Frjáls verslun - 01.06.1960, Blaðsíða 2
Birgir Kjaran, alþm.:
VERZLUNARBANKINN
og þróun bankamálanna
í umræðum á Alþingi nú fyrir skömmu, um stofnun verzlun-
arbanka Islands hf., rakti Birgir Kjaran, í stórum dráttum,
sögu bankamálanna á Islandi. Og ræddi siðan sérstaklega um
Verzlunarsparisjóðinn og hugmyndina um stofnun verzlunar-
banka. Fer hér á eftir meginhluti ræðu Birgis við umræðurnar
og fjallar hann um áðurnefnd mál.
Sökum þess að nú er hér til umræðu frumvarp
til laga um stofnun sérstaks verzlunarbanka má
til gamans geta þess, að saga bankamálanna á Al-
þingi hefst einmitt með því að árið 1853 barst
þinginu uppástunga frá kaupmanni einum í Reykja-
vík um stofnun veðbanka fyrir ísland, og var
henni vísað til nefndar, sem átti að gera tillögur
til úrbóta á peningaskortinum í landinu. Af frekari
framkvæmdum varð þó ekki um sinn. Fyrstu pen-
ingastofnunum landsmanna var svo scm kunnugt er
hleypt af stokkunum töluvert síðar. Það var „Spari-
sjóður Múlasýslna“ á Seyðisfirði, sem tók til starfa
árið 1868, en hætti eftir tvö ár og svo „Sparisjóður
Reykjavíkur", sem stofnað var til 1872, en sam-
einaðist síðar Landsbankanum. Þá kom Sparisjóð-
ur Siglufjarðar til sögunnar 1873 og starfar hann
enn í dag með fullum blóma og er elzta peninga-
stofnun landsins. — En eiginlegir bankar voru
þetta samt ekki. —
Stofnun Landsbankans
Um slíka starfsemi er ekki að ræða hér á landi
fyrr en lögin um Landsbanka íslands voru samþykkt
árið 1885 og hérlendis hefst því bankastarfsemin
í júlímánuði árið 1886, en þá opnaði Landsbankinn
afgreiðslu sína. A komandi hausti eru þess vegna
liðnir þrír aldarfjórðungar frá því lögin um fyrsta
íslenzka bankann voru samþykkt hér á Alþingi.
1 fyrstu Landsbankalögunum voru ákvæði um
tilgang bankans, sem orðaður var svo, með leyfi
hæstvirts forseta: „að greiða fyrir peningaviðskipt-
um í landinu og að styðja að framförum atvinnu-
veganna.“ Þessi hefur og vex-ið raunverulegur til-
gangur allra banka sem síðan hafa tekið til starfa
í landinu, hverju nafni, sem þeir nefnast. Lands-
bankinn var frá upphafi eign landssjóðs, þ. e. a. s.
ríkisbanki. Landssjóður lagði honum til stofnfé,
landssjóðsseðlana, en bar þó ekki ábyrgð á rekstri
bankans fram yfir þetta seðlalán, — ábyrgðin var
takmörkuð. — Með lögum var Landsbankanum
frá upphafi veitt undanþága frá tekjuskatti og út-
svari og mun þangað að rekja þá reglu sem síðan
hefur haldizt næsta óslitið í íslenzkri bankalöggjöf
og myndar hcfð í skattamálum, þótt sú tilhögun
kunni að orka tvímælis. Landsbankinn var því
upphaflega ríkisbanki með takmarkaðri ábyrgð
landssjóðs og ótakmörkuðu skattfrelsi. Síðar varð
svo sú breyting á, sem nú er í gildi, að ábyrgð
ríkissjóðs varð ótakmörkuð.
Mismunandi rekstrarform
Næsti áfanginn í bankasögu landsins var stofn-
un íslandsbanka. Var það gert með lögum nr. 11
frá 17. júní 1902. Gerðu lögin ráð fyrir myndun
hlutafélagsbanka. Stofnunin gekk fremur treglega.
Var stofnfundur haldinn í Kaupmannahöfn 25. sept.
1903, en til starfa tók bankinn ckki fyrr en 7. júní
1904. Lítið fékkst af íslenzku fjármagni í hluta-
fjárframlögum. Megnið af hlutafénu kom frá danska
Privatbanken og norska Centralbanken og dönsku
einkafyrirtæki. íslenzka ríkið hafði rétt til að kaupa
ákveðið magn af hlutabréfum en notfærði sér aldrei
þann rétt. Bankinn var að mestu skattfrjáls nema
hvað hann átti sem endurgjald fyrir að hafa rétt
til seðlaútgáfu að greiða landssjóði 10% af arði
sínum, þegar 4% arður hefði verið greiddur til
hluthafa. íslandsbanki var því hlutafélag, einka-
banki, þar sem megnið af stofnfénu var erlent fjár-
FRJÁLS VF.RZLUN