Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1959, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.11.1959, Blaðsíða 35
sem mér heyrðist þeir nefna sackers, en mað- ur getur nokkuð forðazt hann með því að renna þar sem straumur er stríður; óæti skrattinn lónar í lygnunum með kringlóttan stútkjaft og stóran haus, ég varð ekki var við hann fyrr en daginn eftir í litlu ánni hjá þeim Söru og Mark Cherring- ton, er Corbel dró eitthvað af þeim fyrri daginn líka. Ég legg þá að líku við marhnút. Við rnættumst í bjálkaliúsinu um kvöldið og settumst að eldi, mat og söng. Doktor Corbel söng slóvakíska þjóðsöngva fyrir mig og gamla Ben Cherrington og ég söng íslenzka þjóðsöngva fyrir þá. Gamli Ben Cherrington lirósaði okkur báðuin og sagði að við hefðum rödd, samt vorum við í andstyttra lagi vegna þess hve loftið var þunnt. Það höfðu gengið fjallaskúrir þennan dag og svalir vindar blásið um fjöllin og vötnin við rætur þeirra, en nú gerði heiðan himin með tungli og stjörnu eftir sólarlag, og yfir Grand Lake og Shadow Mountain Lake fullt tungl og mikil stjörnu- dýrð. Við áttum allir bágt með svefn, blóð okkar órólegt, það sauð í hjarta og æð og steig okkur til höfuðsins — eitthvað lá í loftinu — þytur og vængjablak — var það háfjallaveikin eða hvað, eða aðsókn gamalla minninga, liðin æska að vitja okkar á ný? — ég veit það ekki. Síðan var sunnudagsmorgunn og sólskin og sólar- ljóminn nú ákafur svo skar í augun, og snjóhettur Klettafjalla leiftrandi eins og hnífsoddar á himn- inum allt í kring. Sara og Mark Cherrington, ungu hjónin við vatnið, buðu okkur í hraðbátinn sinn og létti okkur flytja kerlingar á Skuggafjallsvatni meðan börnin þeirra tvö, Calvin og Christie, ösl- uðu berfætt í sandinum. Eftir það steig ungi Mark Cherrington á vatnaskíðin og lét konu sína í bátn- um draga sig á æsiferð út um allt, en við hinir horfðum hissa á þessa íþrótt, sem aldrei myndi verða okkar meðfæri. Þangað til við öxluðum okk- ar skinn og gengum aftur til veiða. Þennan dag kaus lukkan sér að hollvini Jósef Corbel frá Prag og lét hann veiða fimm góða regnbogasilunga, en mér gaf hún fjóra, gamli Ben Cherrington dró tvo. Þetta gerði til samans báða dagana 18 silunga, sem nú voru slægðir og þvegnir og vendilega innvafðir og luktir í ískassa, svo þeir yrðu veizlumatur í Denverborg næsta dag. Eins og þeir líka urðu — heima hjá gamla Ben Cherrington, einum ágæt- asta manni sem ég lief mætt í veröldinni, og konu hans, sem var svo létt og grönn og lagleg og lék við hvurn sinn fingur. „Hvert ætlarðu nú þegar þú ferð héðan?“ spurði hún mig. „Til Cliicagoborgar,“ svaraði ég. „Oh, bad,“ andvarpaði frú Cherrington döpur. „Já, en ég stend ekki við nema eina nótt,“ flýtti ég mér að segja. „Oh, good,“ sagði frú Cherrington þá og brosti óviðjafnanlega. Æjá, þetta voni blessaðir dagar — í Denver Colorado, og maður er stundum að hugsa um þá síðan, og kíma út í annað munnvikið — með sjálf- um sér. FRJALS VERZLUN 35

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.