Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1959, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.11.1959, Blaðsíða 31
hér var þá Denverborg í Colorado, seytjánda júní, ekki nema það! Og gat nú ekki að mér gert að hugsa heim: á Arnarhól og Lækjartorgið heima, þangað sem blessað fólkið var að dansa ræl. Ég fann mér hæli á gistihúsi einu, við Logan Street, og nefndist Olin Hotel, þar var ég gestur eina. viku í vor. Nú verður sagt frá gamla Ben Cherrington doktor og fyrrum prófessor, mínum gráhærða eldri bróður, og liversu hann bar mig á höndum sér í Denver- borg, hann gamli Cherrington. Ég gekk á fund hans næsta dag, þangað sem hann sat í Klettafjallaskrif- stofu sinni og stjórnaði Institute of International Education. Hann horfði á mig brosandi litla stund, með meiri velþóknun en aðrir menn gera að jafnaði. „Það er gaman að hitta loksins mann líkan sjálf- um sér,“ mælti hann um síðir, lágróma maður mcð glaða birtu inni í svipnum, — „með sömu bakteríuna í blóðinu, sömu lausu skrúfuna í kollinum. Hvernig litist þér á við tækjum laugardaginn og sunnudag- inn til þess?“ Ilann átti við veiðistöngina og fiskinn, regnboga- silunginn í straumvötnum Colorado, það skildi ég samstundis. „Ég heyri að vinur minn Hoopes í Washington hefur hvíslað orði í eyra þitt,“ sagði ég við gamla Ben Cherrington. „Já, orði sem gladdi mig. Við tökum á móti mörgum gestinum hér frá útlöndum, eins og hún Elísabet okkar Blanc getur vit.nað um, en þú ert sá fyrsti sem hefur mína bakteríu í blóðinu — það er eins og að hafa alltaf þekkzt — hvað finnst þér?“ „Þú sagðir það, doktor Cherrington, við höfum alltaf þekkzt,“ sagði ég. Brott genginn vir húsi hinnar alþjóðlegu mennta- málastofnunar fann ég á öðrum stað með hjálp góðra manna prentaða heimild um menntun, met- orð og störf doktor Cherringtons. Ég tel ekki upp hinar mörgu og háu lærdómsgráður hans frá fimm frægum háskólum i Ameríku, en aðalfræðigreinar hans eru þjóðfélagsfræði (Social Science) og Inter- national Relation, sem ég held ég geti ekki þýtt, þó ég viti hvað merkir, og meðan hann var enn prófessor við Denverháskóla kenndi liann stúdent- um sínum þessi vísindi. Árið 1938 fól Cordell Hull utanríkisráðherra honum að skipuleggja nýstofn- aða menningarmáladeild ríkisins í Washington, og vann að því verki í tvö ár. Hann hefur margsinnis verið kvaddur til að vera ráðunautur ríkisstjórnar- innar í sérstökum menningarmálum og skipaður fulltrúi Bandaríkjanna á alþjóðlegum ráðstefnum víðsvegar um heim, þar á meðal í Suður-Ameríku og austur í Asíu. Ætli þetta nægi ekki til að gefa hugmynd um veraldargengi og embættisframa garnla Ben Cherr- ingtons og hvers álits hann nýtur hjá þjóð sinni, ætli ekki það, þó þetta sé ekki nema smábrot af öllu því sem hann hefur sér til ágætis unnið um dagana. Og læt nú v'itrætt um það. Því það er veiðiferð okkar vestur til Grand Lake sem í mín- um augurn kórónar hvítt höfuð lians og fær mig til að vegsama nafn lians og bera það yfir hafið og inn í íslenzkar bókmenntir. Það er fimmtudagur í dag, og ég gef gamla Ben Cherrington nú næði til að undirbúa veiðiferðina og beini athyglinni á meðan að öðru: Ilér er gamla frú Denver komin og vill aka mér í bíl. (Ég týndi niður réttu nafni hennar og gef henni því annað fint nafn: Frú Denver.) Líklega rík frú því hún hafði fcrðazt um víða veröld, og líklega gáfuð, því hún talaði svo yfirlætislaust um þjóðir heimsins og Guðmundur Deníelsson í Ameríku FRJÁLS VERZLUN 31

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.