Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1959, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.11.1959, Blaðsíða 9
samvinnu, sem nú er að komast á meðal þjóða Vestur-Evrópu. Ég heti nýlega gert Alþingi grein fyrir viðhorf- um í fríverzlunarmálinu, og er því ekki ástæða til að ræða það ýtarlega hér. Ég vil þó aðeins ítreka, að ég vona, að myndun sex- og sjöveldasvæðanna verði ekki lokaspor, heldur upphaf að myndun frí- verzlunarsvæðis fyrir alla Vestur-Evrópu, þar sem ísland gæti orðið ])átttakandi. Fari hins vegar svo, að sú von bregðist, verður nauðsynlegt fyrir ís- lendinga að ná samningum um gagnkvæmar íviln- anir við bæði sex- og sjöveldin, ef þeir eiga að kom- ast lijá sívaxandi viðskiptalegri einangrun frá öðr- um Vestur-Evrópuþjóðum. Hvort sem við gerumst aðilar að stóru fríverzlunarsvæði cða gerum samn- inga við sex- og sjöveldin, hljótum við að verða að draga stórlega úr innflutningshöftum nema að því leyti, sem óhjákvæmilegt er til að vernda viðskipti við Austur-Evrópu. En ef draga á úr höftunum eða afnema þau að mestu, verður að gera sér vel ljóst, að það er því aðeins hægt, að miklu strang- ari stjórn verði á fjármálum og bankamálum en verið hefur, og að landið jafnframt eignist gjald- eyrisvarasjóð. Núverandi ríkisstjórn hefur gert ýmsar ráðstafanir til að draga úr útgjöldum og fjárfestingu opinberra aðilja, til þess að forðast, að fjárhagsgetu þjóðarinnar væri ofboðið. Þannig var rafvæðingaráætlunin cndurskoðuð og útgjöld henn- ar lækkuð verulega án þess að draga svo máli skipti úr þeirri þjónustu, sem i-afveiturnar eiga að veita. Fjárfestingarútgjöld á fjárlögum voru lækkuð tals- vert. Reynt hefur verið að draga úr greiðslum ríkis- sjóðs vegna vanskila á lánum, sem ríkið er í ábyrgð fyrir, og takmarka veitingu nýrra ríkisábyrgða. Sem stendur eru embættismenn að athuga fjárhag allra opinberra fjárfestingarsjóða og gera tillögur um starfsemi þeirra framvegis. Allt liafa þetta verið spor í rétta átt, en í sambandi við þær efnahags- ráðstafanir, sem framundan eru, er óhjákvæmilegt, að þessi mál verði tekin enn fastari tökum, til þess að tryggja það, að opinberar framkvæmdir eða að- stoð við framkvæmdir einstaklinga, fari aldrei frarn úr því sem fjárhagsgetan leyfir. Það er skoðun mín, að til þess að tryggja sem örastan vöxt þjóð- arframleiðslunnar sé nauðsynlegt, að unnið sé eftir heildaráætlun, sem gerð sé fyrir nokkur ár í senn, og væri í því sambandi til mikilla bóta að taka upp með reglulegum hætti samningu jijóðhags- áætlana og þjóðhagsreikninga, svo sem ýmsar ná- grannaþjóðir nú gera. Að því er bankana snertir, verður að tryggja það betur en verið hefur, að óeðlileg útlánaþensla eigi sér ekki stað. Það þýðir hins vegar að núgildandi útlánareglum verður að breyta. Jafnframt ætti að mínum dómi að gera atvinnuvegunum jafnara und- „Stórkostlegt að við skyldum hittast." ir höfði í útlánum en verið hefur. Loks er það höfuðatriði, að nýjar efnahagsráðstafanir leiði ekki til þess, að á nýjan leik hefjist þær víxlhækkanir verðlags og kaupgjalds, sem á skömmum tíma gætu gert árangur slíkra ráðstafana að engu. Til þess að forðast það, er nauðsynlegt, að núverandi löggjöf um verðlagningu landbúnaðarafurða sé endurbætt og að teknir séu upp heildarsamningar á milli laun- þega og vinnuveitenda. ★ Ég hefi nú lýst nokkrum þeim höfuðsjónarmið- um, sem ég tel að hafa beri í huga i sambandi við þær ráðstafanir í efnahagsmálum, sem tvímælalaust verður að gera. von bráðar. í heild myndu þær ráð- stafanir stefna að því að gera þjóðinni kleift að standa á eigin fótum fjárhagslega og leggja traust- ari grundvöll að heilbrigðri þróun atvinnulífsins, aukinni þjóðarframleiðslu og batnandi lífskjörum. Þessi markmið eru svo mikilvæg, að ekki má láta sig skipta stundaróþægindi og erfiðleika við fram- kvæmd þeirra ráðstafana, sem að þeim miða. Ég tel, að verzlunarstéttinni og iðnrekendum ætti að vera það sérstakt kappsmál, að slíkar ráðstafanir tækjust giftusamlega. Um mörg undanfarin ár hef- ur orku þjóðarinnar verið beint að því að stækka fiskiskipaflotann, byggja upp nýtízku fiskiðnað, vélvæða landbúnaðinn og rafvæða. byggðir landsins. Allt hefur þetta borið mikinn og góðan árangur í aukinni framleiðslu og betri lífskjörum. En það gleymist alltof oft, að bætt lífskjör fást ekki að- eins með aukinni framleiðslu í bókstaflegri merk- ingu orðsins, heldur einnig með bættri vörudreifingu og margs konar þjónustu í sambandi við hana. Eitt öruggasta einkenni mikillar velmegunar nú á tutt- ugustu öldinni er ekki aukið framleiðslumagn ár frá ári, heldur aukin fjölbreyttni í vöruúrvali, bætt þjónusta, aukin þægindi og meiri flýtir í sambandi við dreifingu. Á þessu sviði höfum við íslendingar dregizt aftur úr þeim þjóðum, sem að öðru leyti njóta svipaðra lífskjara og við. Verzlun lands- únanna hefur af ýmsum ástæðum ekki haft nógu góða aðstöðu til að gegna því mikilvæga hlutverki FRJÁLS VERZLUN 9

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.