Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1959, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.11.1959, Blaðsíða 13
að vera fjárhagslega sterk. Sá hugsunarháttur, sem of mikið hefir borið á hér á landi á undanförnum áratugum, að fyrirtæki einstaklinga ættu sér helzt ekki tilverurétt, í bezta falli mættu þau hanga á horriminni, þótt samtímis ætti helzt að vera hægt að mjólka þau, er með öllu úreltur. Jafnvel jafn- aðarinannaflokkar annarra vestrænna landa hafa misst trúna á ríkisrekstur. Til stórra átaka í atvinnulífinu, hvort lieldur einstaklingar eða félög standa að þeim, þarf mikla fjármuni, og virðist það í framtíðinni ekki munu verða á meðfæri annarra en ríkis- og bæjarfélaga, svo og samvinnufélaga, að færast í fang ýmis ný viðfangsefni sem bíða úrlausnar á athafnasviðinu, að óbreyttum þeim kjörum, sem einkareksturinn nú á við að búa. Ríkis- og bæjarrekstur á verzl- unar- eða framleiðslufyrirtækjum er í alla staði mjög óæskilegur undir þeim kringumstæðum, að einstaklingar eða félög vilji og geti annazt þann rekstur, sem um er að ræða. Viljann mun aldrei skorta hjá einstaklingum, þar sem forsendurnar eru fyrir hendi, en getan lilýtur að fara algjörlega eftir þeim starfsskilyrðum, sem einkaframtakinu eru búin innan þjóðfélagsins. Þau starfsskilyrði eru í fyrsta lagi komin undir algjörri endurskoðun skattálagningar fyrirtækja, og í öðru lagi því, að öll rekstrarform, hvort heldur eru ríkis-, bæjar-, sam- vinnu- eða einkafyrirtæki, sæti sömu meðferð um allar skattaálögur. Ég hef áður á aðalfundi Verzlunarráðsins, vikið að skattgreiðslum samvinnufélaga og einkafyrir- tækja og þeirri óréttlátu mismunun sem þar á sér stað, og skal því ekki farið langt út i þá sálma hér. Þó virðist ekki komizt hjá að minnast á það dæmi, sem nýlega hefir birzt almenningi, og lýsir því á hinn áþreifanlegasta hátt, hve óviðunandi mismunun þessara rekstrarforma er. — Samband ísl. samvinnufélaga og Olíufélagið hf. eiga til helm- inga olíuflutningaskipið „Iíamrafeir1. Á helmings- eign Oliufélagsins, sem er hlutafélag, er lagt veltu- útsvar, en sá hluti skipsins, sem er eign S. í. S., sleppur með öllu við útsvar, þar sem lögum sam- kvæmt, má ekki leggja á það félag hærri up])hæð, en sem nemur arði af viðskiptum við utanfélags- menn. Ef þetta er i samræmi við réttarmeðvitund almennings, hlýtur hún að vera mjög slævð, en víst er, að hér þarf endurskoðunar við. ★ Ég lét áðan þá skoðun í ljós, að ríkis- og bæjar- rekstur atvinnufyrirtækja væri óæskilegur. Eg tel það einkum vera vegna þess, að hann vantar þann aflvaka, sem frjáls og heilbrigð samkeppni er hverju fyrirtæki. Auk þess er það staðreynd, að opinber rekstur er jafnan undanþeginn öllum skattaálögum og nýtur ýmissa fríðinda. Hann getur velt töpum yfir á ríki og bæi, án þess að almenningur veiti því nokkra eftirtekt, en það ruglar að sjálfsögðu allan mælikvarða á, hvar hliðstæð fyrirtæki, sem ekki njóta slíkra fríðinda, eru á vegi stödd, og stendur slíkur opinber rekstur þannig í vegi fyrir því að almennt sé búið að þessum atvinnuvegum, þannig að þeir megi dafna. Eins og áður er getið, ber til þess brýna nauð- syn, að höfuðatvinnuvegum þjóðarinnar verði snið- inn svo rúmur stakkur, að þeir geti byggt sig upp af eigin rammleik, og munu þá fjármunir almenn- ings leita þangað, sem hagnaðar er von. Þegar svo væri komið, virðist full ástæða til að opinber rekst- ur atvinnufyrirtækja verði Iagður niður, og seldur í hendur einstaklingum eða félögum, sem allur al- menningur á kost á að gerast þátttakendur í. Með- an svo er ekki, hlýtur það að vera ákveðin krafa hins frjálsa framtaks, að atvinnufyrirtæki bæja og ríkis, greiði skatta og gjöld móts við aðra, svo að réttur samanburður fáist, og njóti ekki neinna fríð- inda umfram það. Áður en ég lýk máli mínu, vil ég enn ítreka þá von að þeir, sem þessu landi stjórna, eigi eftir að halda áfram á þeirri braut í efnahagsmálum þjóð- arinnar, sem þegar hefir verið lagt út á. Þjóðin hefir nú undanfarin tvö ár upplifað hin mestu góðæri, og vart má búast við, að ekki geti þar út af brugðið framvegis. Verði því það tækifæri látið ónotað, sem þessi góðæri gefa kost á, til þess að skipa mál- um þessum á þann veg, að til heilla horfi, er ekki að vita hvenær tækifærið gefst aftur. „Vatnskassinn lekur." FRJALS VERZLUN 13

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.