hann lagði svo mikið á sig til að vcrða ríkur, að hann missti heilsuna — og svo missti hann allt aftur, þegar hann var að reyna að fá heilsu á ný.“ Maður nokkur sagði einu sinni við 73 ára gamla frænku sína. „Ég hefi oft verið að velta því fyrir mér, hvort fólki fyndist það ekki gamaldags í hugsun, þegar árin færast yfir það?“ „Nei, það held ég ekki,“ svaraði frænkan, „ég hefi sjálf oft spurt gamalt fólk um þetta.“ ★ Hermaður, sem hafði fengið sér helzt til mikið neðan í því, sagði sér til afsökunar, um leið og hann var leiddur fyrir liðsforingjann: „Ég lenti í slæmum félagsskap. Eg átti hálfa whiskyflösku, en félagar mínir drukku ekki.“ ★ Sveinn: „Hvernig eyðir þú tekjum þínum?“ Ari: „Um 30% af þeim fara fyrir húsnæði, 30% fyrir fatnaði, 40% fyrir fæði og 20% í skcmmtanir.“ Sveinn: „Já, en þetta gerir samtals 120%.“ Ari: „Það er alveg rétt.“ ★ ★ „Heyrðu Jón. Ætlarðu að nota garðsláttuvélina þína eftir hádegið?“ „Já, ég er hræddur um að ég þurfi að gera það.“ „Agætt! Þá þarftu ekki að nota tennisspaðann þinn — ég er nefnilega búinn að brjóta minn.“ 36 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.