Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1959, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.11.1959, Blaðsíða 10
VerzlunarráÖ Islands gefur Vandsbókasafninu myndir af gömlum verzlunarskjölum Gunnar Guðjónsson, formaður Verzlunarráðs ís- lands afhenti 2. október sl. Finni Sigmundssyni, landsbókaverði, mikrófilmur, er teknar höfðu verið af gömlum verzlunarskjölum íslandsverzlunarinnar, sem nú eru í Kaupmannahöfn. í þessu sambandi sagði Gunnar Guðjónsson, að Verzlunarráðið liefði frá upphafi talið það vera eitt af hlutverkum sínum, að stuðla að því að íslenzk verzlunarsaga verði skráð. Þannig tókst Verzlunar- ráðið á hendur útgáfu á einokunarsögu Jóns Aðils á sínum tíma og hefur nú á prjónunum skráningu og útgáfu á verzlunarsögu Islands frá því að ein- okun lauk. í sambandi við skráningu slíkrar sögu þarf að leita heimilda erlendis, og því var það, þegar Sverrir Kristjánsson dvaldi í Kaupmannahöfn á sl. ári og komst á snoðir um ýmsar nýjar heimildir til sögu verzlunarinnar, að hann gerði stjórn Verzlun- arráðsins orð um, að liann væri fús til þess að sjá um skráningu og ljósmyndun á þessum heimildum. Stakk hann upp á því, að Verzlunarráðið kostaði slíka ljósmyndun. Varð það mjög fúslega við þess- um tilmælum og var starfið þá þegar hafið og nú liggur árangurinn fyrir. Það eru 100 mikrófilmrúllur, af gömlum verzlunarbókum. Standa vonir til, að þetta sé veigamikið framlag til þess að auðvelda mönnum skráningu verzlunarsögunnar hér í Reykja- vík. Merkar heimildir Sverrir Kristjánsson skýrði nokkuð frá skjölum þeim, sem hann hefur grafið upp í Kaupmanna- höfn, en þau eru aðallega frá 18. öld. Þó ná sumar heimildirnar á mikrófilmunum allt aftur til ársins 1642. Sverrir Kristjánsson sagði að heimildagildi þess- ara plagga væri að mörgu leyti mjög mikið. Sér- staklega^ vildi liann benda á hinar svokölluðu „krambúðabækur“, en af þeim má glögglega sjá við- skipti bændanna við verzlunina. Þarna er á skrá nafn livers bónda, sem verzlar, og býli hans, úttekt og innlegg. Þessar „krambúðabækur" eru hér um bil 140 að tölu eða rúmlega það og ná til alls Is- lands. í þeirn munu allir verzlunarstaðir vera nefndir. Þar sem bækur þessar ná yfir alllangt tímabil, eru þær mjög verðmætar, ef menn vilja bera sam- an verðlag á vörum, bæði útlendum og innlendum, og sjá hvernig það hefur breytzt frá ári til árs. Og þar sem svo margra bænda er getið í bókum þess- um, verða þær mjög gagnlegar fyrir ættfræðinga, sein þarna geta fundið lieimildir til að fylla upp í gloppur í ættfræðiritum sínum. Þó að bækur þessar séu cinstæð heimildarrit fyrir verzlunarsögu lands- ins, þá má búast við að ættfræðingarnir muni ekki síður leita til þeirra en þeir, sem vilji kynna sér verzlunarsögu landsins. Samt eru þessar bækur svo þýðingarmiklar heimildir fyrir verzlunina og sögu hennar hér á landi að einstætt mun vera í allri Evrópu. Sverrir Kristjánsson þakkaði Verzlunarráði ís- lands og sérstaklega Gunnari Guðjónssyni fyrir mik- inn áhuga á máli þessu og kvaðst vona að ekki stæði á ungum og upprennandi íslenzkum vísindamönn- um að færa sér í nyt þær heimildir, sem þarna væru fyrir hendi. sínu að dreifa vörum á sem hagfelldastan hátt og veita nevtendum síaukna þjónustu. Iðnaðurinn hef- ur einnig búið við öryggisleysi í rekstri sínum varð- andi innflutning hráefna, og ýtt hefur verið undir ý'msar tegundir iðnaðar, sem ekki eiga hér eðlileg vaxtarskilyrði, meðan aðrar greinar hans hafa verið drepnar í dróma. Það er mikið hagsmunamál fyrir þjóðina alla, að þetta breytist, að verzlnn og iðnaði verði búin þau starfsskilyrði, er geri þeim fært að leggja fram sinn mikilvæga skerf til aukinnar þjóð- arframleiðslu og bættra lífskjara. Verzlunarstéttin innir af hendi þjónustu við þjóð- arhcikiina, sem er alVeg hliðstæð starfi þeirra stétta, sem venjulega eru kenndar við framleiðs- una eða útflutningsframleiðsluna. Hæð þjóðartekn- anna og lífskjör okkar allra eru ekki síður komin undir því, að störf verzlunarstéttarinnar séu liag- kværn, en störf framleiðslustéttanna svokölluðu. Þess vegna á verzlunarstéttin sama rétt á því og þær, að ríkisvaklið búi henni heilbrigð skilyrði til þess að starfa á hagkvæman hátt fyrir heildina. Það á að gera, og þá er ég viss um, að við njótum öll góðs af í vaxandi velmegun og batnandi lífs- kjörum. 10 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.