Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1959, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.11.1959, Blaðsíða 14
Sigurður Benediktsson: n Heiðarlegir úrsmiðir eru orðnir óþarfir Rabbað' við Jóhami Armann Jó?isso?i ú> s?níða???eistara Undarlega oft eru þeir menn, sem bera aldurinn vel, ættaðir úr Skaftafellssýslu. Þessu til sönnunar mætti nefna nokkur þekkt dæmi — en í þetta skipti skulum við snúa okkur til Jóhanns Ármanns, úr- smiðameistara, sem sannar vel þessa kenningu. Tein- réttur og virðulegur í framgöngu, 82 ára gamall, gengur liann til daglegra starfa í úrsmíðavinnustofu sinni, sem hann hefur rekið hér í Reykjavík síðan 1904, eða í 55 ár. Hann er glæsilegur fulltrúi þess fámenna, en vel menntaða iðnaðarmannahóps, sem hóf lífsstarf sitt hér i höfuðborginni í upphafi ald- arinnar, þeirra, sem tóku iðnmennt sína alvarlega og skutu bökum undir fyrstu kynslóð iðnstéttar á Islandi. Þetta voru engir tíeyringsmenn, það voru „gullkrónumenn", sem gengu með harðan hatt á sunnudögum og vissu, að á herðuni þeirra hvíldi framtíð Islands. Þessir menn reistu „Iðnó“ og bjuggu sig undir morgundaginn. ★ — Og upprunninn undir Eyjafjöllum? — Já, fæddur Rangæingur, að Drangshlíð undir Austur-Eyjafjöllum, en ættaður úr Skaftafellssýslu að nokkru. Við vorum fnnm systkini, sem komumst á legg — og faðir minn féll frá, þegar ég var á fimmta ári — man óljóst eftir honum. Það var taugaveikin. Hjá okkur dóu þá þrír karlmenn með nokkurra daga millibili. — Kjartan bróðir minn var þá kominn í Latínu- skólann, en hvarf heim og stóð fyrir búi með móð- ur okkar þangað til hann drukknaði í Berjanesvör við níunda mann, 28 ára gamall. Á uppvaxtarár- um mínum voru gerðir út frá Fjallasandi þetta 5—7 sexæringar, og gerðu það bændur undir Fjöll- um og austan úr sýslum. Hér varð að sækja á opið haf, og mátti segja, að í hvern róður væri farið upp á líf og dauða. En næðist ekki í sjófang lagð- ist sultarvofan að, svo að sá á fólki. Þá var þétt- býlt undir Eyjafjöllum og landnytjar rýrar — en fiskigengd mikil. Við þurftum engin fiskileitarskip til að benda okkur á miðin í þá daga — við sáum það á frönsku skonnortunum, sem héldu sig eins nærri landi og þær þorðu, og mokuðu upp fisk- inum þegar veður gaf. Stundum komu stór land- hlaup af fiski, þ. e. hann flæddi upp í löngum röst- um í fjörunni, allt rígaþorskur. Þessi matbjörg nýttist þó oft verr en skyldi, því að ekki máttu aðrir ganga á fiskireka en þeir, sem þar áttu fjörur — og stundum voru þeir á sjó, þegar fiskinn bar á land, en aðfall eða alda skolaði öllu frá, þegar til átti að taka. Já, svo var nú það. — Eg átti góða æsku á glaðværu og mannmörgu heimili, og að því bý ég enn. Móðir mín bjó við betri húsakost og sæmilegri efni en almennt gerð- ist þar um slóðir, og gestkvæmt var þar oft, og mikið sungið. — Lá þá ekki beinast við að gerast bóndi í Drangshlíð? — Jú, máski — en ég var bara aldrei náttúraður fyrir búskap, hafði einhvern veginn ekkert í það. Mér leiddist fé, rollurnar voru svo anzi styggar við mig — og þetta hringsól við þær seint og snemma átti ekki við mig. Hestar voru skárri, en kýr ákaf- lega silalegar og tregar í öllu háttalagi! Mér var ekkert um þetta gefið, vildi heldur föndra og varð snemma hagur á tré og járn, og lærði að fara með verkfæri. Það varð því að ráði, að ég skyldi læra trésmíði, staður fenginn fyrir mig hjá snikkara- meistara í Reykjavík, og vel fyrir heimangöngu minni séð. Iíingað suður (— það er reyndar í vest- ur —) varð ég svo samferða sóknarprestinum okkar, séra Gísla Kjartanssyni. Hann kom mér á áfangastað, en einhvern veginn atvikaðist það svo, að ég fylgdi honum að mestu eftir þá daga sem 14 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.