Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1959, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.11.1959, Blaðsíða 24
Höskuldur Ólafsson, sparisjóðsstjóri: Frá Verzlunarsparisjóðnum Um þessar mundir eru rúm þrjú ár liðin frá því Verzlunarsparisjóðurinn hóf starfsemi sína og hefir það orðið að samkomulagi milli mín og ritstjóra Frjálsrar Verzlunar að ég léti lesendum ritsins í té nokkrar upplýsingar um starfsemi sparisjóðsins þennan tíma. Aðdragandann að stofnun sparisjóðsins má rekja til ársins 1953, er nefnd var skipuð af Sambandi smásöluverzlana og Verzlunarráði íslands til þess að undirbúa stofnun sparisjóðs. Nefndin boðaði til stofnfundar 4. febrúar 1956 og voru stofnendur 310 einstaklingar og fyrirtæki. Sparisjóðurinn tók til starfa hinn 28. september 1956 og varð þá þegar vart almenns áhuga hjá stofnendum og öðrum kaupsýslu- og verzlunarmönnum á vexti hans og viðgangi. Skapaðist þegar hinn ákjósanlegasti starfsgrundvöllur, þar sem gott samstarf tókst með forráðamönnum sparisjóðsins og velunnurum hans um að efla og styrkja starfsemina. Hefir þetta sam- starf einkennt starfsemi sparisjóðsins öðru fremur og tel ég það meginforsendu fyrir þeim árangri sem náðst hefir. Innstæður í sparisjóðnum hafa vaxið ár frá ári og voru niðurstöðutölur innstæðna í árslok 1956, 1957 og 1958, svo sem hér segir: Sparisj.innst. Tllr.innst. Samt. millj. kr millj. kr. millj. kr. Árslok 1956 16,9 6,4 23,3 — 1957 56,4 20,4 76,8 — 1958 88,2 27,5 115,7 Verzlunarsparisjóðurinn var þannig í lok síðasta árs orðinn stærsti sparisjóður landsins og hafði þar með náðst meiri og betri árangur en björtustu von- ir höfðu staðið til í upphafi. Iíagur sparisjóðsins hefir farið batnandi með hverju starfsári. Rekstrarafgangar áranna 1957 og 1958 nam um 1,4 millj. kr. og hefir verið lagt í varasjóð tæp hálf milljón króna en afskrifað hefir verið af stofnkostnaði, áhöldum og fasteign um 900 þús. kr. A aðalfundi sparisjóðsins árið 1957 var sam- þykkt tillaga þess efnis að stjórn sparisjóðsins kann- aði möguleika á kaupum á hentugri fasteign, þar sem sparisjóðnum yrði búinn staður í framtíðinni. Jafnframt var stjórn sparisjóðsins heimilað að ganga frá kaupum, ef hentug fasteign byðist. St.jórnin athugaði ýtarlega hvort eitthvað væri af fölum fasteignum í miðbæ Reykjavíkur og að þeim athug- unum loknum var eigendum fasteignarinnar nr. 2 við Vesturgötu gert tilboð í eignina. Tókust samn- ingar um kaup eignarinnar og voru þeir undirrit- aðir 8. marz 1958. Aðalfundur sparisjóðsins, sem haldinn var þann dag fagnaði einróma kaupunum. Á uppdrætti þeim, sem hér er birtur, má sjá, hvernig framtíðarskipulag á mótum Vesturgötu- Aðalstrætis og Hafnarstrætis hefir verið samþykkt af Bæjarstjórn Reykjavíkur. Er gert ráð fyrir að myndarlegt hús rísi af grunni á reit þeim, sem mót- ast af Vesturgötu-Aðalstræti-Hafnarstræti-Naust- unum-Tryggvagötu og Grófinni. Reitur þessi er að Stiórn Verzlunarsparisjóðsins. Fró vinstri: Pétur Sæmundsen, Egill Guttormsson og Þorvaldur Guðmundsson 24 FRJÁLS VEBZLtTN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.