Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1959, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.11.1959, Blaðsíða 8
gjald hefur haldizt óbreytt síðan í febrúar, og hin nýju bráðabirgðalög tryggja, að svo muni enn verða um nokkra rnánuði. Atvinnuvegirnir hafa verið reknir með eðlilegum hætti og þjoðarfram- leiðslan hefur aldrei orðið meiri en á þessu ári. Fjárhagur bæði Útflutningssjóðs og ríkissjóðs er í allgóðu horfi. Það er að vísu ekki sennilegt, að kom- izt verði með öllu hjá halla í rekstri þessara sjóða á árinu, en engar horfur eru á því, að sá halli verði svo mikill, að af því út af fyrir sig stafi sérstakur vandi. Sá árangur, sem þannig hefur náðst, er þó, eins og málum háttar, takmarkaður. Víðtækar ráð- stafanir í efnahagsmálum verða án efa óhjákvæmi- legar að loknum kosningum. Það er ekki tímabært að reyna nú að gera grein fyrir því í einstökum artiðum, hvernig þær ráðstafanir þyrftu að vera, en ég vil hins vegar drepa á nokkur veigamikil artiði, sem ég tel að stefna beri að. ★ Enda þótt útflutningsbótakerfið hafi verið gert einfaldara og skynsamlegra með efnahagsráðstöfun- unum 1958, eimir þó enn eftir af þeirri mismunun milli atvinnugreina, er áður tíðkaðist svo mjög, og óhjákvæmilegt reyndist á þessu ári að auka nokk- uð greiðslur ýmiss konar sérbóta, enda felur upp- bótakerfið ætíð í sér hættu á slíku. Ég tel, að nú beri að stefna að afnámi bótakerfisins, þannig að allri gjaldeyrisöflun sé sköpuð jöfn aðstaða. Að svo miklu leyti sem nauðsynlegt eða æskilegt er að styðja sérstaka. tegund útflutningsframleiðslu eða sérstök byggðarlög, er heppilegra að gera það á annan hátt. Eins og kunnugt er, eru yfirfærslu- og innflutn- ingsgjaldaflokkarnir nú í aðatriðum þrír. Af nokkr- um brýnustu neyzluvörum er nú greitt aðeins 30% yfirfærslugjald, af öllum þorra innflutningsins, þar með taldar allar rekstrarvörur og fjárfestingarvör- ur, er greitt 55% yfirfærslugjald, og af nokkrum vörum, sem ekki eru taldar nauðsynlegar og samtals nema um 20% af innflutningnum, eru greidd há innflutningsgjöld í viðbót við yfirfærslugjaldið. Þar sem meðalútflutningsbætur, að öllum sérbótum meðtöldum, eru nú um 88% af útflutningsverðinu, er auðséð, að meginhluti innflutningsins er raun- verulega greiddur mikið niður. Tekna til að standa undir þeim niðurgreiðslum, er aflað með geysiháum gjöldum á tiltölulega fáar vörutegundir. Þó að þetta fyrirkomulag hafi á sínum tima verið fram- för frá því, sem áður tíðkaðist, er það stórgallað og fær ekki staðizt til lengdar. Hver og einn getur gert sér í hugarlund, hvaða áhrif það liafi á efna- hagsþróunina, þegar fram í sækir, að takmarkaður sé innflutningur á hvers konar vélum, byggingar- efnum og jafnvel rekstrarvörum á sama tíma og innflutningur þess varnings, sem menn hafa löng- um talið sig geta helzt án verið, er frjáls. Þetta fyrirkomulag ýtir einnig undir framleiðslu hér inn- anlands á hátollavörum, en hindrar framleiðslu lágtollavöru, enda þótt sú framleiðsla gæti verið þjóðarbúinu miklu hagkvæmari. Þar við bætist, að núverandi gjöld eru þannig ákveðin, að ekki er hægt að ná jafnvægi í fjárhag útflutningssjóðs nema fyrir erlent lánsfé, sem ekki eru greiddar á nema 55% bætur, sé notað í verulegum mæli. Komi útflutningsframleiðsla, sem fær 88% bætur í stað lánsfjár, er halli vís, og ef eitthvað bjátar á, þann- ig að innflutningur verði að dragast saman, hlýtur það að bitna á hátollavörunum, og þar með kippa grundvellinum undan öllu kerfinu. Ég tel óhjá- kvæmilegt, að þetta kerfi verði í aðalatriðum að hverfa úr sögunni og að meginhluti innflutningsins verði framvegis að flytjast inn með þeim kjörum sem svara til þess, er útflytjendur fá fyrir útflutn- ingsvörur. Hins vegar verður að halda áfram að leggja tiltölulega háa tolla á þær vörur, sem nú eru hatollavörur, enda þott ýmsar lagfæringar séu nauðsynlegar í því sambandi, og einnig tel ég eðli- legt, að brýnustu neyzluvörum innfluttum verði enn ívilnað nokkuð. Þá tel ég að stefna beri hiklaust að því að af- nema innflutningshöft, önnur en þau, sem óhjá- kvæmileg eru til þess að halda nauðsynlegum við- skiptum við Austur-Evrópu. Innflutningshöftin eru arfleifð frá kreppu- og stríðsárunum. Nágranna- þjóðir okkar eru búnar að afnema slík höft að mestu leyti. Eins og ykkur er manna bezt kunnugt, búurn við hins vegar enn við haftakerfi, sem er flókið og þungt í vöfum. Á þessu ári liefur við- skiptamálaráðuneytið haft forgöngu um að koma á endurbótum í framkvæmd þessara mála, án þess þo að breyta sjálfu kerfinu. Samdar hafa verið áætlanir um úthlutun gjaldeyris, sem gjaldeyris- bankarnir og Innflutningsskrifstofan hafa starfað eftir. Eins og ykkur er kunnugt, hefur samtökum innflytjenda og iðnrekenda verið gefið tækifæri til þess að athuga þessar áætlanir og gera athuga- semdir við þær. Seðlabankinn hefur tryggt það, að gjaldeyrir væri fyrir hendi til þess að fram- kvæma þær, og ég hefi haldið fundi viku- eða hálfs- mánaðarlega með forstjórum Innflutningsskrifstof- unnar og fulltrúum bankanna til að samræma að- gerðir allra þeirra mörgu aðilja, sem um þessi mál tjalla, og reyna að leysa úr vandamálum, sem stöð- ugt eru að skapast. Ég held, að þetta liafi orðið til nokkurra bóta, en markmiðið hlýtur þó að verða hið sama og nágrannaþjóða okkar, afnám haftanna að mestu leyti. Aðeins með því móti verða heil- brigðir verzlunarhættir tryggðir, og aðeins með því móti getum við orðið aðiljar í þeirri viðskiptalegu 8 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.