Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1959, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.11.1959, Blaðsíða 19
Rosario er næststærsta borgin með 700 þús. íbúa, en það er lítið á móti höfuðborginni, sem hefur 3% millj. íbúa, og í Stór-Buenos Aires (þá eru útborgir taldar með) búa 5 milljónir, eða fjórði hver íbúi landsins. Mesópótamía Héraðið liggur milli Paraná og Uruguay. Þar er raki töluvert meiri, en á stóru sléttunni, og sunnan til er mikið ræktað af hrísgrjónum. Norðar er víða mjög votlent, og er þar stunduð nautgriparækt. En í landsskikanum, er gengur milli Paraguay og Brasilíu eru miklir skógar og þaðan kemur mest af því timbri, sem notað er í landinu. Chaco Þar er eins konar hitabeltisloftslag, þar sem skiptast á þurrka- og úrkomutímabil. Nokkur baðmullarrækt er í héraðinu og norður við landa- mæri Bólivíu er allstórt olíulindasvæði, Campo Duran. „Norðvestrið" Þetta hérað liggur að verulegu leyti í Andesfjöll- unum. Landbúnaður er nokkur, einkum syðst, en þar er ræktaður sykurreyr. Annars er héraðið held- ur strjálbýlt og lífskjör margra íbúanna bágborin. Allmikil vinna er við námugröft, en í fjöllunum finnst: tin, gull, borax og brennisteinn. Cuyo Hálendasti hluti Andesfjalla liggur í þessu héraði, þar á meðal Aconcagua, sem er um 7000 m á hæð (mælingum ber ekki alveg saman) og hæsti tindur í Ameríku. Upphaflega var hálfgerð eyðimörk við fjallaræturnar, en henni hefur víða verið breytt í ræktað land með áveitum er nýta leysingarvatn úr fjöllunum. Er margt ræktað þarna, svo sem vín- viður, ólívur og alfa alfa. En sauðfjárræktin bygg- ist á sumarbeitilöndum í fjöllunum. I bæjunum er mikið um brugghús, og olíulindir í suðurhluta héraðsins hafa leitt til aukinnar iðnvæðingar. „HæSa- og sléttuhéraSið'' Þarna er landslag mjög breytilegt eins og nafnið bendir til. Landið er yfirleitt þurrt og illa fallið til ræktunar, og þar er því fremur strjálbýlt. Naut- Öll vesturlandamæri Argentínu liggja að Chile, norðurlanda- mærin að Bólivíu og Paraguay og austurlandamærin að Para- guay, Brasilíu og Urúguay. Fyrir sunnan Buenos Aires, eða La Plata-flóann, liggur Argentína að Atlantshafinu. Syðsti hluti Argentínu, Eldlandseyjar, nær álíka langt suður eins og Þýzkaland nær norður og nyrzti hluti landsins nær norð- ur fyrir hvarfbaug steingeitarinnar, ssm samsvarar landsvæði á norðurhveli jarðar er nær suður fyrir hvarfbaug krabbans, t. d. miðhluti Sahara-eyðimerkurinnar. FRJÁLS VERZLUN 19

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.